Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 52
30 LÆKNABLAÐIÐ 3. senda sjúklingana án þess að ná sam- bandi eða hafa samband við spítalann. Nokkuð er breytilegt hvaða leiðir hafa verið farnar eftir því, hvort um hefur ver- ið að ræða sjúkling með bráðan sjúkdóm eða sjúkling, sem ekki hefur verið eins að- kallandi að koma á spítala strax, t.d. rann- sóknarsjúklinga eða hjúkrunarsjúklinga. SJÚKLINGAR MEÐ BRÁÐA SJÚK- DÓMA (ACUT SJÚKLINGAR) Hér á landi mun algengast að leið 1 sé farin, þegar þarf að koma inn á spítala sjúklingum með bráða sjúkdóma og er það vel á meðan ekki er starfandi bráðamót- taka fyrir aðra en slysasjúklinga (Slysa- deild Borgarspitalans er einungis ætlað að taka á móti slösuðu fólki). Erlendis eru hins vegar mjög víða við spitala sérstakar móttökudeildir fyrir alla sjúklinga og er þar þá oft leið 3 farin. Sjúklingar, sem þangað koma eru þá jafnan, eða a.m.k. mjög oft með skriflegar upplýsingar frá lækni sínum eða lækni þeim, sem skoðað hefur sjúklinginn áður. Þar eð bráðaþjónusta skiptist é milli spítalanna í Reykjavík hafa læknarnir oft orðið að hringja til fleiri en eins spítala til þess að fá rúm fyrir sjúkling, m.a. vegna þess að þeim er ekki alltaf kunn- ugt um, hvaða spítali hefur vakt hverju sinni, enda er skrá yfir vaktir spítalanna ekki send læknum. Hér áður fyrr gekk oft erfiðlega að ná í vakthafandi lækna á spít- ölum áður en kallkerfi komu og þegar það loks tókst, gátu þeir ekki tekið ákvörðun um vistun heldur urðu að visa á sérfræð- ing eða yfirlækni. Það tók því ósjaldan afar langan tíma fyrir heimilis- og héraðs- lækna að ná þessu sambandi við spítala og gripu þeir því stundum til þess ráðs að senda sjúklingana á spítalana án þess að tala við læknana þar fyrst. BIÐLISTASJÚKLINGAR Algengast hefur verið að nota beint sam- band (1) og/eða beiðni (2). Læknar hafa hringt til spítalanna og beðið um rúm fyrir sjúklinga sína. Hefur þá verið getið nafns sjúklings, 'heimilisfangs, aldurs, síma, og stundum ástæðu til vistunar eða greiningar getið, ef upplýsingar þessar lágu þá fyrir. Þannig fengnar upplýsingar voru síðan skráðar af sjúkrahúslæknum eða öðrum í sérstaka bók (beiðnabók) og sjúklingurinn var þar með kominn á bið- lista (ein lína í bók). Ef um skriflega beiðni var að ræða var hún gjarnan skráð á lyfseðil eða annan smábleðil og vantaði afar oft á beiðnina þýðingarmikil deili á sjúklingnum. Þegar þess er gætt, að hver legudagur kostar margar þúsundir króna og meðallegutími sjúklinga er nær 20 dagar á acut-deildum, má heita furðulegt að svo litlar upplýs- ingar, sem þarna lágu fyrir, væru látnar nægja, þar sem er þó um að ræða upphæð, sem nemur yfir 100 þús. krónum á sjúkl- ing. Þetta var því furðulegra, sem biðlist- arnir voru langir eins og fyrr er frá greint og erfitt að koma inn sjúklingum. Til þess að reyna að fá fyrr rúm fyrir sjúklinga sína á spítala, einkanlega þó, ef um var að ræða hjúkrunarsjúklinga, kom það fyrir, að læknarnir puntuðu upp á beiðnirnar með „alvarlegum“ sjúkdóms- greiningum. Vinsælar sjúkdómsgreiningar í slíkum tilvikum voru t.d. infarctus myo- cardii með obs. pro. fyrir framan eða obs. fyrir aftan og var það oft eðlilega örugg- ur vegur til þess að sjúklingurinn kæmist inn. Var þetta örþrifaráð lækna og var þeim vissulega vorkunn. Þeim spítalalækn- um, sem sáu um vistun á spítölum var líf- ið ekki alltaf létt. Sjúklingarnir sjálfir eða aðstandendur sem og læknar hringdu til þeirra heima og heiman, nótt sem nýtan dag til þess að fylgja umsóknunum eftir og var sjaldan friður. Stundum var leitað til hátt settra embættismanna, t.d. alþing- ismanna eða ráðherra og þeir fengnir til þess að beita áhrifum sínum. Sjúkrahúss- læknum reyndist oft mjög erfitt að meta, hversu aðkallandi sjúkrahúsvistin var fyr- ir hina ýmsu sjúklinga og stundum varð raunin sú, að sjúklingur var tekinn inn, þó að grunur léki á, að aðrir veikari biðu. Þetta gerðu sjúkrahúslæknar hreinlega vegna ónógra upplýsinga um þá sjúklinga, sem voru á biðlista og kannske stundum til þess að kaupa sér frið. Um skeið hafði ég tilsjón með vistun sjúklinga á spítala í Reykjavík og átti eðli- lega oft erfitt með að gera mér grein fyrir því, hversu aðkallandi þörfin var á því að veita sjúklingum sjúkrarúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.