Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
165
INNGANGUR
Við rannsókn sjúkdóma í brjóstholi,
eins og t. d. tumora í lungum og media-
stinum, systemsjúkdóma eins og lymfo-
granulomatosis benigna og maligna, getur
þurft að taka eitla í vefjarannsókn til
þess, í fyrsta lagi, að fá sjúkdómsgrein-
ingu, og, í öðru lagi, að gera sér grein
fyrir útbreiðslu. sjúkdómsins.
Áður fyrr gafst bezt að taka eitla í skoð-
un frá fossa supraclavicularis. Þegar þeir
finnast við þreifingu, er vandalítið að ná
þeim, en ef ekkert finnst, er vandinn ann-
ar og meiri. Árið 1949 mælti Daniels með
aðferð, sem kennd er við hann, en hún
er í því íólgin, að teknir eru eitlar og
fituvefur í horninu milli vena jugularis
interna og vena subclavia, en sýni frá
þessum stað gefa helzt til kynna, að sjúk-
legar breytingar séu komnar í eitla sam-
fara sjúkdómum í brjóstholi.
Þá var það árið 1959, að sænski lækn-
irinn Eric Carlens2 lýsti nýrri aðferð við
töku eitlasýna og hefur hún reynzt taka
eldri aðferðum svo mikið fram, að þær
eru nú að mestu úr sögunni, nema þegar
hægt er að finna eitla við þreifingu á áður-
nefndum stöðum.
Aðferð Carlens, sem nefnist mediastino-
scopi, er í því fólgin, að farið er með þar
til gerðan kíki niður í efra mediastinum
og á þann hátt skoðað og tekin sýni frá
æxlum og lymfueitlum á þessu svæði.
Eins og síðar er lýst, er einnig hægt
að þreifa með fingri töluvert langt niður
í efra mediastinum eftir stækkuðum eitl-
um, æxlum og því um líku.
LÍFFÆRAFRÆÐI
Eins og áður getur, er svæði það,
sem unnt er að spegla, efri hluti
mediastinum (mediastinum superior).
Svæði þetta takmarkast að ofanverðu
af apertura thoracis superior, en séð
frá hlið miðast það við línu, sem dreg-
in er frá efri brún manubrium sterni í
corpus á I. brjóstholshryggjarlið. Að neð-
an takmarkast það af línu, sem dregin er
frá horninu milli manubrium og corpus
sterni í neðri brún IV. brjóstholshryggjar-
liðar. Að framan eru takmörkin aftur-
flötur manubrium sterni, en að aftan
framhlið fjórðu efstu brjóstholshryggjar-
liða.
Því fer þó fjarri, að unnt sé að spegla
allan þennan hluta mediastinum. Nánar
tiltekið er einungis hægt að skoða svæðið
framan og til hliðar við trachea, upptök
aðalbronchi til hægra og vinstra lunga og
nckkuð niður fyrir bifurcation.
Til þess að geta framkvæmt þessa að-
ge.ð sómasamlega — og tiltölulega hættu-
lítið — þarf viðkomandi læknir að kunna
allvel skil á anatomiu mediastinum super-
icr, en bar eru hlutar eftirtalinna líffæra
til staðar: trachea, oesophagus, vena
anonyma dexter og sinister, efri hluti vena
cava superior, vena azygos, truncus
brachiocephalicus, arteria carotis comm-
unis sin. og upptökin á arteria subclavia
sin. (Sjá mynd 1 og 2). Af taugum á þessu
svæði má nefna nervi vagi, nervus re-
currens sin. og nervi phrenici. (Sjá mynd
3). Eitlasvæði, sem næst til við aðgerð-
ina, eru sýnd á mynd 4.
ÁHÖLD OG AÐFERÐ
Áhöld þau, sem notuð eru við aðgerð-
iná,1 eru hönnuð af Carlens 1959 og eru
framleidd af fyrirtækinu K. Storz í Þýzka-
landi. Helztu áhöldin eru sýnd á mynd
5, en þau eru sjálft skópið, sog, sem einn-
ig er hægt að nota til að brenna fyrir
æðar, dissectionstöng og töng til að taka
vefjasýni.
Aðgerðin er gerð í svæfingu með sjúkl-