Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 34
152 LÆKNABLAÐIÐ endurtekin nokkru eftir uppskurðinn. Engir æðagúlpar sáust á heilaæðum. Löm- unin hvarf, en síðan hefur sjúklingur ver- ið flogaveikur og er á lyfjameðferð. Á síð- ustu árurn hefur hann fengið alltíðar blcð- nasir, en hefur þó aldrei verið blóðlítill. Hinn 24/1 1972 var Hgb. 14 gr%. Hann hefur telangiectasiur á vörum og undir nöglum. Lungnamynd 24/1/72 benti eklci til av-fistla. VIII, 12, f. 1949. Fær stundum blóð'nas- ir, en þær eru ekki vandamál. Hún tók eftir æðagúlum á handleggjum fyrir um það bil þremur árum og veitti því einnig athygli, að þeir urðu meira áberandi og fjölgaði um meðgöngutíma. Hinn 21/11/71 var Hgb. 11 gr%. Hún hefur fáeina æða- gúla á vörum, handleggjum og fingrum. VIII, 13, f. 1953. Fær oft blóðnasir. í nóvember 1971 fundust nokkrir æðagúlar á vörum og handleggjum. Hinn 21/11/71 var Hgb. 7,4 gr%, og blóðstrok sýndi mikla hypochromiu. Hgb. 11/2/72 var 8,3 gr%. Hefur ekki sinnt að taka járn- lyf reglulega. VIII, 14, f. 1952. Verulega fór að bera á blóðnösum, þegar hann var 14 ára gam- all, og hefur hann leitað læknis vegna þeirra. Við skoðun í júní 1972 fundust nokkrir æðagúlar á vörum, bringu og baki. VIII, 21, f. 1932. Fær iðulega blóðnasir. Hann hefur þó aldrei þjáðst af blóðleysi, enda sólginn í innmat. Árið 1968 fékk hann biöðrubólgu, og fannst þá gröftur og blóð í þvagi. Blöðruspeglun á Land- spítala sama ár var neikvæð. Röntgen- mynd af lungum var þá einnig neikvæð. Við skoðun í júní 1972 fannst fjöldi æða- gúla í andliti, á vörum, í nefi og undir nöglum. Við hlustun heyrðist gróft sög- unarkennt óhljóð yfir vinstri bringubeins- rönd. og út að fremri axlarlínu. Ohljóðið jókst við andartak Miillers, en hvarf nær alveg við andartak Valsalva. UMRÆÐUR Erfðir. Gúlagrúi erfist ríkjandi og hef- ur verið greindur í stórum ættum, þar sem sjúkdómurinn er rakinn í fimm til sex ættliði.1 3 0 7 17 33 Sjúkdómurinn kemur fram jafnt hjá báðum kynjum, og búast má við, að helmingur afkomenda sjúkl- ings með gúlagrúa erfi sjúkdóminn. Dolo- witz lýsti ætt mormóna nokkurs, sem átti fjórar konur, og kom gúlagrúi fram í niðj- um allra kvennanna. Af 170 niðjum höfðu 83 gúlagrúa.17 Hodgson rannsakaði ætt með gúlagrúa og greindi sjúkdóminn hjá 91 af 231 einstaklingi eða í 39,4% ættar- innar.33 Stecker greindi frá 102 einstakl- ingum og fékkst jákvæð ættarsaga í 86%, og var hún staðfest með skoðun í 79% tilfella.04 Þegar ættarsaga fékkst ekki fram, gerði Fitz-Hugh ráð fyrir atavisma, en Harrison telur, að hann eigi sér ekki stað.19 30 Líklegt verður að telja, að sjúk- dómurinn geti verið svo vægur, að hann verði ekki greindur í öllum ættliðum. Erfitt er að greina gúlagrúa hjá börnum, þar sem æðagúlar eru lítt áberandi fyrstu áratugina. Aðeins einum sjúklingi hefur verið lýst, sem var talinn vera homozygot, en það var barn, sem Snyder og Doan greindu frá árið 1944.03 Árið 1950 töldu Garland og Anning saman úr læknaritum 244 ættir og fjölskyldur með þennan sjúk- dóm og bættu sjálfir við 23 fjölskyld- um.23 24 Aðeins tveir einstaklingar þeirrar ættar, sem hér er skýrt frá, gerðu sér grein fyrir, að nefblæðingar voru ættarfylgja þeirra. Vefjabreytingar. Við skoðun á sjúklingi með gúlagrúa sjást útvíkkaðar háræðar sem rauðir dílar á húð og slímhúðum. Dílarnir eru 1-3 mm í þvermál, og enn stærri blettum hefur verið lýst. Dílarnir eru algengastir á vörum, tungu, fingur- gómum, undir nöglum og í slímhúð munns og nefs. Þeir sjást þó einnig á handleggj- um og búk, í andliti og við speglun á koki, maga og ristli. Einnig hafa þeir sézt í yfir- borði ýmissa innri líffæra. Æðagúlar þess- ir eru taldir vera útvíkkun á háræðum og fráliggjandi bláæð. Margar slíkar gúlp- andi æðar geta myndað æðaflækjur, eink- um í lungum, svo að skútagúlar (cavern- ösar telangiectasiur) myndast. Blóðið streymir þá án verulegrar mótstöðu frá slagæð yfir í bláæð um æðaflækjuna og verður bá skammhlaup. Þetta er venju- lega kallað av-fistill (arteriovenös fistill), en þessu heiti hefur verið andmælt, þar sem það gefur til kynna samgang milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.