Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 11

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 3 Sigurður Þ. Guðmundsson,! Ólafur Örn Arnarson- ALDOSTERONISMUS PRIMARIUS Síðan J- W. Conn'j lýsti fyrsta tilviki aldosteronismus primarius 1954, hefur geysilega mikið birzt í læknisfræðiritum um þetta efni. Árið 1973 var þessi sjúkdómur greindur í fyrsta sinn hérlendis á lyflæknisdeild Landsspítalans og meðhöndlaður á hand- læknisdeild Landakotsspítala í Reykjavík. Lýsing sjúkdómstilviksins fer hér á eftir með tilvitnunum í læknisfræðilegar rit- gerðir um aldosteron, renin og kvilla tengdum truflunum í búskap þeirra. SJÚKRASAGA: S. S. 38 ára gamall embættismaður leit- aði læknis 12. apríl 1973 vegna vaxandi al- menns slappleika og höfuðverkjar, raunar tvenns konar, og svartra depla fyrir augum. Jafnframt var þorstlæti orðið afar áberandi ásamt tíðum þvaglátum, einnig að nætur- þeli. Hann kvartaði um áberandi en tor- lýsanlega verki eða ónot í ganglimum sam- fara dofakennd og óeirð. Nánari lýsing einkennanna var svohljóð- andi: Höfuðverkur: í fyrsta lagi var þungur eða sljór spennuverkur i hnakka og hálsi, sem hann setti í samband við álag vinnu sinnar. Þennan höfuðverk var S. búinn að þekkja í nokkur ár a. m. k. í öðru lagi var óstaðsetjanlegur sár höf- uðverkur, nýtilkominn, meira og minna um allt höfuðið. Þessum höfuðverk fylgdu svartar flygsur fyrir augum, án ljósfælni, en ógleði á stundum. Framköllun uppsölu gat haft þau á'hrif, að höfuðverkurinn hvarf. Þessi tegund höfuðverkjar virtist hrjá helzt í helgarleyfum og var jafnvel kominn strax á laugardagsmorgni. 1 Landsspítalinn, lyflækningadeild. 2 Landakotsspítali, handlækningadeild. Grein- in er send Lbl. vorið 1974. Þorstlœti: Þorstlæti hafði verið mjög á- berandi, og var þorstinn verstur, þegar sjúklingurinn var setztur til hvíldar á kvöldin. Samfara þorstlætinu voru tíð þvaglát, bæði daga og nætur, og aukið heildarmagn þvags. A. ö. 1. hafði sj. ekki veitt athygli neinu óeðlilegu við þvagfæra- starfsemi. Ganglimaónot: Torlýsanleg ónot höfðu ásótt ganglimi sjúklings lengi. Voru ónot- in lengst af bundin kálfum og virtust ekki áberandi háð áreynslu, meira að segja hafði sjúklingur margstaðfest, að hraður badmintonleikur, sem hann iðkaði tvisvar í viku, olli því, að ónotin hurfu. Önotin voru ásækin eftir háttir og gat þá leitt upp gjörvalla ganglimina í lendar og bak. Tó- baksbindindi að læknisráði í tvö ár hafði ekki breytt neinu hvað fótaóþægindin snerti. Almennur slappleiki: Slappleiki var í rauninni það einkenni, sem olli S. mestri nauð vegna skerðingar vinnuþreks og út- haldsleysis. Auk þess taldi hann skerpu almennt og dugnað hafa sljóvgast. Heilsufarssaga: Sú leiddi í ljós, að sjúkl- ingur hafði notið hestaheilsu að sínu áliti og aldrei þurft á læknishjálp eða lyfjagjöf af neinu tagi að halda. Skoðun hjá Hjarta- vernd í nóvember 1970 taldi sjúklingurinn ekki hafa leitt neitt markvert í ljós (sjá þó síðar). Fjölskyldusaga: Hér var markvert, að faðir sjúklings var nýlega látinn, aðeins 62 ára, af völdum svæsinnar almennrar æða- kölkunar ásamt sykursýki og háþrýstingi. Föðurfaðir sjúklings hafði einnig látist 60 ára gamall, en af óiþekktum orsökum. Að öðru leyti var ekki ættarsaga um æða-, nýrna- eða efnaskiptasjúkdóma. Skoðun: Sjúklingur er vel limaður og litkaður, 180 cm hár, 78,5 kg að þyngd.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.