Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 12
4 LÆKNABLAÐIÐ Greinargóður. — Eftirfarandi atriði mark- verð við skoðun: Hjarta- og æðakerfi: Broddsláttur þreif- anlegur í 5. mrb (millirifjabil) í mvl (mið- viðbeinslína). Hjartsláttur reglulegur, tón- ar hreinir, ekki áberandi hvellandi á 2. aortalokutóni. Mjúkt I—11° systoliskt ó- hljóð yfir apex. Blóðþrýstingur: 185/125 í hægri handlegg útafliggjandi. 195/135 í hægri handlegg standandi. 195/130 í vinstri handlegg útafliggjandi. 205/135 í vinstri handlegg standandi. Útæðapúlsar allir finnanlegir og samhverf- ir. Ekki áberandi æðaveggjaþykknun; pulsus femoralis finnst merkjanlega á und- an pulsus radialis. Ekki heyranlegt suð yfir háls- og nýrnaslagæðum né ósæðinni, en lágvært suð heyrist yfir báðum læra- slagæðum. Augnbotnaspeglun leiddi ekki í ljós neinar breytingar á vídd slagæða, misræmi í þykkt slag- og bláæða, né óeðlileg kross- mót og alls engin merki um blóðvatnsút- flæði (exudat) eða blæðingar. Sjóntauga- kólfur skýrt afmarkaður. Óveruleg teikn um vöðvabólgur fundust í axlarvöðvum, en ekki statiskar skekkjur hryggjar eða ilsig og engin merki um eymsli á nýrnastöðum né grunur um stækkun nýrna. Hjartaafrit 12.4. sýndi reglulegan sinus- rythma. P-takkar og QRS-útslög voru eðli- leg. S-T bil lækkuð í leiðslum vinstra hjartahólfs og áberandi U-takkar, þ. e. breytingar samrýmanlegar ofþykknun vinstra afturhólfs ásamt/eða án kalium- lækkun í blóði. Blóð- og þvagrannsókn leiddi eftirfar- andi í ljós: Blóðhagur: Eðlilegur. Fastandi blóðsykur: 87 mg%, 90 mín. eftir 50 gr. glucosuhleðslu: 63 mg%. Serum-calcium 10,2 mg%. Cholesterol 236 mg%, trigly- ceridar 72 mg%. Serum-natrium 142 mEq/1, serum-kalium 2,6 mEq/1. Þvaghag- ur: Eðlil. m. t. t. sykurs, eggjahvitu og for- melementa, en eðlisþyngd var 1006 og pH 6,0. Rtg. skoðanir voru gerðar og leiddi hjarta- og lungnamynd ekkert athugavert í Ijós utan „hypertoniu blæ“ á vinstra aft- urhólfi. Lendahryggur sýndi eðlilega lið- bolshæð og liðbil. I. v. urografia: Ekkert athugavert nema minnkuð upphleðsla skuggaefnis, þ. e. minnkuð þéttihæfni nýrnagagnvefsins. Að þessum upplýsingum fengnum 19.4. 1973, var beðið um pláss fyrir S. á lyf- læknisdeild Landsspítalans til staðfesting- ar eða útilokunar rökstudds gruns um aldosteronismus. Sjúklingur var innlagður á III. deild Landsspitala þ. 7.5. 1973 og verður nú rannsóknarleiðin rakin og forsendur til- færðar. Leitað var staðfestingar á heilsu- fars- og ættarsögu. Rannsókn í Hjartavernd í nóvember 1970 var eðlileg, að því er sjúklingur vissi. Afrit rannsóknanna leiddi þó í Ijós: „Hefur á sl. ári tekið eftir auknu þvag- magni“. „Fær höfuðverk einu sinni eða oftar í mánuði“. „Hefur verið óeðlilega þreyttur“. „Er orðinn áberandi eirðarlaus“. Systoliskt óhljóð á apex við skoðun af stigi I—II. Blóðþrýstingur: 170/106 (13.11. 1970), 180/90 (27.11. 1970). Þvag: pH 6, eðliSþyngd 1008. Diagnosis: Hypertonia systolica (405,0). Ráðleggingar til heimilislæknis: Eftir- lit og e. t. v. meðferð. Ráðleggingar til þátttakanda: Leita til heimilislæknis. Hjartarafrit sjúklings er túlkað eðlilegt, Minnesota code 100, en við skoðun þess nú (maí 1973) sjást augljósir U-takkar í rit- inu, í leiðslum V2 til V5, og QT mælist lengt (0.43 sek.), en ætti samkv. formúlu miðað við hraða að vera 0,41 til 0,31 sek. (formúlan er QT 1/8R-R -f 0.28 ± 0.05).2r' Vegna ættarsögunnar var sjúkraskrá föður S., sem lá á Landspítala 1968, dregin fram, og staðfesti hún, að faðir hans, þá 58 ára gamall, hafði svæsna æðakölkun, vægan háþrýsting og sykursýki. Göngu- verkir í kálfum voru fyrir hendi í 5 ár og mun lengur fótadofi, ónot og óeirð í gang- limum. Serum natrium og kalium mæld- ust hins vegar eðlileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.