Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 14
6 LÆKNABLAÐIÐ a) Hypercortisolemia b) Hypermineralocorticoidemia c) Alkalosis metabolica sive re- spiratorica d) Nephropat'hia kaliurica prima- ria e) Hyperkaliuria seq. diureticae f) Vegna lakkrísáts í óhófi g) Syndroma Liddle. Hið síðastnefnda í stafliðarununni ein- kennist af hækkuðum blóðiþrýstingi, hypo- kalemiskri alkalosu, auknu saltinnihaldi svita, en alls engum aldosteronútskilnaði, jafnvel ekki við natríumskerðingu. Athugun listaatriðanna leiddi í ljós, að nokkur mátti útiloka strax eftir fyrsta legudag. Þannig nægði sjúkrasagan ein til þess að útiloka lakkrísát, respiratoriska alkalosu, metaboliska alkalosu vegna alk- aliáts, afdrifaríkan K+ skort í fæðu eða tap þess gegnum meltingarveg og thiazid- eða önnur diuretica áhrif til skýringar á K + -tapi í þvagi. Skoðun sýndist óyggjandi útiloka hypercortisolemiu (Cushing syn- drome) sem orsök, enda staðfest með mæl- ingu eðlilegs cortisols í sérum. Vegna ættarsögu um ótímabæra æða- kölkun í föður og þess, að óhljóð var heyr- anlegt yfir náraslagæðum, þótti rétt að úti- loka hypertensio reno-vascularis með við- eigandi angioradiografiu, sem var gersam- lega eðlileg. Vegna sjúkrasögunnar var einnig reynt að sýna slagæðakerfi nýrna- hettna með aorta-grafiu, en ekki tókst að sýna fram á sjúklegar slagæðar. „Eðlileg" renal angiografia nægir þó ekki til útilok- unar á duldri æðakerfisskemmd í nýra með þar af leiðandi renin-angiotensin- harðaspretti til hyperaldosteronisma. Þegar hér er komið sögu um greiningu mögulegs primers aldosteronismus, er ör- lítil upprifjun á nokkrum staðreyndum um aldosteron og áhrif þess nauðsynleg. Aldosteron er framleitt í 1000. hlutum milligrams (50—250 mcg per sólarhring)2 í yzta frumulagi af þrem, sem mynda nýrnahettubörkinn, vegna hvatningar frá keðjuverkun, sem á sér upphaf í renin-losi úr juxta-glomerular frumunum að undan- gengnum þenslusveiflum æðakerfisins3 1210 1719 Þéttni þess í blóði er aðeins 5—15 nanogrörpm (ng) per 100 ml, en útskilnað- Mynd 1. ur í sólarhringsþvagi u. þ. b. 1000 sinnum meiri, eða 5—20 mcg per sólarhring. Aðalverksvið aldosterons er stjórnun á jónaskiptum Na+ og K+ á „herfræðilega mikilvægum“ stöðum í líkamanum. Af- drifarikust eru áhrif aldosterons á þessi jónaskipti í ytra hluta útfærsluganga (tu- buli) nýrna og veldur þar skiptum á Na + úr útfærslugangsvökvanum fyrir K+ og H+ úr frumuvökva nýrnagangsvefsins (sjá mynd 1). Vegna þess hve markverðu hlutverki Na + -jónið gegnir í osmotisku afli blóðs og utanfrumuvökva líkamans, er augljóst, að nákvæma stillingu þarf á þessa skipti- stöð, svo að sjúklegar sveiflur verðd ekki á rúmtaki blóðs — ofsog Na+ inn í blóðið veldur rúmtaksaukningu blóðs samfara þenslu æðakerfisins og háþrýstingi — vansog leiðir til hins gagnstæða. Samhliða ofannefndum breytingum á Na+ yrði hyp- erkaluria með auknu útstreymi á K + ásamt H + , sem leiðir til hypokalemiu ásamt alkalosu. í hinu tilvikinu gæti orðið hyponatremia, hyperkalemia og möguleg acidosis. Stóru drættirnir í stjórnun aldosteron-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.