Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 18
14Ó LÆKNABLAÐIÐ 10-60 míkróg/ml.27 30 Ef litið er á mynd 4, sést, að hjá 10 einstaklingum (hópar I og II), sem þar eru taldir, var magn hlut- aðeigandi barbítúrsýrusambanda þannig ekki fjarri því, er búast má við eftir töku lyfjanna í lækningalegum skömmt- um. Sama gildir um þá fjóra einstaklinga í safninu, er tóku díemal eða fenemal (sbr. texta). Krufningaskýrslur gefa til kynna, að tveir þessara 14 einstaklinga heíðu getað látizt úr hjartabilun, þriðji vegna höfuðáverka og dauða þess fjórða mætti rekja til þess, að hann lagðist fyrir úti eftir að hafa tekið stóran skammt af fenemali í formi dufts (sbr. texta). Við krufningu á hinum 10 kom ekkert fram, er skýrt gæti andlót þeirra. í blóði og þvagi sex var hins vegar umtalsvert eða mikið magn alkóhóls (og hjá einum þeirra að auki umtalsvert magn af mepróbamati og díazepami). Hjá tveimur til viðbótar mátti staðfesta, að þeir hefðu tekið veru- legt magn lyfja (klóral, klórprómazín), er hafa slævandi verkun á miðtaugakerfið. Um þann níunda er vitað, að hann fékk slævandi lyf (klórprótixen) í fullum lækningalegum skömmtum auk díemals og sá tíundi var talinn hafa verið drykk- felldur. Sú spurning hlýtu.r því að vakna, hvort taka barbítúrsýrusambanda í lækn- ingalegum skömmtum geti í raun leitt til dauða, ef neytt er samtímis alkóhóls eða annarra lyfja með slævandi verkun á mið- taugakerfið? í hinni þekktu handbók Goodmans & Gilmans19 og mörgum öðrum handbókum og kennslubókum er að því vikið, að lyf með slævandi verkun á miðtaugakerfið hafi oftast samverkandi verkun. Þetta virðist einkum hafa verið rannsakað og tilraunalega staðfest í mönnum og dýrum að því, er varðar samverkun alkóhóls og barbítúrsýrusambanda, án þess þó, að vit- að sé í hverju samverkunin er nánar fólg- in 20 29 32 Hvernig svo sem skýra ber sam- verkun alkóhóls og barbítúrsýrusambanda, er ljóst, að hér er um að ræða veigamikið atriði í réttarefnafræði. Þannig telja Bonnichsen et al.,2 að alkóhólmagn í blóði, er nemur 0,5%c, geti lækkað banvænt magn mebúmals og pentýmals í blóði um a. m. k. 10 míkróg/ml. Bogan & Smith1 taka ár- inni enn dýpra í og telja, að við banvænar barbítúrsýrueitranir sé magn barbítúr- sýrusambanda í blóði helmingi minna, ef alkóhól er einnig til staðar. Þegar allir málavextir eru athugaðir, verður að telj ast líklegt, að hér sé skýringar að leita á dauða 9 eða 10 einstaklinga í safni okkar. Verður þannig ekki hjá því komizt að svara játandi þeirri spurningu, sem varp- að er fram hér að framan. Um að minnsta kosti 9 einstaklinga í hópum III-VII er vitað, að þeir tóku mik- ið magn af barbítúrsýrusamböndum skömmu íyrir andlátið ýmist með eða án áfengis. í þessu sambandi eru 2 tilfelli at- hyglisverð. Annar tók 4,0 g af mebúmali án áfengis og lokaði sig sinni á gistiher- bergi (hópur IV). Var hér samkvæmt gögnum málsins um óvanalega einsýnt sjálfsmorðstilfelli að ræða. Hinn hafði að öllum likindum tekið 1,3 g af mebúmali skömmu fyrir andlátið einnig án áfengis (hópur III). Verður þannig ekki komizt hjá því að álykta, að einungis um það bil sjöfaldur svefnskammtur (fullur) af mebúmali geti leitt til dauða. Mætti þetta vera læknum íhugunarefni. Um eina 7 einstaklinga í hópum III-VII er vitað, að þeir höfðu notað (og misnotað) róandi lyf og svefnlyf í mörg ár. Upplýs- ingar um a. m. k. einn þeirra benda til þess, að hann hafi ungur komizt upp á lag með að nota mebúmal sem vímugjafa, unz hann tók 10-12 töflur (1,0-1,2 g) í senn (hópur V). Er hér gott dæmi um ávana og fíkn í barbítúrsýrusambönd., í þessu sambandi ber að minnast þess, að þol gegn dauðlegri verkun barbítúrsýrusambanda er lítið sem ekkert miðað við þol, er myndast gegn vímu eftir töku þessara lyfja. Lítil aukning í dagskammti (0,1- 0,2 g) umfram venjulegt magn getur þann- ig stundum leitt til alvarlegrar eitrunar eða dauða og ekki sízt, ef áfengis er neytt samtímis.9 Er af þeim sökum oft erfitt að gera sér grein fyrir, hvort tiltekið dauðsfall hafi orðið fyrir viljandi verknað eða óviljandi. Whitlock40 hefur nýlega birt athyglis- verða ritgerð, er hann nefnir: ,;The syn- drome of barbiturate dependence", þar sem hann rekur ávana og fíkn í þessi lyf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.