Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 54
32 LÆKNABLAÐIÐ í iþeim tilgangi að gera mér gleggri grein fyrir þörfinni og koma betra skipulagi á þessi mál gerði ég eyðublað — Beiðni um sjúkrahúsvist (mynd 1), sem hér birtist litillega breytt. Til þess að fylgja málinu betur fram, fékk ég í lið með mér Theodór heitinn Skúlason á Landsspítalanum. Borgarspítal- inn og Landsspítalinn skiptu með sér kostnaði við útgáfu eyðublaðsins og var það prentað og sent í 50 eintaka blokkum til allra starfandi lækna landsins ásamt dreifibréfi. Á eyðublaðinu er, auk hefð- bundinna upplýsinga um sjúklinginn (nafn, fæðingardagur, foreldrar ef um barn var að ræða, nafnnúmer, lögheimili, sveitarfélag, staða, hjúskaparstétt, sími aðstandenda og sími á vinnustað) beðið um ástæðu til vistunar. Þótti það gefa skýrari mynd af þörfinni fyrir vistun á spítala en sjúkdómsgreining læknisins á latínu. Ennfremur er á eyðublaðinu beðið um upplýsingar um fyrri sjúkrahúslegur, hvar og hvenær þær voru, í því skyni m.a., að hægt væri að fá upplýsingar frá hlutað- eigandi sjúkra'húsi, helst áður, en að öðr- um kosti eftir að sjúklingurinn kæmi inn. Einnig er á beiðninni beðið upplýsinga um nýlegar rannsóknir (blóð-, þvag-, rönt- gen-, vefja- og aðrar rannsóknir) og hvar og hvenær þær hafa verið gerðar, sem og þau lyf, er sjúklingur notar eða hefur notað og skammtastærð. Gefur auga leið, að hér er um verðmæt- ar upplýsingar að ræða, þar sem sjúkl- ingnum er stundum og jafnvel oft ekki nægilega kunnugt um þær rannsóknir, sem á honum ‘hafa verið gerðar, né heldur þau lyf, sem hann hefur tekið og getur hann því ekki gefið réttar upplýsingar, er á spítalann kemur. Rannsóknir þessar eru dýrar og má búast við, að nýgerðar rann- sóknir yrðu endurteknar, ef þessar upplýs- ingar lægju ekki fyrir. Má í þessu sam- bandi nefna röntgenrannsóknir, sem eru oftlega mjög erfiðar fyrir sjúklinginn og oftast nær ástæðulaust með öllu að endur- taka þær, auk þess sem þær eru dýrar og tímafrekar. Ennfremur er á eyðublaðinu beðið um upplýsingar um það, hvenær ætla mætti, að sjúklingur þyrfti á spítalavist að halda (brátt, innan viku,, eftir 1—3 vikur eða síðar), en einnig hvort hann sé óstarfhæf- ur og þá síðan hvenær. Einnig er beðið um aðrar upplýsingar er máli skipta. Augljóst er, að þarna fær sjúkrahússlæknirinn þýð- ingarmikla vitneskju í hendur og getur því mun betur dæmt um þörfina á því, hvort og hvenær sjúklingur þurfi að leggj- ast á spítala. Var álit okkar, sem að þessu eyðublaði og dreifibréfi stóðu, að með slíkum vistun- arseðli mætti stuðla að bættri þjónustu við sjúklingana, betri nýtingu sjúkrarúma og bættri samvinnu lækna innan og utan spítala. Reyndin varð líka sú, að þeim læknum fjölgaði stöðugt, sem notfærðu sér þenn- an vistunarseðil. Þess hefur alltaf gætt, að vistunarseðill- inn sé ekki útfylltur af þeirri nákvæmni (t.d. um persónuatriði), sem krefjast ber. Slíkt er bagalegt fyrir þá, sem gætu notað seðilinn sem fullgilda heimild án frekari fyrirspurna við innritun sjúklingsins, t.d. í sambandi við sjúklingabókhald. Þá hef- ur nokkur misbrestur verið á því, að sjúkrahússlæknar nýttu sér þær upplýs- ingar í tæka tíð, sem þarna fást, með því m.a. að panta strax nánari upplýsingar (læknabréf) um fyrri og nýlegar sjúkra- húslegur. Gagn seðilsins gæti verið meira, ef ekki kæmi til trassaskapur eða „tíma- leysi“ læknanna.1 II. UPPLÝSINGAMIÐLUN INNAN SJÚKRAHUSA Upplýsingamiðlun innan sjúkrahúsa er flókið mál og mun ég aðeins drepa á ein- stök atriði nú. Það liggur ljóst fyrir, að bæta mætti þjónustu við sjúklingana og stytta legutímann verulega méð betri upp- lýsingamiðlun milli lækna, hjúkrunar- kvenna og lækna, lækna og ritara og milli starfsliðs hinna ýmsu deilda. Hugsum okkur nú, að sjúklingur komi á spítala. Útfylltur vistunarseðill getur vissulega veitt góðar og mikilvægar upp- lýsýingar, en sjálfsagt er, ef aðstandendur 1. Ef grannt er skoðað er orsök „tímaleysis að verulegu leyti skipulagsskortur, en skipu- lagsskorturinn veldur auknu erfiði starfs- manna og sóar bæði tíma og fjármunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.