Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 165 INNGANGUR Við rannsókn sjúkdóma í brjóstholi, eins og t. d. tumora í lungum og media- stinum, systemsjúkdóma eins og lymfo- granulomatosis benigna og maligna, getur þurft að taka eitla í vefjarannsókn til þess, í fyrsta lagi, að fá sjúkdómsgrein- ingu, og, í öðru lagi, að gera sér grein fyrir útbreiðslu. sjúkdómsins. Áður fyrr gafst bezt að taka eitla í skoð- un frá fossa supraclavicularis. Þegar þeir finnast við þreifingu, er vandalítið að ná þeim, en ef ekkert finnst, er vandinn ann- ar og meiri. Árið 1949 mælti Daniels með aðferð, sem kennd er við hann, en hún er í því íólgin, að teknir eru eitlar og fituvefur í horninu milli vena jugularis interna og vena subclavia, en sýni frá þessum stað gefa helzt til kynna, að sjúk- legar breytingar séu komnar í eitla sam- fara sjúkdómum í brjóstholi. Þá var það árið 1959, að sænski lækn- irinn Eric Carlens2 lýsti nýrri aðferð við töku eitlasýna og hefur hún reynzt taka eldri aðferðum svo mikið fram, að þær eru nú að mestu úr sögunni, nema þegar hægt er að finna eitla við þreifingu á áður- nefndum stöðum. Aðferð Carlens, sem nefnist mediastino- scopi, er í því fólgin, að farið er með þar til gerðan kíki niður í efra mediastinum og á þann hátt skoðað og tekin sýni frá æxlum og lymfueitlum á þessu svæði. Eins og síðar er lýst, er einnig hægt að þreifa með fingri töluvert langt niður í efra mediastinum eftir stækkuðum eitl- um, æxlum og því um líku. LÍFFÆRAFRÆÐI Eins og áður getur, er svæði það, sem unnt er að spegla, efri hluti mediastinum (mediastinum superior). Svæði þetta takmarkast að ofanverðu af apertura thoracis superior, en séð frá hlið miðast það við línu, sem dreg- in er frá efri brún manubrium sterni í corpus á I. brjóstholshryggjarlið. Að neð- an takmarkast það af línu, sem dregin er frá horninu milli manubrium og corpus sterni í neðri brún IV. brjóstholshryggjar- liðar. Að framan eru takmörkin aftur- flötur manubrium sterni, en að aftan framhlið fjórðu efstu brjóstholshryggjar- liða. Því fer þó fjarri, að unnt sé að spegla allan þennan hluta mediastinum. Nánar tiltekið er einungis hægt að skoða svæðið framan og til hliðar við trachea, upptök aðalbronchi til hægra og vinstra lunga og nckkuð niður fyrir bifurcation. Til þess að geta framkvæmt þessa að- ge.ð sómasamlega — og tiltölulega hættu- lítið — þarf viðkomandi læknir að kunna allvel skil á anatomiu mediastinum super- icr, en bar eru hlutar eftirtalinna líffæra til staðar: trachea, oesophagus, vena anonyma dexter og sinister, efri hluti vena cava superior, vena azygos, truncus brachiocephalicus, arteria carotis comm- unis sin. og upptökin á arteria subclavia sin. (Sjá mynd 1 og 2). Af taugum á þessu svæði má nefna nervi vagi, nervus re- currens sin. og nervi phrenici. (Sjá mynd 3). Eitlasvæði, sem næst til við aðgerð- ina, eru sýnd á mynd 4. ÁHÖLD OG AÐFERÐ Áhöld þau, sem notuð eru við aðgerð- iná,1 eru hönnuð af Carlens 1959 og eru framleidd af fyrirtækinu K. Storz í Þýzka- landi. Helztu áhöldin eru sýnd á mynd 5, en þau eru sjálft skópið, sog, sem einn- ig er hægt að nota til að brenna fyrir æðar, dissectionstöng og töng til að taka vefjasýni. Aðgerðin er gerð í svæfingu með sjúkl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.