Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 3 Sigurður Þ. Guðmundsson,! Ólafur Örn Arnarson- ALDOSTERONISMUS PRIMARIUS Síðan J- W. Conn'j lýsti fyrsta tilviki aldosteronismus primarius 1954, hefur geysilega mikið birzt í læknisfræðiritum um þetta efni. Árið 1973 var þessi sjúkdómur greindur í fyrsta sinn hérlendis á lyflæknisdeild Landsspítalans og meðhöndlaður á hand- læknisdeild Landakotsspítala í Reykjavík. Lýsing sjúkdómstilviksins fer hér á eftir með tilvitnunum í læknisfræðilegar rit- gerðir um aldosteron, renin og kvilla tengdum truflunum í búskap þeirra. SJÚKRASAGA: S. S. 38 ára gamall embættismaður leit- aði læknis 12. apríl 1973 vegna vaxandi al- menns slappleika og höfuðverkjar, raunar tvenns konar, og svartra depla fyrir augum. Jafnframt var þorstlæti orðið afar áberandi ásamt tíðum þvaglátum, einnig að nætur- þeli. Hann kvartaði um áberandi en tor- lýsanlega verki eða ónot í ganglimum sam- fara dofakennd og óeirð. Nánari lýsing einkennanna var svohljóð- andi: Höfuðverkur: í fyrsta lagi var þungur eða sljór spennuverkur i hnakka og hálsi, sem hann setti í samband við álag vinnu sinnar. Þennan höfuðverk var S. búinn að þekkja í nokkur ár a. m. k. í öðru lagi var óstaðsetjanlegur sár höf- uðverkur, nýtilkominn, meira og minna um allt höfuðið. Þessum höfuðverk fylgdu svartar flygsur fyrir augum, án ljósfælni, en ógleði á stundum. Framköllun uppsölu gat haft þau á'hrif, að höfuðverkurinn hvarf. Þessi tegund höfuðverkjar virtist hrjá helzt í helgarleyfum og var jafnvel kominn strax á laugardagsmorgni. 1 Landsspítalinn, lyflækningadeild. 2 Landakotsspítali, handlækningadeild. Grein- in er send Lbl. vorið 1974. Þorstlœti: Þorstlæti hafði verið mjög á- berandi, og var þorstinn verstur, þegar sjúklingurinn var setztur til hvíldar á kvöldin. Samfara þorstlætinu voru tíð þvaglát, bæði daga og nætur, og aukið heildarmagn þvags. A. ö. 1. hafði sj. ekki veitt athygli neinu óeðlilegu við þvagfæra- starfsemi. Ganglimaónot: Torlýsanleg ónot höfðu ásótt ganglimi sjúklings lengi. Voru ónot- in lengst af bundin kálfum og virtust ekki áberandi háð áreynslu, meira að segja hafði sjúklingur margstaðfest, að hraður badmintonleikur, sem hann iðkaði tvisvar í viku, olli því, að ónotin hurfu. Önotin voru ásækin eftir háttir og gat þá leitt upp gjörvalla ganglimina í lendar og bak. Tó- baksbindindi að læknisráði í tvö ár hafði ekki breytt neinu hvað fótaóþægindin snerti. Almennur slappleiki: Slappleiki var í rauninni það einkenni, sem olli S. mestri nauð vegna skerðingar vinnuþreks og út- haldsleysis. Auk þess taldi hann skerpu almennt og dugnað hafa sljóvgast. Heilsufarssaga: Sú leiddi í ljós, að sjúkl- ingur hafði notið hestaheilsu að sínu áliti og aldrei þurft á læknishjálp eða lyfjagjöf af neinu tagi að halda. Skoðun hjá Hjarta- vernd í nóvember 1970 taldi sjúklingurinn ekki hafa leitt neitt markvert í ljós (sjá þó síðar). Fjölskyldusaga: Hér var markvert, að faðir sjúklings var nýlega látinn, aðeins 62 ára, af völdum svæsinnar almennrar æða- kölkunar ásamt sykursýki og háþrýstingi. Föðurfaðir sjúklings hafði einnig látist 60 ára gamall, en af óiþekktum orsökum. Að öðru leyti var ekki ættarsaga um æða-, nýrna- eða efnaskiptasjúkdóma. Skoðun: Sjúklingur er vel limaður og litkaður, 180 cm hár, 78,5 kg að þyngd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.