Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 32

Læknablaðið - 01.08.1973, Qupperneq 32
150 LÆKNABLAÐIÐ svipað leyti komu fram einkenni um arthritis rheumatoides, sem heíur þjáð hana síðan og lagzt á flesta útlimaliði. Lá tvívegis á Heilsuverndarstöðinni 1959 og 1962 og var Hgb. 6,5 gr% í bæði skiptin, og fékk hún því blóðgjafir. Hefur síðast- liðin 30 ár stöðugt tekið járnlyf eða fengið járninnspýtingar, en auk þess fengið ýmis giktarlyf, svo sem aspirín, phenylbutazon, cortisonlyf, gull, indomethacin og malaríu- lyf. Lá á Landakotsspítala 1971 vegna hjartsláttaróreglu (tachycardia supra- ventricularis), hjartabilunar og blóðleysis (Hgb. 4,6 gr%). Rendu-Osler-Weber sjúk- dómur var þá greindur af Halldóri Stein- sen. Magaspeglun leiddi í ljós telangi- ectasiur (Ólafur Gunnlaugsson). í ágúst 1971 fékk hún krampaflog og var þá lögð inn á Borgarspítala. Skoðun við komu leiddi í ljós, að hún var rugluð, óróleg og með ranghugmyndir. Húðir og slímhúðir voru mjög fölar. Æðagúlar voru áber- andi í andliti, á vörum, gómbogum, nef- skipt, fingurgómum, handleggjum og und- ir nöglum. Rheumatoid noduli fundust á hnakka, framan við olnboga, framan á fótleggjum og í hægri hásin. Útbreiddar, langt gengnar breytingar, sérkennandi fyr- ir arthritis rheumatoides, voru bæði á grip- og ganglimum með ölnarsveigju á fingrum og byrjandi liðhlaupi í grunnlið- um fingra og fleiri liðum. Talsverð þykkn- un var á liðhimnu á báðum, hnjám ásamt auknum liðvökva og byrjandi beygju- kreppu. Var með 4 cm styttingu á vinstri ganglim (hafði lærbrotnað nokkrum ár- um áður og verið negld og styttingin af- leiðing af þessu slysi). Færni var skert að því marki, að hún gat annazt sjálf- bjargir að mjög litlu leyti og göngugeta nær engin. Broddsláttur hjarta sást og fannst utan við MCL í VI. i.c. bili. Hjart- sláttur var reglulegur 120 á mínútu. Greinilegur gallop rythmi heyrðist. Blóð- þrýstingur var 120/70 mm Hg. Lifrar- deyfaj var 17-18 cm í MCL og náði 12 cm niður fyrir hægri rifjaboga. Milta var áþreifanlegt 5 cm fyrir neðan vinstri rifja- boga. Nokkrum dögum eftir að hún var lögð inn á spítalann, er hjartsláttur var hægari, heyrðist við hlustun sögunar- óhljóð yfir neðri enda bringubeins. Styrk- leiki óhljóðsins jókst í innöndun, en rén- aði í útöndun. Rannsóknir: 18/8/71, Hgb. 9,3 gr%, blóðstrok sýndi mikla hypochromiu, ser- um járn 10 microgr.%, hv. blk. 7.900. Deilitalning: Stafir 4,5%, segment 85%, eos. 1,5%, bas. 1%, lymfo. 7%, mono. 1%. Kreatinin 0,7 gr%, fast. blóðsykur 84 mg%, thrombocytar 442 þús., blæðingar- tími 3 mínútur, storknunartími 4 mínútur, normotest 82%, fibrinogen 370 mg%. Hesspróf neikv. Alkaliskur fosfatasi 26, 1 K.A. ein. Bilirubin 0,8 mg%, SGOT 18 ein., SGPT 12 ein. og LDH 160 ein. BSP retentio 6%. Protein electroforesis var eðlileg. Smásjárskoðun á þvagi sýndi mik- ið af rauðum blóðkornum (-|—|—þ), þvag- ræktun var neikvæð. Benzidinpróf sýndi blóð í saur. LE frumur fundust ekki, Giktarpróf voru jákvæð. Mænuvökvi var eðlilegur. Mergur var járnlaus. Endur- teknar rannsóknir sýndu áfram óeðlileg lifrarpróf og rauð blóðkorn í þvagi. Hjarta- rafrit tekið við komu og næstu daga sýndi breytilegar, vægar, anteroseptal, ischem- iskar breytingar. Röntgenmynd sýndi hjartastækkun, aðallega á hægri slegli. I lungum sást interstitiel fibrosa, en av-fistill varð ekki greindur, hvorki á röntgenmynd né við skyggingu. Röntgen- myndir af útlimaliðum sýndu breytingar einkennandi fyrir arthritis rheumatoides. Rafrit af heila var eðlilegt. Andlegt ástand lagaðist eftir blóðgjafir og chlorpromazingjöf. Tekizt hefur að halda hemoglobini milli 8-10 gr% með j árninnspýtingum, en járninntökur hafa reynzt gagnslitlar. Göngugeta jókst að mun eftir sjúkraþjálfun að Reykjalundi í maí-ágúst ’72. VII, 22, f. 1917. Blóðnasir urðu tíðar um þrítugt. Fékk oft miklar nefblæðingar og leitaði lækna margsinnis vegna þeirra, og var slímhúð í nefi brennd nokkrum sinnum. Gekk stöðugt með bómull á sér til þess að geta stöðvað blæðinguna. Var lengst af blóðlítil og á járnlyfjum. Hafði oft einkenni vegna blóðleysis, svo sem út- haldsleysi, hjartslátt og mæði við áreynslu. Árið 1957 mældist blóð 45%. Ættingjar veittu athygli rauðum skellum í andliti og á vörum og telja, að þær hafi aukizt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.