Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 26
140
LÆKNABLAÐIÐ
76 af 78 sjúklingum. Var hann að meðal-
tali 2,9 dagar. Krampa er getið hjá 14
sjúklingum, annað hvort fyrir óráðið eða
meðan á því stóð.
AÐRAR PSYCHOSES ALCOHOLICAE
Auk þessara 78 sjúklinga með delirium
tremens, sem innlagðir hafa verið í fyrsta
sinn á Kleppsspítalann á árunum 1960 til
1974 hafa verið lagðir inn 43 sjúklingar,
sem hjá hafa verið greindar aðrar psy-
choses alcoholicae. Af þeim hafa 10 fengið
greininguna hallucinosis alcoholica, þar af
2 konur. Af þessum sjúklingum hafa 5 ver-
ið innlagðir aftur með sömu greininguna,
en 3 hafa komið inn aftur vegna drykkju-
sýki, en án ofskynjana. í hópnum alii
psychoses alcoholicae er dementia alco-
holica, Korsakow's syndrom og hugsanlega
eitthvað aí hallucinosis alcoholica. Þá hafa
9 sjúklingar verið innlagðir í fyrsta sinn á
þessu árabili vegna delirium tremens inci-
piens. Þar af hafa 4 verið innlagðir síðar
með sömu greiningu og 3 vegna drykkju-
sýki.
Á athugunartímabilinu hafa hins vegar
samtals 27 sjúklingar verið innlagðir til
meðferðar vegna delirium tremens inci-
piens. Af þessum sjúklingum hafa 7 komið
inn síðar vegna delirium tremens, en 11
hafa verið innlagðir fyrr á athugunartíma-
bilinu vegna delirium tremens.
DÁNARTÖLUR OG DÁNARORSAKIR
Á árabilinu 1950 til 1974 komu 80 karlar
með delirium tremens á Kleppsspítalann.
Afdrif þessa hóps hafa verið könnuð sér-
staklega og kom í ljós, að 25 voru látnir í
lok athugunartímabilsins, 1.12 1974.
Einn sjúklingur lést á spítalanum í sam-
bandi við fyrstu komu vegna delirium
tremens, annar lést í síðari innlögn vegna
delirium tremens. Þriðji sjúklingurinn lést
á öðrum spítala vegna infarctus myocardii
TAFLA6
Sjúklingar innlagðir á Kleppsspítala vegna
psychoses alcoholica og delirium tremens
incipiense á árunum 1960-1974
Delirium tremens 78
Hallucinosis alcoholica 10
Alii psychoses alcoholicae 33
Delirium tremens incipiens 9
og delirium tremens upp úr því, en óráðið
var afstaðið er hann lést.
Er hér úrdráttur úr sjúkraskrám þessara
þriggja sjúklinga til skýringar:
71 árs ikarl, innlagður í fyrsta sinn á
Kleppsspítalann 1956. Fertugur að aldri
hafði hann fengið lömunarveiki og eftir
það borið á þungly-ndi og síðan vaxandi
áfengisneyslu. Við komu á spítalann var
líkamlegt ástand fremur lélegt. Hann
hafði ofskynjanir og var af og til alveg
ruglaður, hvorki áttaður í tíma né rúmi.
Óráðið var breytilegt, en mun hafa var-
að næstu 3 til 4 daga. Hann nærðist
sæmilega, en líkamlegt ástand breyttist
lítið til hins betra og síðasta sólarhring-
inn fékk hann hita og einkenni um
lungnabólgu. Hann lést snögglega á 8.
degi dvalar sinnar á spítalanum. Krufn-
ing leiddi m.a, í ljós occlusio arteria
coronaria cordis. Hypertrophia et fibrosis
cordis. Pneumonia hypostatica bilateral-
is.
47 ára karl, innlagður í annað sinn með
delirium tremens 1972. Hann var þegar
við komu með ofskynjanir, likamlegt á-
stand lélegt, sérstaklega með tilliti til
næringar. Innan örfárra tíma fór að bera
meira á rugli, blóðþrýstingur lækkaði
samfara hraðari púls, og hækkandi hita.
Hann fékk tvisvar minni háttar krampa-
köst með stuttu millibili. Ráðstafanir
voru gerðar til að flytja sjúklinginn á
lyflækningadeild, en áður en af flutningi
yrði lést hann snögglega. Krufning leiddi
meðal annars í Ijós: Dilatatio et hyper-
trophia cordis. Stasis et oedema pulm.
Bronchitis purulenta, Steatosis hepatis
m.gr.
55 ára karl, innlagður í fyrsta sinn á
Kleppsspítalann vegna delirium tremens
1964. Þessi sjúklingur hafði sögu um
allt upp í mánaðardrykkjutúra með Vz
til 2ja mánaða hléum. Hann kom á
Kleppsspítalann af öðrum spítala, þar
sem hann hafði verið innlagður vegna
infarctus myocardii. Á 3. degi byrjandi
einkenni um delirium tremens og því
fluttur á Kleppsspítalann, þar sem með-
ferð var veitt vegna óráðsins með skjót-
um og góðum árangri. Hann var sæmi-
lega hress líkamlega og skýr eftir 4 daga