Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 93
LÆKNABLAÐIÐ
181
Macroglobuunaemia in an Icelandic Family
Ir. fl LEVELS
CONTROL GROUP:
I g A 55 - 320
IG G 650 - 1600
Ir- I! 20 - 110
BMH: Benign monoclonal macroglobulinaemia □ o Normal
WH: IÍALDENSTRÖm'S MACROGLOBULINAEMIA ■ A Ig M
HL: IgM: Malignant lymphoma Levels given by numbers oF nry//ix> finl B 1 @ < "M component Ig M level ELEVATED
H ® Malignant
LYMPHOMA
T., Bennett, M.: The SJL/J mouse: a new
model for spontaneous age-associated amy-
loidosis. I morphologic and immunochemical
aspects. Lab Invest, 35:47-54, 1976.
Lyfjaeitranir á Iyflækingadeild Borgar-
spítala 1971—1975
Guðmundur Oddsson
Yfirlit yfir lyfiaeitranir sem lagðar eru inn
á lyflækningadeild Borgarspítala á árunum
1971—1975 og er einungis fjallað um þær eitr-
anir sem eru afleiðing lyfjamisnotkunar.
Alls voru innlagnir 318, en sjúkiingafjöldi
301 (130 karlar og 171 kona). Lítil breyting er
á tíðni innlagna milli ára, en hundraðshlutatala
innlagna af völdum eitrana hefur heldur lækk-
að á þessu tímabili. Ef sjúklingum er skipt nið-
ur eftir aldri er stærsti hópurinn á aldursbii-
inu 21—30 ára og næststærsti 31—40 ára.
Algengustu sjúkdómsgreiningarnar eru, alco-
holismus chronicus, abusus medicamentorum,
depressio mentis og psykopathia, og algengEista
ástæða fyrir innlögn er tentamen suicidi (107
sjúkl.) og abusus medicamentorum (84 sjúkl.).
Um 70% sjúklinganna voru meðvitundarlaus-
ir, eða með mjög mikið skert meðvitundarstig
við komu og langflestir þeirra meðhöndlaðir á
gjörgæsludeild og síðan á legudeild. Hefur
skapast ágæt samvinna milli lyflækna og svæf-
ingalækna um þessi tilfelli.
58% sjúklinga útskrifuðust heim án sérstakr-
ar meðferðar, 21% útskrifuðust á geðsjúkra-
hús, 17% voru sendir til geðlæknis eftir út-
skrift, 7 sjúkl. dóu eða 2,2% mortalitet.
Lyfjaeitranirnar hafa nokkuð breyst á þessu
tímabili, sérstaklega hefur notkun Mebumal
natrii minnkað mikið (30 innl. 1971, 10 innl.
1975), en önnur lyf með vægari eitrunareink.
svo sem Diazepam hafa komið í staðinn.
LED á íslandi og HLA flokkun og Aníi-
DNA-antibody mælingar
Höfundar: Jón Þorsteinsson, Ingvar Teitsson,
Alfreð Árnason og Kári Sigurbergsson.
Lyflækningadeild Landspítalans, Blóðbankinn,
Reykjavík
Könnun á LED hérlendis hefir leitt i ljós að
nýgengi sjúkdómsins hefur aukist úr 0,6 pr.
100.000 íbúa á árunum 1966—70 í 1,2 pr.
100.CO0 ibúa á árunum 1971—75.
1 árslok 1975 var algengi sjúkdómsins hér-
lendis 8,7 pr. 100.000 íbúa. (Ingvar Teitsson og
Jón Þorsteinsson: XVI Norræna Gigtlækna-
þingið. Reykjavík júní 1976).
Á því ári, sem liðið er frá Gigtlæknaþinginu í
Reykjavík, hafa verið greind 4 ný tilfelli.
Reynt verður að skýra þessa aukningu og
rætt verður um HLA flokkun á þessum sjúk-
lingum og Anti-DNA-antibody mælingar.
Reiter’s sjúkdómur
Halidór Steinsen
Farið var yfir sjúkraskrá sjúklinga sem leg-
ið höfðu á Landakotsspítala og Landspítala
með Reiter’s sjúkdóm, 1967—1976, m.t.t. ein-