Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 48
162
LÆKNABLAÐIÐ
fjarðar. Læknabústaðir, læknamóttökur,
sjúkraskýli og sjúkrahús hafa verið skoð-
uð og haldnir hafa verið fundir með lækn-
um og sveitarstjórnum. Þrír læknisbú-
staðir hafa ýmist verið dæmdir óhæfir
eða mjög illa fallnir til búsetu, auk þess
sem móttökuskilyrðum er víða mjög ábóta-
vant varðandi tækjaútbúnað og rými.
Margar læknamóttökur eru mjög illa bún-
ar nauðsynlegustu tækjum og hefur verið
óskað eftir, að undinn verði bráður bugur
að útvegun þessara tækja. í mörgum
sjúkrahúsum og sjúkraskýlum eru bú-
staðir lækna eða hjúkrunarfólks. Bent hef-
ur verið á, að í framtíðinni geti slíkt fyrir-
komulag alls ekki viðgengizt og nauðsyn-
legt sé, að starfsmannabústaðir verði
byggðir. Sveitarstjórnum hefur með bréfi
verið gert kunnugt, að erfitt muni vera
að fá lækna til búsetu, þar sem illa er
búið að þeim.
Mjög er misjafnt, hvernig sveitarstjórn-
ir hafa brugðizt við þessum tillögum, en
á nokkrum stöðum hafa verið gerðar rót-
tækar breytingar, bæði hvað snertir við-
gerðir á læknabústöðum, móttökum og út-
vegun nauðsynlegustu lækningatækja. Má
þar sér í lagi benda á Ólafsfjörð, Þingeyri
og Bolungavík. f sambandi við tækjaút-
búnað hefur verið stuðzt við staðal L.Í.,
sem birtist í Læknablaðinu 1972. Á Sauð-
árkróki, Blönduósi og Búðardal er yfir-
leitt vel búið að læknum. Ætlunin er að
vísitera Suðurland, Norðausturland og
Austurland í ágúst og fara síðan slíkar
ferðir á 2ja til 3ja ára fresti.