Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 133 Þorkell Jóhannesson, Hrafnkell Stefánsson og Ólafur Bjarnason DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM BARBÍTORSYRUSAMBANDA Sjötíu ár eru nú liðin frá því Fischer & von Mering birtu hina skilmerkilegu rit- gerð sína (Ueber eine neue Klasse von Schlafmitteln) um rannsóknir á 5,5- tvíalkýlskeyttum afbrigðum hins hring- laga sambands malónsýru og þvagefnis, er síðar nefndist barbítúrsýra.11 Á grund- velli bessara rannsókna mæltu þeir með 5,5-tvíetýlbarbítúrsýru, er hér á landi og á Norðurlöndum nefnist díemal. Lyf þetta var sett á markað þegar árið 1903 (Veron- al, Merck), en síðan hafa tugir barbítúr- sýrusambanda verið notaðir áratugum saman í miklu magni í lækningaskyni. Fá- um mánuðum eftir að Fischer & von Mering birtu ritgerð sína, var skýrt frá á prenti fyrstu Veronaleitrun, er sögur fara af.15 Eitrun þessi leiddi þó ekki til dauða. Hér var hins vegar ekki ein báran stök, því að tæpast eiga önnur lyf sök á fleiri mannslífum á Vesturlöndum og aukaverk- unum á lifendum en einmitt barbítúrsýru- sambönd og önnur svefnlyf, sbr. hina viða- miklu greinargerð eftir Pohlisch & Panse frá 1934.31 Fyrstu dauðsföllum af völdum barbítúrsýrusambanda, sem okkur er kunnugt um hér á landi, var lýst árið 1917. Var um tvö dauðsföll að ræða af völdum díemals.33 Tíðni dauðsfalla óx að miklum mun eftir lok síðari heimsstyrjaldar,5 7 19 og í Banda- ríkjunum einum er nú talið, að að minnsta kosti 3000 menn látist árlega úr barbítúr- sýrueitrun.34 Á árunum um og eftir 1950 var endanlega staðfest, að ávani og fíkn myndast í barbítúrsýrusambönd og lífs- hættuleg fráhvarfseinkenni geta komið fyrir, er töku lyfjanna er hætt.14 Á síðustu árum hafa menn þótzt sjá sérstaka mynd barbítúrsýruávana,40 en aðrir hafa lagt áherzlu á „blandaða misnotkun" áfengis og barbítúrsýrusambanda8 og annarra lyfja og efna30 og vaxandi vandamál í þessu sambandi, ekki sízt hjá ungu fólki.34 36 Frá læknisfræðilegu sjónarmiði er þó vafalaust uggvænlegast, hversu lækningaskammtar barbítúrsýrusambanda (sama gildir raunar einnig í stórum drátt- um um mepróbamat og benzódíazepín- sambönd) geta truflað svefnmynztrið og þannig leitt til óeðlilegs svefns, bæði með- an lyfin eru tekin og eins eftir að töku er hætt.10 Lítið er vitað tölulega um neyzlu bar- bítúrsýrusambanda hér*) og lítið hefur verið ritað um tíðni alvarlegra aukaverk- ana og dauðsfalla af völdum heirra hér á landi. Þykir því rétt að birta á prenti nokkrar athuganir og niðurstöðutölur rannsókna, er gerðar hafa verið á um það bil fjórum tugum dauðsfalla, er við höf- um fjallað um á síðustu árum og ætla má, að rekja megi að meira eða minna leyti til töku barbítúrsýrusambanda. Við mat á slíkum dauðsföllum er knýjandi nauðsyn að beita aðferðum, er leyfa sem öruggasta greiningu á hinum ýmsu bar- bítúrsýrusamböndum. Sama gildir að sjálf- sögðu um barbítúrsýrueitranir yfirleitt. Þykir þannig hlýða að rekja fyrst grein- ingaraðferðir til nokkurrar hlítar, ekki sízt, þar eð við höfum orðið varir við tak- markaðan skilning manna á þessu atriði. AÐFERÐIR Ljósfallsmælingar í útfjólubláu Ijósi Barbítúrsýrusambönd hafa mikið ljós- fall (extinktíón) í útfiólubláu Ijósi við pH 10, en lítið við pH 2. Við pH 13 má *) Samkvæmt þeim upplýsingum. er fyrir ligg.ia úr Reykjavikur Apóteki og Lyfjaverzlun rikisins, er þó augljóst, r.ð langsamlega mest hefur verið notað af fenemali og mebúmali á undanförnum árum. Virðist svo sem fenemal hafi fyrst og fremst verið notað með tilliti til róunar og við meðferð á flogaveiki, en mebúmal með tilliti til svefns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.