Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 36
154 LÆKNABLADIÐ 98% sjúklinga með gúlagrúa.K0 Hafa skal sjúkdóm þennan í huga, þegar fullorðið fólk fær sífelldar blóðnasir. Endurteknar nefblæðingar eru tíður kvilli hjá börnum, en sjaldnast hægt að rekja þær til gúla- grúa. Blóðnasir geta valdið alvarleg- um blóðmissi. Margvíslegri meðferð hefur hefur verið beitt með misjöfnum árangri, en í aðalatriðum má segja, að meðíerð sé hin sama og við blcðnösum af öðrum or- sökum. Ýmiss konar þrýstingsumbúðir eru notaðar, brennt er fyrir blæðingarstað með rafmagni, silfurnitrati og jafnvel radíum, og tilraunir hafa verið gerðar með úðun adrenalíns og thrombins. Stundum verður að grípa til þess að undirbinda slagæðar, gera skurðaðgerðir á neískipt cg neföðum og framkvæma húðflutning á þær.38 04 Langvarandi notkun mýkjandi smyrsla hindrar mikla hrúðurmyndun, svo að sjaldnar blæðir. Af kerfisbundinni með- ferð má nefna K, C og P fjörvagjaíir, sem venjulega bera þó ekki verulegan árangur. Einhver athyglisverðasta meðferðin er kerfisbundin notkun östrogenvaka í stór- um skömmtum. Koch veitti því athygli, að nefblæðingar voru mestar hjá konum um tíðir, eftir töku eggjastokka og eítir tíðalok. í öllum þessum tilvikum er östrogenmagn í blóði lágt. Hann gaf bæði körlum og konum östrogenvaka í stórurn skömmtum, og dró þá mjög úr neíblæð- ingum. Ennfremur virtist honum æðagúl- ar í nefslímhúð minnka við þessa með- ferð.30 Síðar gaf Harrison naggrísum stóra östrogen skammta, og við smásjárskoðun kom í ljós, að bifháraþekja nefsins hafði breytzt í marglaga flöguþekju. Sýndi hann fram á sams konar breytingar hjá sjúkl- ingum með gúlagrúa, sem fengu daglega 0,25-1 mg af ethinyl östradioli, og sam- fara þessu stórminnkuðu nefblæfðingar. Harrison taldi, að östrogen í þessum skömmtum hefði ekki áhrif á stærð æða- gúla og bessi meðferð væri árangurslaus, þegar blæðingarstaður er annars staðar en í nefi. Hann taldi, að flöguþekja gæfi smáum æðum meiri hlífð en stuðlaþekja.30 Aðrar verkanir cg aukaverkanir östrogenvaka takmarka notagildi meðferðarinnar, ssr- lega þegar karlmenn eiga í hlut, en Koch taldi sig komast hjá þessum vandkvæð- um að nokkru leyti með því að gefa methyltestosterone með ethinylestrodioli. Rétt er að ítreka, að gefa verður östrogen í stórum skömmtum, til þess að árangur náist, og mun meira en getnaðarvarnarly f innihalda. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að taka getnaðarvarnalyfja geti vald- ið aukningu æðagúla og nefblæðinga.57 Hitt hefur og verið lengi vitað, að þessi einkenni vaxa gjarnan um meðgöngutím- ann, og VIII, 12 veitti því einmitt athygli, að æðagúlar urðu meira áberandi, er hún var þunguð.31 Meiriháttar blæðing frá meltingarvegi er eitt af alvarlegustu einkennum gúla- grúa. Blæðingarstaður getur verið hvar sem er, en þó er blæðinga frá vélinda sjaldan getið. Smith greindi frá miklum blæðingum frá meltingarvegi í 21 sjúkl- ingi með gúlagrúa. Hann leggur áherzlu á, hve erfitt getur verið að finna æðaút- víkkanir, bæði við maga- og ristilspeglun og við skurðaðgerðir á kviðarhcli, einkum eftir nýafstaðnar blæðingar, þar sem æða- gúlar hverfa auðveldlega á milli slímhúð- arfellinga.01 Blæðingar geta komið frá meltingargangi, án bess að sjúklingar hafi nefblæðingar, en þeir hafa þá urmul af æðagúlum útvortis og/eða ættarsögu.12 60 00 72 Gúlagrúi skal ávallt hafður í huga, þeg- ar um er að ræða blæðingar frá meltingar- vegi af óskýrðum uppruna, en greining verður mjög erfið, þegar einstaka æða- útvíkkanir sjást við speglun á vélinda, maga, endaþarmi eða ristli hiá sjúklingi, sem hvorki hefur neíblæðingar né ættar- sögu. Rétt sjúkdómsgreining er mjög mikilvæg, þar sem skurðaðgerðir á maga, smáþörmum og ristli eru taldar gagnslitlar hjá þessum sjúklingum. Smith greinir frá 10 sjúklingum með umræddan sjúkdóm, sem kviðarholsaðgerðir voru framkvæmdar á 16 sinnum vegna blæð- inga, og hættu blæðingar aðeins hjá ein- um. Fjórir af þessum tíu höfðu skeifu- garnarsár, og blæðingar frá meltingarvegi héldu áfram hjá þeim öllum.61 Róttækum skurðaðgerðum vegna blæðinga frá melt- ingarvegi hjá sjúklingum með gúlagrúa hefur þó verið lýst og viðunandi árangur náðst, en slíkt heyrir til undantekn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.