Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
139
krufningu kom í ljós höfuðkúpubrot og
blæðing undir yztu heilahimnu. Magn
fenemals í blóði var 13 míkróg/ml. Magn
alkóhóls í blóði var 0,66%c og í þvagi
l,07%o. Annar fannst látinn á víðavangi
og bendir allt til þess, að maðurinn haíi
tekið stóran skammt af fenemali í formi
dufts og síðan lagzt fyrir og orðið úti.
Magn fenemals í blóði var 34 míkróg/ml.
Alkóhól var hins vegar ekki í mælan-
legu magni í blóði eða þvagi mannsins.
Þriðji fannst látinn og var talið, að hann
hefði verið ölvaður. í fórum hans fundust
umbúðir utan um lyf, sem m. a. inniheldur
íenemal, svo og glös, sem merkt voru
mepróbamati og díazepami. Magn alkóhóls
í blóði var 0,51%CC og í þvagi 1,46%C. Magn
fenemals í blóði var 8 míkróg/ml, magn
mepróbamats ca. 30 míkróg/ml og magn
díazepams ca. 1 míkróg/ml. Fjórði lézt
stuttu eftir komu í spítala. Hlutaðeigandi
hafði fengið díemal og klórprótixen í full-
um lækningalegum skömmtum. Magn
díemals í blóði var 13 míkróg/ml.
UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR
í hinni viðamiklu ritgerð um réttar-
efnafræðilegar rannsóknir á barbítúrsýru-
dauðsföllum taldist Bonnichsen et al.2 til,
að magn eftirtalinna barbítúrsýrusam-
banda í blóði hefði að meðaltali verið i
safni þeirra sem hér segir (fjöldi tilvika
í svigum): Allýprópýmal 50 míkróg/ml
(9), fenemal 105 míkróg/ml (12), mebú-
mal 28 míkróg/ml (10) og pentýmal 27
míkróg/ml (53). Tölugildi þessi varðandi
allýprópýmal, mebúmal og pentýmal
koma vel heim við hópa V, VI og VII í
safni okkar (sbr. mynd 4). í hópum þess-
um eru samtals 12 einstaklingar. Ekkert
kom fram við krufningu, er beinlínis gæti
skýrt dauða þeirra. Einkenni frá öndunar-
vegi (berkjubólga, berkjulungnabólga,
lungnabólga), sem er algengt, að sjáist við
slíkar krufningar, ber vafalaust í flestum
tilvikum frekast að skoða sem afleiðingu
af eitruninni. Á grundvelli þeirra upp-
lýsinga, er fyrir liggja, og með tilliti til
niðurstöðutalna barbítúrsýruákvarðana, er
þannig yfrið líklegt, að rekja megi dauða
þessara einstaklinga til töku allýprópý-
mals, mebúmals eða pentýmals, enda þótt
neyzla áfengis hafi verið meðverkandi or-
sök dauða í sumum tilvikum.
Fisher12 benti á, að búast mætti við
því, að menn væru í dái eftir töku mebú-
mals eða pentýmals, ef magn þessara lyfja
í blóði væri á bilinu 10-32 míkróg/ml.
Brcughton et al.5 komust að þeirri niður-
stöðu, að við mebúmaleitrun röknuðu
menn úr dái og kæmust til meðvitundar,
þegar magn mebúmals í blóði væri á bil-
inu 10-20 míkróg/ml, og á bilinu 17-42
míkróg/ml við pentýmaleitrun. Lous^
birti mjög svipuð gildi varðandi allý-
própýmaleitrun (18-40 míkróg/ml). GiII-
ett & Warburton10 bentu síðar á, að bar-
bítúrsýrueitrun leiddi yfirleitt til dauða,
ef magn barbíúrsýrusambanda í blóði væri
umfram tiltekið lágmark, er nægði til þess
að koma mönnum í dá, og engri meðferð
yrði við komið þeim til hjálpar. Væri
þannig viðbúið, að magn barbítúrsýru-
sambanda í blóði gæti verið ærið breyti-
legt eftir atvikum við banvænar eitranir,
enda þótt vafalaust væri, að dauða mætti
beinlínis rekja til töku þessara lyfja. í
safni þeirra sjálfra eru þannig banvænar
mebúmaleitranir, þar sem magn í blóði
var á bilinu 12-15 míkróg/ml. í safni okk-
ar virðist mega ætla, að einstaklingar í
hópum III og IV (mynd 4) falli hér undir.
Allar upplýsingar varðandi þessa 13 ein-
staklinga benda og eindregið til þess, að
dauða þeirra megi rekja til töku barbítúr-
sýrusambanda. Eitrunin hefur hins vegar
vafalaust verið vægari en hjá fyrrnefnd-
um einstaklingum í hópum IV-VII og horf-
ur þeirra verið betri, ef þeir hefðu komizt
til læknismeðferðar í tæka tíð.
Ástæða er til þess að ætla, að eftir töku
einstakra, stórra lækningalegra skammta
(0,2 g) af allýprópýmali, mebúmali eða
pentýmali fari magn þeirra í blóði ekki
yfir 4 míkróg/ml21 35 og sé á bilinu 20-30
míkróg/ml eftir töku stórra lækningalegra
skammta (1-5 g) af díemali.20 Við töku
lækningalegra skammta þessara lyfja til
lengdar má ætla, að magn þeirra í blóði
geti verið allt að því helmingi meira. Um
þetta atriði virðist þó skorta allar heimild-
ir. Um sjúklinga með flogaveiki, sem með-
höndlaðir eru með fenemali, er vitað, að
magn lyfsins í blóði getur verið á bilinu