Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐiÐ 175 FRÁ FÉLAGI ÍSLENZKRA LÆKNA I BRETLANDI Hinn 14. febrúar s.l. var haldinn fund- ur að frumkvæði F.Í.L.B. í sendiráði ís- lands í London með ráðherra heilbrigðis- mála og tryggingamála, Magnúsi Kjart- anssyni, og Páli Sigurðssyni ráðuneytis- stjóra. Ellefu félagsmenn voru mættir til fundarins víðsvegar af Bretlandseyjum. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst upplýsingamiðlun og skoðanaskipti um heilbrigðismál í formi stuttra framsögu- erinda byggðra á samþykktum félagsins og voru þau síðan rædd. í upphafi fundar var gerð stutt grein fyrir sumu því, sem F.Í.L.B. vildi leggja áherzlu á, að betur mætti fara í íslenzkri heilbrigðisþjónustu, svo sem stofnun heilsugæzlustöðva í þéttbýli og dreifbýli, eflingu göngudeilda og rannsóknadeilda, verkaskiptingu sjúkrahúsa og stofnun framhaldsnámsdeildar á íslandi. Síðan voru ræddar tillögur F.Í.L.B. til úrbóta. STOFNTJN HEILSUGÆZLUSTÖÐVA í ÞÉTTBÝLI OG DREIFBÝLI F.f.L.B. telur þetta vera brýnasta úr- lausnarefni íslenzkra heilbrigðismála og fagnar framkomnu frumvarpi um þessi mál. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að ríki og sveitarfélög reisi þessar stöðvar, en F.f.L.B. vill ganga lengra og leggja til að stöðvarnar verði einnig reknar fjár- hagslega af þessum sömu aðilum. Læknar taki fastalaun sín frá stöðvunum. svipað og nú gerist með s.júkrahúslækna. Stöðv- arnar þurfa að njóta töluverðrar sjálf- stjórnar og tryggja þarf ítök lækna og heilbrigðisstarfsfólks í stjórnun þeirra. Nánum tengslum þarf að koma á milli heilsugæzlustöðva og sjúkrahúsa með gagnkvæmum upplýsingum um sjúklinga og heimsóknum sérfræðinga á heilsu- gæzlustöðvar. Lögð var áherzla á mennt- un og nýliðun starfsfólks í stoðgreinum við stofnun heilsugæzlustöðva. Kom fram hugmynd um að stofna skóla, sem hefði það meginhlutverk að mennta heilbrigðis- starfsfólk. Ráðherra sagði, að nauðsynlegt væri að líta á heilbrigðisþjónustuna sem eina heild, og að allar stéttir, sem vinna að þessum málum, yrðu að hafa sem nánast samstarf. Hann ræddi einnig markmið heilbrigðisþjónustu, sem beindist ekki síður að því að bæta líðan heilbrigðra en að lækka dánartölu af mannskæðum sjúk- dómum og hlynna að sjúkum. GÖNGUDEILDIR F.Í.L.B. telur, að opna eigi göngudeildir við sjúkrahús, þannig að öll sú rann- sóknar- og sérfræðiþjónusta, sem hægt er að veita á hverjum stað, sé opin heimilis- læknum og heilsugæzlustöðvum, án þess að til innlagningar þurfi að koma. Ætla mætti, að þetta myndi sníða af ýmsa agnúa, sem eru á núverandi kerfi. Fækka mætti innlögnum verulega, stytta legu- tíma og þannig jafnframt biðlista. Efl- ing heilsugæzlustöðva og útvíkkun göngu- deilda myndi smám saman leiða til þess, að núverandi einyrkjalækningar heimilis- lækna og sérfræðinga drægjust saman. Þess í stað flytjist þessi starfsemi inn á heilsugæzlustöðvar og göngudeildir. Flytja mætti sérfræðiþjónustu þéttbýlisins bet- ur til landsbyggðarinnar með reglulegum heimsóknum, og var bent á starfsemi augnlækna á undanförnum árum í því sambandi. Ráðherra og ráðuneytisstjóri voru mjög hlynntir stofnun göngudeilda og bentu í því sambandi á sykursýkisdeild, sem stofnuð verður við Landspítalann, mót- tökudeild við fyrirhugaða geðdeild á Landspítalalóðinni og svipaða aðstöðu í hinni nýju fæðingadeild. Er ljóst, að komi til samvinna læknasamtakanna, verður ekkert til fyrirstöðu stofnunar opinna göngudeilda. Ráðuneytisstjóri skýrði frá könnun um legurúmaþörf, sem Kjartan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.