Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 46
154 LÆKNABLAÐIÐ greindist við skólaskoðun árið 1970, en þá átti drengurinin heima í Danmörku. Sjúk- lingurinn mátti heita einkennalaus, en hafði þó 'kvartað um þreytu í fótum og af og til haft 'höfuðverk siðastliðið ár. Sjúklingurinn var hraustlegur og hæð og þyngd innan eðlilegra marka. Það voru áberandi púlsar á hálsi og æðasláttur fannst greinilega á brjóstkassanum, sér- staklega á milli herðablaða. Broddsláttur fannst í 5. rifjabili, aðeins utan við miðvið- beinslínu. Annarar gráðu (2/4) blásturs- hljóð (systolic murmur) heyrðist við vinstri bringubeinsbrún og enn kröftugra (3/4) milli herðablaða. Blóðþrýstingur í efri útlimum mældist 150/85 en í neðri útlimum 105/60 mm. Hg. Púlsar fundust mjög óljóst í nárum og alls ekki á fótum. A röntgenmynd var hjartað við efri stærðarmörk og línurit sýndi ofvöxt (hypertrophy) á vinstra slegli. Hægri og vinstri hjartaþræðing ásamt ósæðarmynd (aortography) leiddi ekki annað í ljós en vel afmörkuð ósæðarþrengsli rúmlega 2 sm. neðan við upptökin á vinstri viðbeins- slagæð og mikið fylgiæðanet. Uppskurður var gerður þann 22.6. 1972 á sama hátt og lýst er hjá fyrra sjúklingi. Slagpípubandið kom inn í ósæðina aðeins ofan við þrengslin. Tekinn var rúmlega 1 sm. af ósæðinni og Var æðin vel víð, nán- ast af fullorðinsstærð fyrir ofan og neðan. Blæðing var aðeins 100—150 ml. og var sjúklingnum ekki gefið blóð. Hann var mjög fljótur að jafna sig og útskrifaðist af spítalanum þann 4.7 við góða líðan. Við skoðun fyrir útskrift mældist blóð- þrýstingur í hægri handlegg 130/60 en í vinstri handlegg 115/70 og var ekki við- hlítandi skýring á því, þar sem þrengslin voru það langt fyrir neðan viðbeinsslagæð- ina að alls ekkert þrengdist að upptökum hennar þegar ósæðin var tengd saman. Hjartaóhljóð var horfið. Púlsar í nárum og fótum voru mjög sterkir (4/4) nema púls í vinstri ristarslagæð (dorsalis pedis), en hann kom aldrei fram. Hjartamynd og línurit voru óbreytt. Einu ári og aftur fjórum árum seinna var skoðun óbreytt og hefur líðan verið ágæt síðan. 3. 16 ára piltur var lagður inn á Borgar- spítalann þann 4.11. 1973. >Hann hafði sótt um vinnu við Álverið í Straumsvík og varð þá að gangast undir læknisskoðun. Við skoðunina uppgötvaðist að hann hafði meðfædd ósæðarþrengsli. Sjúkling- urinn var einkennalaus, en frá fermingar- aldri var vitað, að 'hann hafði hjartaóhljóð og hafði það fundizt við skólaskoðanir Broddsláttur fannst áberandi í 5. rifja- bili og miðviðbeinslínu. Gráðu 3 (3/4) blásturshljóð (systolic murmur) heyrðist yfir hjarta, hæst yfir hjartarót (basis). Það heyrðist einnig á baki en mun daufara. Blóðþrýstingur mældist 180/115 í báðum handleggjum. Augnbotnaskoðun var eðli- leg. Nárapúlsar voru mjög daufir og púls- ar í fótum fundust ekki. Hjartamynd sýndi hjarta við efri stærð- armörk en rúmmál þess mældist 480 ml./m2 líkamsyfirborðs. Átur úr rifjum sáust greinilega. Ósæðarmynd sýndi mikil þrengsli um 3 sm. fyrir neðan viðbeins- slagæð og mjókkaði ósæðin smátt og smátt niður að þrengslunum og víkkaði svo smám saman aftur neðan við þrengslin. Það var geysimikið fylgiæðanet (colla- terals). Hjartaþræðing var ekki gerð. Sjúklingurinn var skorinn upp þann 6.11. 1973. Fylgiæðar voru feikilega víðar og margar umhverfis þrengslin. Slagpípu- bandið kom inn í ósæðina aðeins fyrir ofan ósæðarþrengslin. Um 2 sm. þurfti að taka af ósæðinni til að fá nægilega víða æð fyr- ir ofan og neðan, en æðin var síðan tengd saman á samsvarandi hátt og hjá hinum sjúklingunum tveimur. Það blæddi mikið meðan á aðgerð stóð og var sjúklingnum gefið samtals 4000 ml. af blóði. Honum heilsaðist þó ágætlega eftir aðgerðina og útskrifaðist af sjúkrahúsinu á 14. degi eftir uppskurð. Við útskrift var blóðþrýstingur enn 160/100 en hálfum mánuði eftir útskrift var hann kominn niður í 140/90. Púlsar voru af gráðu 4 (4/4) í báðum nárum og af gráðu 3—4 á fótum. Hjartaóhljóð var horfið. Þremur mánuðum síðar var skoðun óbreytt, hjartalínurit eðlilegt og hjartað hafði minnkað á röntgenmyndum og mæld- ist rúmmál þess nú 410 ml./m2. Tveim ár- um eftir uppskurð var skoðun og línurit óbreytt. Samkvæmt upplýsingum föður var heilsufar sjúklingsins mjög gott 3% ári eftir uppskurðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.