Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 14

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 14
6 LÆKNABLAÐIÐ a) Hypercortisolemia b) Hypermineralocorticoidemia c) Alkalosis metabolica sive re- spiratorica d) Nephropat'hia kaliurica prima- ria e) Hyperkaliuria seq. diureticae f) Vegna lakkrísáts í óhófi g) Syndroma Liddle. Hið síðastnefnda í stafliðarununni ein- kennist af hækkuðum blóðiþrýstingi, hypo- kalemiskri alkalosu, auknu saltinnihaldi svita, en alls engum aldosteronútskilnaði, jafnvel ekki við natríumskerðingu. Athugun listaatriðanna leiddi í ljós, að nokkur mátti útiloka strax eftir fyrsta legudag. Þannig nægði sjúkrasagan ein til þess að útiloka lakkrísát, respiratoriska alkalosu, metaboliska alkalosu vegna alk- aliáts, afdrifaríkan K+ skort í fæðu eða tap þess gegnum meltingarveg og thiazid- eða önnur diuretica áhrif til skýringar á K + -tapi í þvagi. Skoðun sýndist óyggjandi útiloka hypercortisolemiu (Cushing syn- drome) sem orsök, enda staðfest með mæl- ingu eðlilegs cortisols í sérum. Vegna ættarsögu um ótímabæra æða- kölkun í föður og þess, að óhljóð var heyr- anlegt yfir náraslagæðum, þótti rétt að úti- loka hypertensio reno-vascularis með við- eigandi angioradiografiu, sem var gersam- lega eðlileg. Vegna sjúkrasögunnar var einnig reynt að sýna slagæðakerfi nýrna- hettna með aorta-grafiu, en ekki tókst að sýna fram á sjúklegar slagæðar. „Eðlileg" renal angiografia nægir þó ekki til útilok- unar á duldri æðakerfisskemmd í nýra með þar af leiðandi renin-angiotensin- harðaspretti til hyperaldosteronisma. Þegar hér er komið sögu um greiningu mögulegs primers aldosteronismus, er ör- lítil upprifjun á nokkrum staðreyndum um aldosteron og áhrif þess nauðsynleg. Aldosteron er framleitt í 1000. hlutum milligrams (50—250 mcg per sólarhring)2 í yzta frumulagi af þrem, sem mynda nýrnahettubörkinn, vegna hvatningar frá keðjuverkun, sem á sér upphaf í renin-losi úr juxta-glomerular frumunum að undan- gengnum þenslusveiflum æðakerfisins3 1210 1719 Þéttni þess í blóði er aðeins 5—15 nanogrörpm (ng) per 100 ml, en útskilnað- Mynd 1. ur í sólarhringsþvagi u. þ. b. 1000 sinnum meiri, eða 5—20 mcg per sólarhring. Aðalverksvið aldosterons er stjórnun á jónaskiptum Na+ og K+ á „herfræðilega mikilvægum“ stöðum í líkamanum. Af- drifarikust eru áhrif aldosterons á þessi jónaskipti í ytra hluta útfærsluganga (tu- buli) nýrna og veldur þar skiptum á Na + úr útfærslugangsvökvanum fyrir K+ og H+ úr frumuvökva nýrnagangsvefsins (sjá mynd 1). Vegna þess hve markverðu hlutverki Na + -jónið gegnir í osmotisku afli blóðs og utanfrumuvökva líkamans, er augljóst, að nákvæma stillingu þarf á þessa skipti- stöð, svo að sjúklegar sveiflur verðd ekki á rúmtaki blóðs — ofsog Na+ inn í blóðið veldur rúmtaksaukningu blóðs samfara þenslu æðakerfisins og háþrýstingi — vansog leiðir til hins gagnstæða. Samhliða ofannefndum breytingum á Na+ yrði hyp- erkaluria með auknu útstreymi á K + ásamt H + , sem leiðir til hypokalemiu ásamt alkalosu. í hinu tilvikinu gæti orðið hyponatremia, hyperkalemia og möguleg acidosis. Stóru drættirnir í stjórnun aldosteron-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.