Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 7

Læknablaðið - 01.08.1973, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 133 Þorkell Jóhannesson, Hrafnkell Stefánsson og Ólafur Bjarnason DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM BARBÍTORSYRUSAMBANDA Sjötíu ár eru nú liðin frá því Fischer & von Mering birtu hina skilmerkilegu rit- gerð sína (Ueber eine neue Klasse von Schlafmitteln) um rannsóknir á 5,5- tvíalkýlskeyttum afbrigðum hins hring- laga sambands malónsýru og þvagefnis, er síðar nefndist barbítúrsýra.11 Á grund- velli bessara rannsókna mæltu þeir með 5,5-tvíetýlbarbítúrsýru, er hér á landi og á Norðurlöndum nefnist díemal. Lyf þetta var sett á markað þegar árið 1903 (Veron- al, Merck), en síðan hafa tugir barbítúr- sýrusambanda verið notaðir áratugum saman í miklu magni í lækningaskyni. Fá- um mánuðum eftir að Fischer & von Mering birtu ritgerð sína, var skýrt frá á prenti fyrstu Veronaleitrun, er sögur fara af.15 Eitrun þessi leiddi þó ekki til dauða. Hér var hins vegar ekki ein báran stök, því að tæpast eiga önnur lyf sök á fleiri mannslífum á Vesturlöndum og aukaverk- unum á lifendum en einmitt barbítúrsýru- sambönd og önnur svefnlyf, sbr. hina viða- miklu greinargerð eftir Pohlisch & Panse frá 1934.31 Fyrstu dauðsföllum af völdum barbítúrsýrusambanda, sem okkur er kunnugt um hér á landi, var lýst árið 1917. Var um tvö dauðsföll að ræða af völdum díemals.33 Tíðni dauðsfalla óx að miklum mun eftir lok síðari heimsstyrjaldar,5 7 19 og í Banda- ríkjunum einum er nú talið, að að minnsta kosti 3000 menn látist árlega úr barbítúr- sýrueitrun.34 Á árunum um og eftir 1950 var endanlega staðfest, að ávani og fíkn myndast í barbítúrsýrusambönd og lífs- hættuleg fráhvarfseinkenni geta komið fyrir, er töku lyfjanna er hætt.14 Á síðustu árum hafa menn þótzt sjá sérstaka mynd barbítúrsýruávana,40 en aðrir hafa lagt áherzlu á „blandaða misnotkun" áfengis og barbítúrsýrusambanda8 og annarra lyfja og efna30 og vaxandi vandamál í þessu sambandi, ekki sízt hjá ungu fólki.34 36 Frá læknisfræðilegu sjónarmiði er þó vafalaust uggvænlegast, hversu lækningaskammtar barbítúrsýrusambanda (sama gildir raunar einnig í stórum drátt- um um mepróbamat og benzódíazepín- sambönd) geta truflað svefnmynztrið og þannig leitt til óeðlilegs svefns, bæði með- an lyfin eru tekin og eins eftir að töku er hætt.10 Lítið er vitað tölulega um neyzlu bar- bítúrsýrusambanda hér*) og lítið hefur verið ritað um tíðni alvarlegra aukaverk- ana og dauðsfalla af völdum heirra hér á landi. Þykir því rétt að birta á prenti nokkrar athuganir og niðurstöðutölur rannsókna, er gerðar hafa verið á um það bil fjórum tugum dauðsfalla, er við höf- um fjallað um á síðustu árum og ætla má, að rekja megi að meira eða minna leyti til töku barbítúrsýrusambanda. Við mat á slíkum dauðsföllum er knýjandi nauðsyn að beita aðferðum, er leyfa sem öruggasta greiningu á hinum ýmsu bar- bítúrsýrusamböndum. Sama gildir að sjálf- sögðu um barbítúrsýrueitranir yfirleitt. Þykir þannig hlýða að rekja fyrst grein- ingaraðferðir til nokkurrar hlítar, ekki sízt, þar eð við höfum orðið varir við tak- markaðan skilning manna á þessu atriði. AÐFERÐIR Ljósfallsmælingar í útfjólubláu Ijósi Barbítúrsýrusambönd hafa mikið ljós- fall (extinktíón) í útfiólubláu Ijósi við pH 10, en lítið við pH 2. Við pH 13 má *) Samkvæmt þeim upplýsingum. er fyrir ligg.ia úr Reykjavikur Apóteki og Lyfjaverzlun rikisins, er þó augljóst, r.ð langsamlega mest hefur verið notað af fenemali og mebúmali á undanförnum árum. Virðist svo sem fenemal hafi fyrst og fremst verið notað með tilliti til róunar og við meðferð á flogaveiki, en mebúmal með tilliti til svefns.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.