Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 64
36
LÆKNABLAÐIÐ
um um, hvenær nota skuli lyfjakortið og
tilgang þess. Er það trú mín og reyndar
vissa að draga megi mjög úr margs konar
hættu, sem lyfjaneyslu er samfara, ef
læknar gera sér að reglu að skrá slík kort.
Á. 6. síðu eru upplýsingar til handhafa
lyfjakortsins, þar sem m.a. er tekið fram,
að sjúklingurinn ætti ekki að breyta lyfja-
skammti eða hætta að taka lyfið (lyfin)
nema með samþykki læknis síns og ætti
að bera kortið á sér og sýna við læknis-
skoðun, hvað sem að honum kynni að
vera hverju sinni.
Neðst á síðunni er svo með feitara letri
brýnt fyrir fólki að geyma lyf í læstum
skápum eða þar sem börn ná ekki til og
verður slíkt víst aldrei nógsamlega árétt-
að.
Þarna mættu og vera fleiri upplýsingar,
svo sem þær að blanda ekki töflum saman
í bauk og eflaust sitthvað fleira.
RITSKRÁ
1. Árnason, G. Aukaverkanir lyfja, Lœknanem-
inn, 3. tbl. 5—15, okt. 1970.
2. Árnason G. Lyfjakort, Lceknaneminn, 3. tbl.
15—18, okt. 1970.
3. Árnason, G. et al. Frá eyðublaðanefnd,
LœknablaðiÖ, 59: 247—251, 1973.
4. Baldvinsson, K. Lyfjakort sjúklinga, Lækna-
blaöiö, 57: 276, 1971.
5. Jenson, Ó. Um nauðsyn lyfjakorta, Lækna-
blaðið, 58: 68, 1972.