Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1975, Síða 62

Læknablaðið - 01.04.1975, Síða 62
34 LÆKNABLAÐIÐ TIL LÆKNA Lyfjakort þetta skal nota i cftirtöldum tiivikum — þcgar um cr að ræða lifsnauðsynleg lyí — þegar um er að ræða lyfjaofnæmi — þcgar um er að ræða lyf sem oft valda aukaverkunum — þegar lyfjagjöf cr flókin — þegar lyf eru gcfin gömlu fólki — til að auðvelda áframhaldandi lyfja- meðferð sem hafin hefur verið á spitala — þegar búast má við að sjúklingur leiti annarra lækna I þvi skyni að fá útgefin lyf mcð svipaða verkun — til að brýna fyrir fólki að taka lyf rétt og að lyf geti verið hættuleg — til að brýna fyrir fólki að varðveita lyf á öruggum stað UPPLÝSINGAR TIL HANDHAFA LYFJAKORTSINS Þcr ættuð ekki að brcyta lyfjaskammti eða hætta að taka lyfið (lyfin) nema með samþykki læknis yðar. Þér ættuð ætið að bcra þetta kórt á yður og sýna viö læknisskoðun, hvað svo sem kann að vera aö yður hverju sinni. LYF3AKORT Nofn sjúklings Hcimili Simi Fd. og ár Nafnnúmcr Nafn aðstandanda Simi heima Simi á vinnustað I lcintilislacknir Simi Spitali Simi Lacknir scm gcfur út kortið Geymið lyf i læstum skápum cða þar scm börn ná ekki til. Simi Lyfjaofnæmi Mynd 2. b) þvagrannsóknir c) h.jartarit, áreynslurit og hjartahljóðrit d) öndunarpróf e) efnaskipti f) vefja- og frumrannsókn g) röntgenrannsóknir, (aðalatriði). 6. Álit sérfræðinga í augnsjúkdómum, háls-, nef- og eyrnasjúkdómum, kvensjúkdómum, skurðlækningum, lyflækningum og geðlækn- ingum og annarra ráðgjafa. 7. Liðan sjúklings á spitalanum, hiti og fleira og gangur sjúkdómsins með tilvitnunum í niðurstöður rannsókna. Meðferð m.a. fæði, lyf, sjúkraþjálfun, aðgerðir og fleira. 8. Ástand sjúklings þegar hann fer af spítala. Talin skulu upp þau lyf, sem sjúklingur fer með af spitalanum, skammtastærð og hversu lengi hann eigi að taka lyfin hvert um sig. Tekið skal fram, hvert sjúklingurinn fer, hvort hann fer heim til sín, á annan spítala eða annað og hverjar ráðleggingar hann fær við brottför, t.d. hve lengi hann skuli hvíla sig, hvaða rannsóknir skulu gerðar i nánustu framtið og svo framvegis. Einnig skal tekið fram, hvort sjúklingur eigi að fara í eftirmeðferð, á annan spítala, til heimilislæknis síns eða til annars læknis og hvenær. 9. Fylla skal út lyfjakort sjúklings samkvæmt fyrirmælum sem á lyfjakorti standa og taka fram, hvort hann fái með sér slíkt kort við brottför. Augljóst er, að læknabréfin verður að skrifa þegar, er sjúklingar hverfa af spítöl- unum, svo að þau komist sem fyrst í hend- ur heimilislækna og annarra þeirra aðila, sem þurfa á þeim að halda. Læknar mega ekki láta undir höfuð leggjast að lesa fyrir bréfin strax, ritararnir þurfa að skrifa þau strax, sérfræðingar og yfirlæknar verða að lesa þau yfir strax og þau verður síðan að senda frá spítölunum svo fljótt sem unnt er. Oft vill hins vegar verða óeðlilegur dráttur á, að bréfin séu send frá spítölun- um og er ástæðan oftast sú, að læknarnir gefa sér ekki tíma til þess að lesa þau fyrir, en alloft er beðið eftir rannsóknum, sem gerðar hafa verið á ýmsum stofnunum innanlands eða utan. Stundum hlaðast ó- frágengnar sjúkraskrár hins vegar upp hjá riturum, sérfræðingum eða yfirlæknum og gefur auga leið, að erfiðara verður fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.