Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ
29
UPPLÝSINGAMIÐLUN í HEILBRIGÐISKERFINU —
Guðmundur Árnason yfirlæknir
EINKUM TIL OG FRÁ SPÍTALA
Hlutverk okkar læknanna er, eins og
við allir vitum, að lækna sjúkdóma og
hjúkra fólki eða sjá um að slíkt sé gert,
en jafnframt er hlutverk okkar að starfa
að heilsuvernd.
Margar leiðir eru að marki þessu og
möguleikar til þess að koma í veg fyrir
ýmsa sjúkdóma og lækna þá miklum mun
meiri en fyrir fáum árum. Kemur þar
margt til, svo sem aukin velmegun fólks,
meiri og betri menntun þess, aukin þekk-
ing læknastéttar og hjúkrunarliðs, auð-
veldari upplýsingamiðlun með fjölmiðlum
og aukið fjármagn veitt til heilbrigðismála
af hálfu hins opinbera.
Á síðustu árum hefur skipulag heil-
brigðismála batnað verulega. Heilbrigðis-
kerfi okkar hefur þó ennþá ýmsa van-
kanta og eru orsakir eflaust margar og
flóknar, en eina veigamestu ástæðuna hygg
ég þó lélegt skipulag.
Höfum við íslendingar staðið og stönd-
um þar enn mjög verulega að baki ýmsum
nágrönnum okkar með einstökum undan-
tekningum þó. Of litlu fé hefur verið var-
ið til skipulagningar heilbrigðisþjónust-
unnar a.m.k. miðað við heildarútgjöld til
heilbrigðismála. Það er því ekki að undra,
þótt skipulagsvandamál blasi við okkur
víðast hvar í heilbrigðiskerfinu. Hér á
landi hefur til skamms tíma of lítill gaum-
ur verið gefinn viðleitni lækna í þá átt að
skipuleggja heilbrigðisþjónustuna. Mjög
fáir læknar hafa gefið sig að ráði að
skipulagsmálum, og þrátt fyrir ágætt starf
margra þeirra er árangur ónógur enda
verður heildarskipulagning í heilbrigðis-
kerfinu að stýrast af stjórnvöldum lands-
ins og vera unnin af sérlærðu starfsliði
eigi hún að vera heilsteypt og koma að
fullu gagni. Lélegt skipulag tefur mjög
Fyrirlestur í LR Oktober 1974.
alla lækningu og heilsuvernd og er það
því skylda okkar að reyna að ráða hér
einhverja bót á og skipuleggja starf okk-
ar eins vel og kostur er, þótt ekki væri
nema til þess að gera okkur lífið léttara.
Tilgangurinn á auðvitað ekki að vera að-
eins sá, 'heldur hinn að gera okkur auð-
veldara fyrir að gegna því hlutverki, sem
að framan greinir.
Með betri upplýsingamiðlun í heilbrigð-
iskerfinu fæst því að nokkru framgengt,
sem getið er hér í upphafi og sparast við
það mikið fé, bæði fyrir einstaklinga og
þjóðfélagið í heild.
Með hraðari og fullkomnari upplýsinga-
miðlun á fólk að öðru jöfnu að komast
fyrr til læknis, og verða fyrr frískt. Það
þyrfti þá s-íður á spítalavist að halda eða
spítalavist þess yrði skemmri og það kæm-
ist fyrr til starfa að nýju. Mun ég nú
víkja að nokkrum þáttum, sem ég hygg
að hafi þýðingu í þessu sambandi.
I. UPPLÝSINGAMIÐLUN UTAN-
SJÚKRAHUSSLÆKNA TIL
SJÚKRAHÚSSLÆKNA
Árum saman hafa biðlistar spítalanna
verið mjög langir og er svo enn. Erfið-
lega hefur því oft gengið fyrir utan-
sjúkrahússlækna að koma sjúklingum sín-
um inn á spítala, einkanlega þegar um
hjúkrunarsjúklinga hefur verið að ræða.
Leiðir þær, sem læknar hafa farið til
þess að koma sjúklingum á spítala (eða
aðrar heilbrigðisstofnanir) hafa aðallega
verið eftirfarandi:
1. að hafa beint samband við spítalann,
þ.e. hringja eða koma, gefa upplýsing-
ar um sjúklingana og biðja um pláss
fyrir þá.
2. að skrifa beiðnir, koma með þær sjálfir
eða senda sjúklingana eða aðra með þær
á spítalann, ellegar senda þær í pósti.