Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 23 fæðingarlæknar, einn barnalæknir, svæfing- arlæknir, sérmenntuð hjúkrunarkona og 3 aðstoðarmenn í námi. Kostnaður við sjúkra- húsið var talinn vera 600.000 til 1 milljón rúblna á ári. Nokkrar staðtölur: keisaraskurðir á ári, fyrirburðarfjöldi 8%, andvana fædd börn 0,7%, infant mortality 1,38%, perinatal mortality 1,08%. Á fæðingardeildinni eru heimsóknir til mæðranna alveg bannaðar meðan þær dvelj- ast þar og það eru venjulega 8 dagar eftir fæðingu. Þær geta haft samband við ætt- ingja og vini í gegnum síma og þeir geta fengið að sjá bæði konu og barn með sér- stöku innanhússkerfi . Sama máli gegnir ef konan þarf að dveljast á stofnun fyrir fasð- ingu vegna einhverra veikinda. Skýring á þessu var sú, að þetta væri gert vegna sýk- ingarhættu. Allur húsakostur á sjúkrahúsum og deild- um, sem skoðaður var, var gamall og nokkuð úr sér genginn og viðhald að því er virtist ekki í góðu lagi. Hins vegar virtist allur tækjabúnaður mjög fullkominn og eins og best gerist á gjörgæsludeildum og fæðingar- deildum. Mjög var þröngt í legustofum og undantekning ef rúm stóðu ekki upp við veggi og úti í hornum. Á rannsóknardeildinni var greinilega fylgst mjög náið með konu og fóstri og í gangi voru ýmsar tilraunir með tæki til þess að fylgjast með ástandi móður og barns. Ráðstefnan sjálf hófst hinn 12. nóv. Hún var haldin í húsakynnum Alþýðusambandsins (Trade Union House), sem er gömul og glæsileg höll, vel búin til slíkra funda og alls konar samkomuhalds. Þátttakendur voru daglega fluttir á milli hótels og fundarstaðar og voru allan daginn á fundarstað, fengu þar máltíðir sínar. Ráðstefnan var sett af Dr. Venediktov, sem er aðstoðarheilbrigðisráðherra og aðal- fulltrúi USSR á þingum AlþjóðaheiIbrigðis- málastofnunarinnar og fulltrúi þeirra í fram- kvæmdastjórn stofnunarinnar. Dr. Elena Novikova, aðstoðarheilbrigðis- ráðherra (fæst eingöngu við mæðra- ag barnavernd) var kosin forseti ráðstefnunnar. 3 varaforsetar voru kosnir, fyrsti Páll Sig- urðsson, frá íslandi, annar Dr. Alfreda Blkaj frá Marokko, og Dr. L. S. Prodhom. Forsetar stjórnuðu fundum til skiptis sinn daginn hver og sáu, ásamt fulltrúum frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni, um framgang dag- skrár. Fundum var hagað þannig, að hver dagur byrjaði með sameiginlegum fundi þar sem haldin voru framsöguerindi um heildarmál- efni. Eftir það var þátttakendum skipt í stóra vinnuhópa og unnu þeir miðpart dags- ins á tveim fundum, en síðdegis var síðan haldinn sameiginlegur fundur þar sem starfs- hópar skiluðu áliti og umræður fóru fram. Fjögur aðalefni voru tekin til umræðu: 1. Review of maternal and child health pro- grammes in the European Region. 2. Outstanding problems and promising ap- proaches in maternal and child health. 3. Strategies in the delivery of maternal and child care. 4. Emerging chalienges and future outlook. Pað kom glöggt fram af fyrirlesrtunum, að mæðra og ungbarnavernd er skipulögð nærri alls staðar, innan Evrópusvæðisins, þó að mjög sé mismunandi á hvaða stigi hún er. Víða virðist skorta á, að um samræmda starfsemi sé að ræða og erfitt að bera sam- an tölur og niðurstöður frá einstökum lönd- um. Þau vandamál, sem hæst ber, virðast vera eftirfarandi: 1. Að finna þá hópa, sem mestar líkur eru á að þarfnist sérstakrar meðferðar (High- risk groups). 2. Að skipuleggja fjölskylduáætlanir, þannig að komi að gagni. 3. Að samtengja aðgerðir á sviði heilbrigðis- mála og ýmissa annarra félagsmála, svo sem umhverfismála og húsnæðismála þannig, að mæðra- og barnavernd verði ekki lítilsvirði. 4. Sérstök vandamál hafa komið upp vegna stórra hópa fólks innan Evrópusvæðisins, sem flutst hefur til vegna nýrra og breyttra vinnuskilyrða. Talið var, að frekari faraldsfræðilegar rannsóknir væru nauðsynlegar til að skilja og geta skýrt ástand mála eins og það er í dag og sérstaklega var bent á, að ekki væri hægt að skilja þessa þjónustu frá annarri heilbrigðisþjónustu og því væri eðlilegt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.