Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
155
inga.1318 Þess ber að geta, að gúlagrúi
hindrar ekki skurðaðgerðir, sem gera þarf
af öðrum ástæðum. Av-fistlar sjást stund-
um í meltingarfærum við æðamyndatöku.
Þeir geta valdið miklum og endurteknum
blæðingum.13 28
VII, 25 hafði blæðingar frá meltingar-
vegi, sem leiddu til resectio ventriculi,
þegar hann var 53ja ára. Blæðingar frá
meltingarvegi eru stöðugt vandamál, eins
og lýst er í sjúkrasögu.
Blóðleysi í gúlagrúa er meðhöndlað á
venjulegan hátt með blóðgjöfum og járn-
töku. Mörgum sjúklingum nægir að taka
járn eða fá járninnspýtingar reglulega til
þess að koma í veg fyrir blóðleysi.
Blóðmiga er mjög sjaldgæf í gúlagrúa
og var fyrst lýst 1928.\21 VII, 21 hefur
annað veifið blóðmigu, oftast smásæja, en
stundum er þvag blóðlitað.
Av-fistlar í lungum eru algengir hjá
gúlagrúasjúklingum. Eins og lýst er í
sjúkrasögum, heyrist óhljóð líkast sögun-
arhljóði við hlustun hjá VII, 21 og VIII,
21. Styrkleiki þess minnkar við útöndun,
en eykst við djúpa innöndun. Það er hæst
í lok systolu og byrjun diastolu. Röntgen-
myndir af lungum leiddu þó ekki í ljós
av-fistla, og ekkert kom fram við Miillers
andartak í skyggningu hjá VII, 21. (Andar-
tak Mullers: Andað er frá sér og síðan
reynt að anda að sér með lokuðu barka-
kýli). Óhljóðið bendir til þess, að þau
hafi lítinn av-fistil í lunga, en yfir slík-
um fistlum heyrist óhljóð, eins og lýst er
að ofan. Það hækkar við andartak Múll-
ers, en lækkar við andartak Valsalva.
Hodgson fann 14 fistla í 91 sjúklingi, eða
í 15,4% tilfella.33 Rétt er að taka lungna-
mynd af öllum sjúklingum með gúlagrúa.
Einnig er nauðsynlegt að hafa þennan
sjúkdóm í huga, þegar av-fistill finnst í
lunga, því að Moyer fann út, að 78 sjúkl-
ingar af 220 með av-fistil í lunga höfðu
gúlagrúa.48
Av-fistill í lunga er oftast frá grein
lungnaslagæðar að grein lungnabláæðar,
og eru þær þá tengdar neti misvíðra æða.
Hér er því skammhlaup frá hægri til
vinstri, sem veldur lækkun á súrefnis-
mettun slagæðablóðs og hækkun á kol-
tvísýringi. Þessir sjúklingar fá því 1) blóð-
talnamergð, 2) bláma, 3) kylfufingur.
Hjartastækkun sést þó oftast ekki, því
að blóð rennur um rás, þar sem þrýsting-
ur er lágur og hjartað dælir ekki auknu
blóðmagni.33 48 Hjartastækkun getur þó
sézt, ef meiri hluti blóðmagns rennur um
fistilinn og súrefnismettun verður mjög
lítil.4 Skammhlaupi frá berkjuslagæð til
lungnabláæðar hefur einstaka sinnum ver-
ið lýst og jafnvel samfara skammhlaupi
frá lungnaslagæð að lungnabláæð.35 Stór-
ir fistlar sjást á röntgenmynd sem þéttur
skuggi, en minni fistlar sjást oft alls ekki
á venjulegum myndum.6 63 71 í lungna-
skyggningu stækka þessir skuggar við
andartak Múllers, en minnka við Val-
salva. Aðliggjandi og fráliggjandi æð get-
ur sézt á röntgenmynd, en stundum þarf
sneiðmyndir til að sýna þær.8 41 43 Æða-
myndataka getur verið nauðsynleg til þess
að greina fistla með vissu, og koma þá
gjarnan í ljós smærri fistlar, sem ekki
sjást á venjulegri lungnamynd, og jafnvel
mergð slíkra fistla.26 48 Fistlarnir eru al-
gengari í neðri hluta lungnanna.35
Nauðsynlegt er að framkvæma skurð-
aðgerð á öllum sjúklingum með verulegt
skammhlaup um lungnafistil og þeim ein-
kennum, er lýst er að ofan. Stundum reyn-
ist kleift að nema eingöngu á brott sjálf-
an fistilinn, en venjulega verður að skera
brott lungnablað, og fyrir kemur, að allt
lungað er tekið. Málið horfir öðruvísi við,
ef fistill eða fistlar valda engum einkenn-
um. Flestir hallast að því að láta þá eiga
sig, en aðrir vilja fjarlægja alla lungna-
fistla vegna hættunnar á heilaígerð.42
Skammvinnum einkennum frá mið-
taugakerfi er stundum lýst í gúlagrúa.
Þau eru höfuðverkur, svimi, rugl, dá, lam-
anir, slingur og taltruflanir.33 Oft verða
þessi einkenni ekki skýrð með vefrænum
breytingum í heila. Æðagúlar finnast að
vísu stundum í heila, en gefa í fæstum
tilfellum einkenni.8 Langvarandi einkenni
frá heila eiga ýmist rót sína að rekja til
skútagúla í heila eða eru fylgikvilli av-
fistla í lungum. Skútagúlum í heila hefur
verið lýst í örfáum tilfellum, og valda
þeir staðbundnum þrýstingseinkennum,
blóðrásartruflun eða blæðingu.9 32 54 Eins
og áður er greint frá, eru av-fistlar í lung-