Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 16
132 LÆKNABLAÐIÐ gallsteina í eftirfarandi tilvikum: 1. Gall- blaðran er óstarfhæf, þar sem í þeim til- vikum er mun meiri á'hætta á fylgikvillum. 2. Sjúklingar sem ihafa þrálátt skeifugarn- arsár auk gallsteina. 3. Kviðarholsaðgerð er framkvæmd í öðru skyni og gallblöðru má nema burtu án of mikillar aukaáhæt.tu. 4. Margir litlir steinar eru til staðar.-8 Sömu höfundar álíta, að allsherjarleit að þöglum gallsteinum og aðgerð hjá þeim, sem þögla steina hafa, sé ekki réttlætanleg á þessu stigi.23 O'kkar rannsókn leiddi ekki í ljós aukna tíðni á einkennum hjá þeim sjúklingum, sem höfðu marga steina borið saman við 'þá, sem höfðu aðeins einn stein. Higgins telur, að óstarfhæf gallblaðra sé nægileg ástæða fyrir valaðgerð."1 Eins og við var að búast reyndist erngin okkar sjúk- linga hafa óstarfhæfa gallblöðru, enda gæti slíkur sjúklingur vart talizt hafa þögla gallsteina. Ýmsir lyflæknar og meltingarfræðar, svo sem Bockus, Riese, S. Sherloek og Wechsl- er, hallast að því, að aðgerð við þöglum gallsteinum ætti ekki að fremja einvörð- ungu af fyrirbyggjandi ástæðurn.5 24 27 34 Enn aðrir svo sem Small leggja til að láta þögla gallsteina í friði eða geyma þá e.t.v. til tilrauna með lyfjaáhrif svo sem af áð- urnefndum gallsöltum.30 31 Ingelfinger tel- ur, að aðgerðir við þöglum gallsteinum geti vel valdið „a greater loss ini years of life in a given group“ en að láta sjúklinga í friði þar til þeir fá einkenni.17 Sleisenger telur, að rétt sé að skera upp þá, sem eru undir 50 ára aldri.28 29 Sami höfundur tel- ur, að ekki sé rétt að skera þá með þögla gallsteina milli 50—60 ára, sem hafa sjúk- dóma í hjarta, æðum, nýrum og lungum.29 Hins vegar telur hann, að ekki beri að skera þá yfir 60 ára aldri, þar sem lífs- hlaup (life expectancy) þeirra virðist lengra, ef valaðgerð er ekki gerð.29 Schein álítur, að sjúklinga 50—60 ára eigi að skera upp, séu þeir annars við góða heilsu, hafi Iþeir stein stærri en 2 cm í þvermál eðia sykursýki undir góðri stjórn.20 Andreassen ræður gegn valaðgerð á þöglum gallstein- um m.a. vegna hárrar tíðni á „dyskinesiu“ eftir aðgerð (15—30%).2 Ennfremur ræð- ur sami 'höfundur frá aðgerð á gallblöðru samfara annarri aðalaðgerð vegna aukinn- ar áhættu, nema vissa sé fyrir því, að gall- steinar valdi einhverjum af einkennum sjúklingsins.2 Einn höfundur bendir á, að upplýsingar varðandi tíðni á þöglum gallsteinum sýni, að sjúklingar með þennan kvilla skipta milljónum.3 Ætti að nema brott allar slík- ar gallblöðrur, mundi aðgerðabyrðin, sem af því leiddi, verða óyfirstíganleg. Ralstone og Smith benda á, að dauða- áhætta eykst með hækkandi aldri og að dauðaáhætta við valaðgerð aukist einnig með aldrinum.23 Sömu höfundar reikna út, að dauðaáhætta meðal sjúklinga 45 ára að aldri með gallsteina sé um 1% og svipuð og við valaðgerð á sama aldri. Þeir benda ennfremur á, að aðeins einn af hverjum 5 sjúklingum með þögla gallsteina muni end- anlega þurfa aðgerð. Jafnvel þótt dánar- tala þessara sjúklinga ykist fimmfalt, mundi heildardánartala þeirra sennilega ekki vera meira heldur en þótt allir sjúk- lingar með þögla gallsteina undirgengust aðgerð.23 Um % þeirra sjúklinga í okkar rannsókn sem fengu einkenni, fengu óljós (ódæmi- gerð) einkenni (fl. II). Stór hluti þeirra síðastnefndu, sem voru skornir vegna þess- ara ein'kenna, löguðust ekki eftir aðgerð- ina. Þetta kemur heim við skoðanir margra, að slík einkenni eigi ekkert skylt við gallsteina, heldur langlíklegast á starf- rænum grunni. Ef svo er ætti ekki að ráð- leggja aðgerð til að létta á slíkum einkenn- um eins og bent er á af Wilbur og Bolt.3° Við fundum ekki aukna tíðni á einkennum hjá þeim fáu sjúklingum er höfðu hjarta- kvilla, sykursýki og' offitu. Raunar fékk minna en helmingur síðastnefndra sjúklinga einkenni. í okkar rannsóknum kemur fram, að tíðni kveisu(fl. I,dæmigerðra einkenna) er töluvert lægri meðal sjúklinga, bæði kvenna og karla, yfir 60 ára aldur eða um 7% samanborið við sjúklinga undir 60 ára aldri, 22%. Þessi síðastnefnda staðreynd, að viðbættri hærri aðgerðardánartölu í þessum aldursflokki, þ.e.a.s. yfir 60 ára mælir með íhaldsmeðferð. Þetta kemur iheim við skoðun annarra höfunda, sem mæla ekki með aðgerð hjá sjúklingum eldri en 60 ára.1 28 20 Ályktun Samkvæmt yfirliti yfir læknisfræðilegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.