Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ
11
LYF
DIAZEPAM CATAPRÉS TRESORTIL
2mgX3 0.075mgX2
2mgX3 0.075mgXl
5mgX2 0.075nigX2 500mgX3
5mgX2 0.075mgX2 500mgX2-3
5mgX2 0.075mgXl -2
5mgX2 0.075mgXl
ir hendi, en óhljóð á lærslagæðastöðum
er horfið.
Hnakkahöfuðverkur síðari hluta dags á-
samt dofa — eða verkjaóværð í ganglim-
um, er enn fyrir hendi og varð vart strax
er S. S. hóf aftur vinnu mánuði eftir að-
gerðina. Þáttur vöðvaspennu í óþægindum
þessum er augljós, en engan veginn er úti-
lokað, að upphafsorsökin hafi verið hypo-
kalemia. Óþægindin eru almennt vægari
og strjálli en fyrir aðgerðina og valda ekki
vansvefti.
LOKAORÐ:
Aldosteronofframleiðsla með eða án ó-
hófs í framleiðslu renins er orsök há-
þrýstings í 2—20% sjúklinga með þann
sjúkdóm. Mikinn hluta sjúklinga með aldo-
steronismus er hægt að lækna með aðgerð
og því mikið í mun, að slíkir séu vinzaðir
úr háþrýstingssjúklingahópnum.
Renin- og aldosteronákvarðanir eru ekki
tiltækar hérlendis ennþá. Þar til að svo
verður, sýnist eftirfarandi vinnuáætlun lík-
leg til árangurs, þegar háþrýstingur með
hypokalemiu er fyrir hendi, hvort sem
thiazide (diuretica) hafa verið notuð eða
ekki, og jafnvel í normokalemiskum með
mikinn háþrýsting, sem samfara er litlum
eða engum augnbotnabreytingum (retino-
pathia) og öðrum teiknum um slagæðlinga
(arteriolar) — sjúkdóm.
1) Hætta allri lyfjagjöf, sem getur haft á-
hrif á saltefnabúskap (P-pillur, kven-
hormona- og þvaglosandi lyf) í 2 og
helzt 4 vikur.
2) Leggja sjúkling þar á eftir inn á lyf-
læknisdeild.
3) Taka plasmasýni eftir 4 klst. uppi-
göngu til PRV ákvörðunar. Frysta og
geyma.
4) Gera K+ clearance sbr. að framan.
5) Safna sólarhringsþvagi á salthleðslu (t.
d. á 2. og 3. degi salthleðslu) fyrir aldo-
steronútskilnaði. Taka 100 ml af sólar-
hringsmagninu, mæla heildarmagn ná-
kvæmlega og skrá í bók og á sýniílátið
sjálft. Geyma.
6) Ef aldosteronstaðall er meiri en 2 skulu
sýnin frá tölulið 3 og tölulið 5 send.
7) Taka blóðsýni til PRV-ákvörðunar eftir
4 sólarhringa saltsnauðan (natrium 10
mEq/dag) og kaliumauðugan (kalium:
90 mEq/dag) kost. Flestir mæla með,
að nægjanlegt sé að taka göngurenin.
8) Retrograd adrenal phlebografia til
skuggaefnisathugunar á mögulegum
æxlisæðum og auk þess til sýnitöku
fyrir serumaldosteron getur í allt að
100% tilfella ákvarðað hvorum megin
aldosteronofframleiðandi æxli er að
finna.13
í þeim tilvikum, þar sem aldosteronis-
mus er vegna hyperplasia bilateralis,
fengjust með slíkri rannsókn samhverf
gildi aldosterons frá báðum venae adren-
alis.
POST SCRIPTUM:
Höfundar þakka öllum þeim, sern þátt
áttu að greiningu og meðferð sjúklingsins,
sérstaklega aðstoðarlæknunum Jóhanni
Ragnarssyni og Ara J. Jóhannessyni.
TILVITNANIR
1. Aldosterone: MEDCOM monograph, 1968.
2. Aldosterone in Clinical Medicine: MED-
COM monograph, 1972.
3. Bartter F. C. et al.: On the role of the
Kidney in control of adrenal steroid pro-
duction. Metabolism 10:1006, 1961.
4. Boucher: New Procedures for Measure-
ment of Human Plasma Angiotensin and
Renin Activity Levels. Canad. Med. Assoc,
J. 90:194, 1964.
5. Brichall P. et al.: Primary Aldosteronism..
a partical approach to diagnosis. Med. Clin.
of N. America 1967, Vol. 51:861,- 1967.
6. Conn, J. W.: Primary Aldosteronism — a
new clinical syndrome, J. Lab. Clin. Med.
45:3, 1955.
7. Conn, J. W. et al.: Suppression of Plasma
Renin Activity in Primary Aldosteronism.
JAMA 190:200, 1964.