Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
5
Fyrsta dags rannsókn leiddi eftirfarandi
í ljós:
Serum-gildi:
Natrium Kalium Bicarbonat pH
(135—152) (3,6—5,0) (21—25) (7,35—7,42)
145mEq/l 2.5mEq/l 32.5mEq/l 7.45
Sólarhringsþvag:
Magn Eðlisþyngd Na-magn K-magn
2500 ml 1007 105 mEq 58 mEq
Sýnd veiði en ekki gefin. Sjúklingurinn
hafði við fyrstu sýn dæmigerða sögu og
auk þess staðfesta hypokalemiu, alkalosu,
háþrýsting og skerta þéttihæfni nýrna.
Eftir stóð að sýna fram á aukna aldosteron-
framleiðslu.
Skilmerki Conn um fullmyndaðan aldos-
teronismus primarius sett fram í meistara-
legum fyrirlestri þ. 29.10. 1954 hafa staðizt
tímans tönn. Sú glæsilega skýrsla var
byggð á margra mánaða rannsókn á 34 ára
konu með 8 ára sögu um sífellda sam-
drætti og slappleika í vöðvum, sem á köfl-
um leiddi til algers máttleysis (periodic
paralysis), háþrýsting ásamt hypokalem-
iskri alkalosu. Hinn þá líttþekkti mineralo-
corticoid, aldosteron, fannst í auknum
mæli í þvagi. Conn spáði í fyrirlestri sín-
um, að aldosteronaukinn væri sjúkdóms-
valdurinn og langlíklegast til kominn
vegna nýrnahettubarkarofstarfsemi (ana-
logia Cushing’s syndrome), sem lækna
mætti með brottnámi nýrnahettna og fram-
búðar hormonameðferð.0 Við aðgerS 10,12
1954 fannst 4 cm æxli í h. nýrnahettu-
berki og reyndist brottnám þess fulllækna
sjúklinginn án nokkurrar frekari lyfjameð-
ferðar.
Síðan hefur grúi sjúklinga með kvilla
þennan verið greindur og læknaður. Styr
stendur um tíðni sjúkdómsins, þar sem
áhangendur telja allt að 20% háþrýsti-
sjúklinga haldna honum,8 en fleiri eru
þó, sem setja ágizkun sína við 1—3% há-
þrýstingssjúklinga.14
Um tíðni hérlendis er vænlegast að vera
fáorður. Ótöldum vinnustundum og heila-
brotum hefur verið eytt í leit að sjúkdómi
þessum, en eftirtekja engin. Þar til nú?
Aldosteronframleiðsla heilbrigðra sveiflast
geysilega eftir salttekju hvers og eins og
getur þannig orðið tíu- til hundraðfalt
meiri á saltrýrum en saltríkum kosti.1 20
Hvers konar þvaglosandi lyf, getnaðar-
varna- og oestrogenlyf geta brenglað nið-
urstöðu aldosteronákvarðanna svo, að ó-
gerlegt er að álykta um raunhæfa fram-
leiðslu viðkomandi lyfjatakenda fyrr en
eftir mánaðarhvíld á lyfinu.20
Aldosteronákvörðun er ekki tiltæk hér-
lendis og til skamms tíma mátti heita ó-
gerlegt að fá slíkar athuganir framkvæmd-
ar erlendis. Síðan 1972 hefur Medicinsk
Laboratorium í Kaupmannahöfn boðið upp
á aldosteronákvörðun byggða á isotop-aðr
ferð.21 Margir skekkjuvaldar eru bundn-
ir prófi, sem byggist á geislavirkni
prófunarefnis, sem ekki einasta þarf að
flytja langan veg eins og hér er í pottinn
búið, heldur einnig að dæla í þann, sem
prófa skal, en síðan verður að safna sýn-
um þvags og blóðs, sem aftur verður að
senda til upphafsstaðarins. Vegna alls
þessa hefur ekki þótt rétt að hætta á notk-
un þessa prófs hér, auk þess, að það kost-
ar sjálft dansltar kr. 375.00.
Fyrir 42 Bandaríkjadali er hægt að fá
aldosteronákvörðun í sólarhringsþvagi
(100 ml af heildarþvagi sent ófryst) eða
serum' (10 ml sent fryst) gerða á Mayo
Medical Laboratories í Rochester, Minne-
sota. Fyrirmæli rannsóknarstonunnar eru
þau, að sjúklingarnir hafi verið á eðlileg-
um kosti m. t. t. salts (3 gr. eða 81 mEq af
NaCl á dag) í 2 vikur minnst, og helzt heil-
an mánuð, auk lyfjabindindis eins og
minnzt var á að ofan.
Einkennasamstæðan hypertension, hypo-
kalemia, alkalosis og hyperaldosteronismus
getur orðið við:
A —- 1) Hypertensio arterialis essentialis
2) Vegna áhrifa thiazide-lyfja
3) Hypertensio renovascularis
4) Primer aldosteronismus
og hypokalemia sem slík kann að vera til-
komin vegna
B — 1) megns K-skorts í fæðu
2) mikils K-taps frá meltingarvegi
3) mikils kaliumtaps frá þvagýeg
um, eins og t. d. við;