Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
129
komu fram hjá hinum 127 sjúklingum með
þögla gallsteina á eftirlitstímabilinu: Af
töflu tvö sést, að 8 menn af 56 (14,2%) fá
dæmigert einkenni (fl. I), 13 menn (24%)
fá einkenni, sem ekki eru dæmigerð fyrir
gallsteina (fl. II) og 33 (62%) halda áfram
að vera einkennalausir (fl. III). Á sama
hátt sést af töflu III., að 40 konur af 71
(55%) halda áfram að vera einkennalaus-
ar (fl. III), 20 konur (30%) fá ódæmigerð
einkenni (fl. II) og aðeins 11 konur
(15,5%) fá dæmigerð einkenni (fl. I).
Töflur IV. og V. sýna sjúklinga þá á
tímabilinu, sem undirgengust gallblöðru-
aðgerð, einkenni þeirra fyrir og eftir að-
gerð og afdrif.
Eins og fram kemur af töflunum (IV. og
V.) undirgengust 12 menn (af 56) og 13
konur (af 71) gallblöðruaðgerð á tímabil-
inu. 7 menn (af 12) og 9 konur (af 18)
fengu fl. I. einkenni (kolik) fyrir aðgerð,
þar af lézt einn 71 árs karlmaður 3 dögum
eftir aðgerð vegna fylgikvilla hennar, eins
og fyrr er getið, en engir aðrir fylgikvillar
aðgerðar birtust meðal hinna sjúklinganna.
Af 7 mönnum, sem undirgengust aðgerð
vegna fl. I. dæmigerðra einkenna, varð að-
eins einn einkennalaus, en 5 fengu ódæmi-
gerð (fl. II) einkenni. Af 9 konum, er
skornar voru upp vegna dæmigerðra ein-
kenna (fl. I), urðu 2 einkennalausar eftir
aðgerð, en 7 þeirra fengu ódæmigerð ein-
kenni (fl. II). Allir 4 mennirnir, sem höfðu
aðeins ódæmigerð einkenni (fl. II) fyrir
aðgerð, héldu áfram að hafa sömu ein-
kennin eftir aðgerðina, en af 7 konum með
ódæmigerð einkenni (fl. II) fyrir aðgerð,
varð ein einkennalaus, en 6 þeirra héldu
áfram að hafa sömu einkennin eftir að-
gerðina.
Einn maður og' 2 konur höfðu engin ein-
kenni fyrir aðgerðina (fl. III) og héldust
svo eftir aðgerð. Ekki urðu aðrir fylgi-
kvillar eftir aðgerð en áður er getið, þ.e.
einn dauði.
Þótt ekki komi fram á töflum, var gerð
könnun á því, hvort fjöldi gallsteina, þ.e.
einn eða fleiri en einn steimn^ hefðu áhrif á
gang mála. Kom í ljós, að svipað hlutfall
sjúklinga beggja kynja fengu dæmigerð
(fl. I) og ódæmigerð (fl. II) einkenni,
hvort sem um einn eða fleiri gallsteina
var að ræða á röntgenmyndum af gall-
blöðru. Einnig var kannað, hvort mun-
ur væri á gangi mála með tillliti til síðari
einkenna meðal sjúklinga með hjarta- og
æðasjúkdóma, sykursýki og offitu saman-
borið við sjúklinga án þessara kvilla. Kom
ekki í Ijós marktækur munur að þessu
leyti, en vegna lágra talna reyndist ekki
gerlegt að draga tölfræðilegar ályktanir í
síðastnefndu tilviki.
Um 55—60% sjúklinganna með þögla
gallsteina haldast svo á tímabilinu. Um
15% fá dæmigerð einkenni (fl. I) og 25—
30% fá ódæmigerð einkenni (fl. II). Af 30
sjúklingum, þ.e. 12 mönnum og 18 konum,
sem undirgengust aðgerð á tímabilinu dó
einn af völdum aðgerðar, engir hinna hlutu
aðgerðarfylgikvilla. Af þeim 33 sjúkling-
um, sem fengu ódæmigerð (fl. II) einkenni
á tímabilinu, undirgengust 11 eða þriðj-
ungur aðgerð, 10 þeirra héldu áfram að
hafa sömu einkenni eftir aðgerð, engir að-
gerðarfylgikvillar. Ekki kom fram munur
á milli kynja hjá þeim, er fengu dæmigerð
einkenni (fl. I), en það voru 15%. Hins
vegar kom í ljós, þó ekki tölfræðilega, mun-
ur á tíðni á dæmigerðum (fl. I) einkenn-
um, þegar í hlut áttu hinir mismunandi
aldurshópar án tillits til kynja. Kom fram,
að um 22% sjúklinga undir 61 árs aldri fá
dæmigerð einkenni (fl. I), en aðeins 7%
sjúklinga eldri en 61 árs fengu slík ein-
kenni. Bæði karlar og konur sýndu svipaða
tíðni ódæmigerðra einkenna (fl. II) eða
24% karla og 30% kvenna. Hins vegar
virtust ódæmigerð einkenni (fl. II) heldur
tíðari meðal sjúklinga eldri en 61 árs
(33,5%) sbr. við sjúklinga yngri en 61 árs
(17%). Eins og getið var hér að framan
kom ekki fram áberandi munur á dæmi-
gerðum og ódæmigerðum einkennum þ.e.
a.s. fl. I og fl. II, meðal sjúklinga með einn
stein sbr. við fleiri en einn stein, né meðal
sjúklinga með einn stein sbr. við fleiri en
einn stein, né meðal sjúklinga með eða án
hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og of-
fitu.
UMRÆÐUR
Skilgreining
Fáar greinar hafa birzt um svokallaða
þögla gallsteina, á seinustu áratugum.3 8 0 33
Erfitt er hins vegar að ákvarða tíðni slíkra
þögulla steina úr læknisfræðilcgum tíma-