Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
169
ig telur nefndin að kennsla í heimilislækn-
in-gum skuli hefjast á þriðja kennsluári og
að síðan skuli ár hvert vera nokkur
kennsla í heimilislækningum, á þann veg,
að á þriðja og fjórða ári sé kennslan munn-
leg í formi fyrirlestra og í umræðuhópum,
en á fimmta og sjötta ári sé verkleg klínísk
kennsla, að nokkru leyti á heimilislækn-
ingastöð í Reykjavík, e.n einnig á heilsu-
gæslustöð utan Reykjavíkur. í greinargerð-
inni kemur einnig fram að Hásköli íslands
skuli setja á stofn eða gerast aðili að heim-
ilislækningastöð í Reykjavík og að þar
skuli vera starfsaðstaða fyrir hæfilega
marga heimilislækna til að anna kennsl-
unni og eigi þá að miða við það, að aldrei
séu fleiri læknanemar á stöðinni en lækn-
ar.
í júní 1976 útskrifuðust fyrstu lækna-
kandidatarnir eftir hinni nýju reglugerð
læknadeildar. Þá hafði kennsla í heimilis-
lækninigum enn ekki hafist og enginn kenn-
ari verið skipaður í greininni. Lektor var
síðan skipaður í greininni 01.08. 1976, en
ennþá er óráðið hvenær kennsla í heimilis-
lækningum mun hefjast.
KENNSLA í HEIMILISLÆKNINGUM
VIÐ LÆKNASKÓLA ERLENDIS
Á meðan á þeim undirbúningi, er hér
hefur verið rakinn, hefur staðið, hafa
heimilislækningar orðið að kennslugrein
við æ fleiri læknaskóla þeirra landa, er við
höfum mest menningarsamskipti við, bæði
austan hafs og vestan.
í Bretlandi var „College of General
Practitioners“ gerður að „Royal College of
General Practitioners“ og tekið upp
MRCG-próf, sem viðurkenning á „Post
Graduate“-þjálfun 1966. Það ár voru heim-
ilislækningar á kennsluskrá í fjórum
læknaskólum í Bretlandi, en árið 1973 voru
heimilislæfcningar kenndar við næstum
alla læknaskóla þar.
í Danmörku er nám í heimilislækningum
valgrein og taka almennir læknar (heim-
ilislæknar) þátt í kennslu stúdenta við viss
sjúkrahús og klínískir lektorar í greininni
eru fastráðnir til starfa í Árósum og Kaup-
mannahöfn.
í Noregi er kennsla í heimilislækningum
fastur liður við alla læknaskóla og fast-
ráðnir prófessorar í greininni, sem er
skyldugrein.
I Finnlandi er verkleg kennsla í heilsu-
gæslu við heilsugæslustöðvar liður í grunn-
menntun læknanema í Kuopio og Tammer-
fors, en kennsla í heimilislækningum fer
einnig fram við aðra háskóla.
í Svíþjóð er mikill áhugi fyrir heimilis-
lækningum og þar eru byggðar einna full-
komnastar heilsugæslustöðvar á Norður-
löndum. Þar fer þó efcki fram nein fræði-
leg kennsla í heimilislækningum.
I Bandaríkjum Norður-Ameríku voru
heimilislækningar opinberlega viður-
kenndar sem sérgrein með stofnun „The
American Board of Family Practice“ 1969.
Það ár fór fram viðurkennt skipulegt sér-
nám í þessari grein á 30 stöðum í Banda-
ríkjunum, en árið 1974 voru staðirnir orðn-
ir 219.6 Heimilislækningar voru kenndar
við læknaskóla árið 1973, en 1975 hafði
tala þeirra vaxið upp í 96 af 112 lækna-
skólum er upplýsingar lágu fyrir um.2
HEIMILISLÆKNINGAR SEM SÉRGREIN
Árið 1969 birti „The Royal College of
General Practitioners“ skilgreiningu á orð-
inu heimilislæknir, þar sem segir m.a. að
heimilislæknir sé sá, sem veitir einstak-
lingum eða fjölskyldu persónulega lækn-
isþjónustu og tenigir hana við stöðugt heil-
brigðiseftirlit og að hann taki fyrstur lækn-
isákvörðun í hverjum vanda, sem sjúkling-
ur hans ber upp og leitar álits annarra sér-
fræðinga, er hann telur viðeigandi.
í Norður-Ameríku hefur heimilislækn-
ingum verið lýst á svipaðan hátt sem sé að
þar sé um að ræða5:
1. Bein tengsl læknis og sjúklings.
2. Samvinna milli læknis og sjúklings yfir
langt tímabil jafnvel þó að ekki sé um
veikindi að ræða.
3. Samhæfing allrar heilsugæslu og lækn-
inga.
Hlutverk heimilislæknisins:
1. Hann metur fyrstur ástand sjúklings og
veitir meðferð sem á færi hans er.
2. Hann sér um samstarf heilsugæsluhóps-
ins, lækna, hjúkrunarfræðinga, félags-
ráðgjafa, sálfræðinga o.s.frv.