Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 42
24 LÆKNABLAÐIÐ reyna að tengja hana inn í almenna læknis- þjónustu, einkum á heilsugæslu- eða lækn- ingastöðvum. Pað virtist almenn skoðun, að mæður ættu að hafa meiri rétt en nú er til leyfis frá störfum um og eftir meðgöngutíma og jafn- vel voru sumir, sem héldu því fram, að feð- ur ættu að íiafa leyfi frá störfum á launum, a.m.k. um tíma fyrst eftir fæðingu barna. Upplýst var, að í Svíþjóð geta foreldrar valið um, hvort þeirra tekur sér frí frá störf- um eftir fæðingu barns. Allmikið var rætt um neytendurna í þessu þjónustustigi, hver væri þeirra skoðun og hvort reynt hefði verið að fá fram þeirra álit. Flestir töldu, að almenn þekking fólks á þessum vandamálum væri lítil og mjög nauð- synlegt að auka alla kynningu meðal almenn- ings. I sambandi við framtíðina virtist það ein- dregið koma fram, að eins og málin standa í Evrópu í dag, fer fæðingum sífellt fækkandi og ef nú fer fram sem horfir verður fólks- fækkunin staðreynd innan nokkurra áratuga. Það kom glögglega í Ijós frá þjóðum Austur- Evrópu, að þar er uppi allmikill áróður fyrir því, að fæðingum fækki ekki enda þótt fjöl- skylduáætlanir séu stundaðar og fóstureyð- ingar samkvæmt lögum frjálsar. Hins vegar var bent á það af fulltrúum þessara landa, að það væri litið á fóstureyðingu sem neyð- arúrræði, jafnan reynt að beina konum inn á aðrar brautir, ef einhver möguleiki væri á því. Einkum vöktu athygli undirritaðs upplýs- ingar, sem komu frá finnsku fulltrúunum, en þær eru nokkuð sama eðlis og það kerfi, sem byggt hefur verið upp í öðrum Norður- löndum undanfarin ár. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir þessu kerfi: Mæðra- og ungbarnavernd í Finnlandi er tengd við fjölskylduna. Tilgangurinn með ungbarnaverndinni er eftirIitskerfi, sem á að taka tillit til eftirfarandi atriða: 1. Vöxtur hvers barns er athugaður og bor- inn saman við línurit, sem gert hefur verið yfir eðlilegan vöxt barna í Finn- landi. 2. Höfuð barnanna eru mæld tveggja vikna, á 2., 3., 4„ 6. og 12. mánuði, og sömu- leiðis eru þessar tölur bornar saman við meðaltalstölur. 3. Athygli beinist að sjón þegar á 1. viku, á aldrinum 6—8 mánaða, 3ja til 4ra og 6 ára. Sé grunur um meðfædda lokun tára- gangs er barnið sent til augnlæknis 3ja til 6 mánaða. 4. Heyrn er athuguð í 1. viku, 6—8 mánuði, 10.—12. mánuði, 4. og 6. ári. 5. Gætt er að hvort barnið er rangeygt. 6. Fylgst er með talþroska. 7. Fylgst er með hreyfiþroska. 8. Blóðmagn er mælt. 9. Þvagrannsóknir eru gerðar. 10. Reynt er að gera sér grein fyrir andlegu ástandi og skólaþroska. 11. Reynt er að gera sér grein fyrir hegðun- arþroska og skapbrigðum. Það er sérstaklega reynt að gera sér grein fyrir því, hvenær móðir eða barn tilheyra svokölluðum áhættuflokum, þ.e.a.s. þegar móðirin hefur sykursýki eða fæðingareitrun, þegar eitthvað sérstakt hefur komið upp á við fæðingu eða strax eftir fæðingu. Börnum þessara kvenna er gefinn sérstakur gaumur. Heilbrigðisfræðslan er mjög mikill þáttur í allri mæðra- og ungbarnavernd og er nú skylda. Til viðbótar þessum sérstöku læknis- fræðilegu áhættuhópum, sem rætt hefur ver- ið um hér að framan, er einnig reynt að gera sér grein fyrir því, hvaða hópar barna eru í sérstakri hættu þegar tekið er tillit til félags- legra aðstæðna. Fað er sannreynt, að hópar af þessu tagi þurfa miklu fleiri heimsóknir heilsuverndarhjúkrunarkonu og miklu meiri aðgæslu læknis á heilsuverndardeildum en önnur börn. FjölskyIdur, sem þurfa sérstakrar athug- unar við, eru eftirfarandi: 1. Þar sem aðeins er eitt foreldri. 2. Fólk, sem hefur nýlega sest að í byggð- arlagi. 3. Þar sem húsnæði er lélegt. 4. Rar sem foreldrar eru neikvæðir. 5. Rar sem foreldrar eru neikvæðir gagn- vart barninu. 6. Þar sem vænta má þess, að illa sé farið með barnið líkamlega. 7. Gamlar og ungar frumbyrjur og konur, sem hafa átt mörg börn. 8. Foreldrar með langvarandi sjúkdóma, á- fengisvandamál eða geðræn vandamál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.