Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 13 Pétur H. J. Jakobsson, Gunnlaugur Snædal RANNSÖKNIR Á 600 KONUM MEÐ LEGLÆGAR GETNAÐARVARNIR (I.U.D.) INNGANGUR. Leglægar getnaðarvarnir (I.U.D., — in- trauterine contraceptive device) hafa ver- ið notaðar hjá konum í meira en hálfa öld, en fyrr á árum var áhættan við notkun aðskotahluta í legi svo mikil, il, þegar bólgur settust að í innri fjölg- unarfærum kvenna, að ábyrgir læknar töldu það ekki „lege ártis“ að nota þessa getnaðarvarnaaðiferð. Á þessu sviði sem öðrum hefir læknisfræðinni fleygt svo mikið fram í baráttunni við sóttnæma sjúkdóma, að nú eru sýkingar sjaldgæfar, þótt konur gangi með leglægar getnaðar- varnir árum saman. Þessi þróun hefur haft í för með sér, að endurvakning hef- ur orðið á þessari getnaðarvörn, aðskota- hluturinn handhægari og miklu auðveld- ara að koma honum fyrir en áður var. Vorið 1963 barst hingað skýrsla um leg- lægar getnaðarvarnir, sem gefin var út af „The Population Council“ í New York. Var þar sagt frá ráðstefnu um þetta efni, sem haldin var í New York vorið 1962. í þessari skýrslu er stutt sögulegt yfirlit um þessa aðferða til getnaðarvama hjá kon- um. Er ekki ástæða til þess að rekja það nánar í þessari ritgerð, en vísað til greinar um „Getnaðarvarnir í legholi“, sem birtist í Læknablaðinu, 55. árgangi, 4. hefti, 1969. Þessi skýrsla frá Population Council varð til þess, að annar höfunda (P. H. J. J.) skrifaði ráðinu og óskaði upplýsinga um, hvernig hann gæti fengið I. U. D. (intra uterine device) og hvaða tegund væri helst mælt með. Dr. Kenneth A. Laurence, aðstoðarframkvæmdastjóri ráðs- ins svaraði með bréfi dags. 12. apríl 1963 og segir þar, að Population Council útvegi aðeins leglægar getnaðarvarnir, til læknisfræðilegra tilrauna, og til þeirra aðila eingöngu, sem tækju þátt í athugunum á gildi þeirra. Á þessum tíma voru leglægar getnaðarvarnir enn á rannsóknastigi. Pétri H. J. Jakobssyni var síðan boðið að sækja um leyfi til þess að taka þátt í slíkri rannsókn, og sendi hann umsókn til Population Council. Umsókn- in var samþykkt og Fæðingadeild Land- spítalans þegar sendar „Lippes loop“ að kostnaðarlausu, en enginn annar kostn- aður greiddur af Population Council, enda þess ekki óskað vegna þess, að rannsókn- in hefur að öðru leyti verið framkvæmd á vegum deildarinnar. Fyrsta Lippes loop var sett upp 30. nóvember 1963. Var sú tegund notuð ein- göngu fyrstu fimm árin, þar til fleiri teg- undir komu hingað á markað. Fyrstu árin voru einkum valdar úr þær konur, sem vandkvæði voru hjá að nota aðrar varnir. Voru meðal þeirra margar, er átt höfðu mörg börn, eða aðrar varnir höfðu brugðist hjá. Reynsla fyrstu áranna gaf þegar góða raun. Fylgst var vel með þeim skýrslum, sem reglu- lega bárust frá Population Council og International Planned Parenthood og sótti annar höfunda (P. H. J. J.) öðru hvoru fundi þessara samtaka. Vitneskjan, sem fékkst frá þátttakendum í rann- sóknum á vegum Population Council og fleirum, gaf til kynna, að hér væri kom- in fram á sjónarsviðið einföld og tiltölu- lega örugg getnaðarvörn, sem fáa fylgi- kvilla hefði í för með sér. Nokkurrar tortryggni gætti í byrjun bjá ýmsum læknum og biðu mörg lönd átekta þar til reynsla fyrstu áranna lá fyrir. ísland var t. d. með fyrstu Norðurlöndunum til að nota þessa tegund getnaðarvarna að nokkru báði. Fram til sumarsins 1965 var annar höf- unda (P. H. J. J.) einn um það hér á landi að taka þátt í fyrrnefndri könnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.