Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 12

Læknablaðið - 01.04.1975, Page 12
4 LÆKNABLAÐIÐ Greinargóður. — Eftirfarandi atriði mark- verð við skoðun: Hjarta- og æðakerfi: Broddsláttur þreif- anlegur í 5. mrb (millirifjabil) í mvl (mið- viðbeinslína). Hjartsláttur reglulegur, tón- ar hreinir, ekki áberandi hvellandi á 2. aortalokutóni. Mjúkt I—11° systoliskt ó- hljóð yfir apex. Blóðþrýstingur: 185/125 í hægri handlegg útafliggjandi. 195/135 í hægri handlegg standandi. 195/130 í vinstri handlegg útafliggjandi. 205/135 í vinstri handlegg standandi. Útæðapúlsar allir finnanlegir og samhverf- ir. Ekki áberandi æðaveggjaþykknun; pulsus femoralis finnst merkjanlega á und- an pulsus radialis. Ekki heyranlegt suð yfir háls- og nýrnaslagæðum né ósæðinni, en lágvært suð heyrist yfir báðum læra- slagæðum. Augnbotnaspeglun leiddi ekki í ljós neinar breytingar á vídd slagæða, misræmi í þykkt slag- og bláæða, né óeðlileg kross- mót og alls engin merki um blóðvatnsút- flæði (exudat) eða blæðingar. Sjóntauga- kólfur skýrt afmarkaður. Óveruleg teikn um vöðvabólgur fundust í axlarvöðvum, en ekki statiskar skekkjur hryggjar eða ilsig og engin merki um eymsli á nýrnastöðum né grunur um stækkun nýrna. Hjartaafrit 12.4. sýndi reglulegan sinus- rythma. P-takkar og QRS-útslög voru eðli- leg. S-T bil lækkuð í leiðslum vinstra hjartahólfs og áberandi U-takkar, þ. e. breytingar samrýmanlegar ofþykknun vinstra afturhólfs ásamt/eða án kalium- lækkun í blóði. Blóð- og þvagrannsókn leiddi eftirfar- andi í ljós: Blóðhagur: Eðlilegur. Fastandi blóðsykur: 87 mg%, 90 mín. eftir 50 gr. glucosuhleðslu: 63 mg%. Serum-calcium 10,2 mg%. Cholesterol 236 mg%, trigly- ceridar 72 mg%. Serum-natrium 142 mEq/1, serum-kalium 2,6 mEq/1. Þvaghag- ur: Eðlil. m. t. t. sykurs, eggjahvitu og for- melementa, en eðlisþyngd var 1006 og pH 6,0. Rtg. skoðanir voru gerðar og leiddi hjarta- og lungnamynd ekkert athugavert í Ijós utan „hypertoniu blæ“ á vinstra aft- urhólfi. Lendahryggur sýndi eðlilega lið- bolshæð og liðbil. I. v. urografia: Ekkert athugavert nema minnkuð upphleðsla skuggaefnis, þ. e. minnkuð þéttihæfni nýrnagagnvefsins. Að þessum upplýsingum fengnum 19.4. 1973, var beðið um pláss fyrir S. á lyf- læknisdeild Landsspítalans til staðfesting- ar eða útilokunar rökstudds gruns um aldosteronismus. Sjúklingur var innlagður á III. deild Landsspitala þ. 7.5. 1973 og verður nú rannsóknarleiðin rakin og forsendur til- færðar. Leitað var staðfestingar á heilsu- fars- og ættarsögu. Rannsókn í Hjartavernd í nóvember 1970 var eðlileg, að því er sjúklingur vissi. Afrit rannsóknanna leiddi þó í Ijós: „Hefur á sl. ári tekið eftir auknu þvag- magni“. „Fær höfuðverk einu sinni eða oftar í mánuði“. „Hefur verið óeðlilega þreyttur“. „Er orðinn áberandi eirðarlaus“. Systoliskt óhljóð á apex við skoðun af stigi I—II. Blóðþrýstingur: 170/106 (13.11. 1970), 180/90 (27.11. 1970). Þvag: pH 6, eðliSþyngd 1008. Diagnosis: Hypertonia systolica (405,0). Ráðleggingar til heimilislæknis: Eftir- lit og e. t. v. meðferð. Ráðleggingar til þátttakanda: Leita til heimilislæknis. Hjartarafrit sjúklings er túlkað eðlilegt, Minnesota code 100, en við skoðun þess nú (maí 1973) sjást augljósir U-takkar í rit- inu, í leiðslum V2 til V5, og QT mælist lengt (0.43 sek.), en ætti samkv. formúlu miðað við hraða að vera 0,41 til 0,31 sek. (formúlan er QT 1/8R-R -f 0.28 ± 0.05).2r' Vegna ættarsögunnar var sjúkraskrá föður S., sem lá á Landspítala 1968, dregin fram, og staðfesti hún, að faðir hans, þá 58 ára gamall, hafði svæsna æðakölkun, vægan háþrýsting og sykursýki. Göngu- verkir í kálfum voru fyrir hendi í 5 ár og mun lengur fótadofi, ónot og óeirð í gang- limum. Serum natrium og kalium mæld- ust hins vegar eðlileg.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.