Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 30
148 LÆKNABLAÐIÐ lýsti smásæjum vefjabreytingum í æð- um.:s EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Propositus, VII, 21 (sjá teikningu) var lögð inn á Borgarspítalann í ágúst 1971, en Rendu-Osler-Weber sjúkdóm- ur hafði verið greindur hjá henni fyrr á árinu af Halldóri Steinsen á Landakotsspítala. Við nánari eftirgrennsl- an og skoðun var gúlagrúi greindur hjá níu nánum ættingjum hennar. Af þessum níu voru sex skoðaðir. Um einn sjúkling, VII, 22, fengust nákvæmar upplýsingar hjá ættingjum og eiginmanni og hjá VI, 9 hafði sjúkdómurinn verið greindur á Landakotsspítala árið 1955. Allir þessir sjúklingar fullnægja skilmerkjunum: a) nefblæðingar, b) mergð æðagúla og c) ættarsaga. Auk þess má telja óyggjandi, að VI, 11 hafi haft gúlagrúa, þar sem bæði systir hennar og tvær dætur höfðu sjúkdóminn. V, 3 er ekki talin með, en mjög sterkar líkur benda til þess, að hún hafi haft gúlagrúa. Hún ól fjögur börn og höfðu tvö þeirra gúlagrúa, en maki hennar, V, 2, kvæntist aftur eftir andlát hennar og eignaðist með seinni konu sinni átta börn, VI, 1-8, og ekkert þeirra erfði sjúkdóminn, að því er séð verður. Ná- kvæmar upplýsingar hafa fengizt um þau öll og um 65 afkomendur þeirra. Allir ofantaldir sjúklingar með gúla- grúa eru afkomendur V, 3, en forfeður hennar bjuggu öldum saman í Landeyj- um. Þegar athugun á ættlegg V, 3 var komin nokkuð áleiðis, höfðu höfundar spurnir af VII, 25. Hann hefur gúlagrúa, og var sjúkdómurinn fyrst gréindur af læknum Landspítalans árið 1947. Athugun á ættingjum og niðjum hans var þá gerð, og réyndist annar tví- burasona hans hafa sjúkdóminn, og full- nægja því feðgarnir skilmerkjum , fyrir greiningu. Ekki varð sjúkdómurinn greindur með vissu hjá öðrum ættingjum þeirra. VII, 25 býr í Landeyjum og er Land- eyingur að langfeðgatali. Þótti því lík- legt, að V, 3 og VII, 25 væru skyld. Voru ættir þeirra raktar nákvæmlega og komu þær saman í 6. lið frá VII, 25 og 4. lið frá V, 3. Ætt eiginmanns V, 3 (V, 2) var einnig rakin jafnlangt aftur og kom ekki fram neinn skyldleiki við VII, 25. Allir sjúklingar, sem hér er greint frá, teljast til sömu ættar, og er ekki ósenni- legt, að sami arfstofn (gen) valdi sjúk- dómnum í báðum ættleggjum. Almenn líkamsskoðun var gerð á 48 manns, og ýtarlegar upplýsingar fengust um nánustu ættingja þeirra, einkum með tilliti til blóðnasa og annarra blæðinga (ættliðir VI-IX). SJÚKRASÖGUR V, 3, f. 1852. Dó 28 ára gömul. Nær óyggjandi líkur íyrir því, að hún hafi haft gúlagrúa, þótt ekki fengist saga um blóðnasir. VI, 9, f. 1877. Fékk tíðar blóðnasir án áverka, og var nefslímhúð margsinnis brennd. Blóðlítil eftir fimmtugt. Rendu- Osler-Weber siúkdómur greindur á Landa- kotsspítala 1955 af Óskari Þórðarsyni. Hafði blæðingar frá meltingarvegi 1957. Tók stöðugt járnlyf og fékk nokkrar blóð- gjafir. Dó úr lungnakrabbameini (oat cell), 79 ára gömul- VI, 11, f. 1879. Var lengst af heldur lítilfjörleg. Veiktist meðan hún gekk með VII, 21 og missti málið um tíma. Fékk spænsku veikina 1918 og upp úr því berkla og dó á Vífilsstöðum 1920. Hafði blóðhráka, en blóðnasa er ekki getið í sjúkraskrám Vífilsstaða. VII, 15, f. 1904. Er vélstjóri að atvinnu. Eftir tvítugt fór að bera á blóðnösum; hafa þær orðið tíðari með aldrinum, og fær hann nú blóðnasir næstum daglega. Sjaldan blæðir þó mikið í einu. Notar stöðugt mýkjandi smyrsl í nefið,'og nokkr- um sinnum hefur verið brennt fyrir blæð- ingarstað. Aragnii æðagúla í andliti, á vörum, tungu, fingurgómum og undir nöglum. Hgb. 25/8/72 var 11,5 gr%. Eftir rúmlega mánaðarjárntöku 5/10/72 var það 13,5 gr%. VII, 21, f. 1912. Hefur haft blóðnasir frá því hún man fyrst eftir sér, en veru- lega fór að bera á þeim eftir þrítugt. Blóð- leysi var fyrst greint árið 1943, og fékk hún þá blóðgjafir á Landspítalanum. Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.