Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
161
ið og tengt við sog, og þandist lungað
þannig út í öllum tilvikunum.
GRÁÐA PNEUMOTHORAX OG
STAÐSETNING
Sex sjúklingar höfðu algert samanfall á
viðkomandi lunga, hjá öðrum 6 var lungað
samanfallið að hálfu, og hjá 4 var lungað
samanfallið að einum þriðja ihluta. Pneu-
mothorax var jafnoft hægra sem vinstra
megin, þ.e. 8 sinnum hvorum megin.
UMRÆÐA
Ekki er ólíklegt, að um fleiri tilfelli hafi
veiið að ræða á þessum tíma en hér koma
fram, en á ihinn bóginn ætti þetta yfirlit
að gefa allgott sýnishorn af iatrogen
pneumothorax hérlendis. Eins og tíðniritið
sýnir, hefur tilfellum fjölgað geysilega
síðasta 5 ára tímabilið miðað við hin fyrri.
í þessu sambandi er athyglisvert, að á síð-
astnefndu tímabili verður um helmingur
tilfella af völdum öndunarvéla eða eftir
innöndunarsvæfingu. I tveimur tilfellanna,
sem urðu eftir slíka svæfingu, voru sjúk-
lingarnir með þekkta sjúkdóma í lungum
eða lungnaberkjum, og líklega var einnig
svo um hinn þriðja. Um tvo þeirra, sem
fengu meðferð í öndunarvél, er vitað, að
þeir höfðu heilbrigð lungu. Sá þriðji hafði
hins vegar sjúk lungu nftir margendur-
teknar lungnabólgur og langvarandi
berkjubólgur.
Þessi fáu tilfelli gefa samt tilefni til að
vera á verði gagnvart pneumothorax sem
fylgikvilla eftir meðferð í öndunarvél og
eftir innöndunarsvæfingu, sérlega þegar
yfirþrýstingur er notaður, hjá sjúkling-
um, sem eru með sjúkdóma í lungum eða
hafa sögu um þá. Hjá þeim, sem fengu
meðferð í öndunarvél, hefur pneumothorax
myndazt innan sólarhrings frá byrjun með-
ferðar og einnig hjá flestum hinna, sem
fengu pneumothorax eftir innöndunarsvæf-
ingu.
Hjá vakandi sjúklingum komu einkenni
fram strax og venjulega meðan á viðkom-
andi meðferð stóð, en nokkur töf hefur
verið í sumum tilfellum á því, að lungna-
mynd væri tekin, og er sennilegasta skýr-
ingin sú, að viðkomandi læknir hafi ekki
verið á verði gagnvart þessum fylgikvilla.
Allir nema tveir ofannefndra sjúklinga
lágu á sjúkrahúsi, þegar pneumothorax átti
sér stað, en þeir tveir, sem fengu pneumo-
thorax utan sjúkrahúss, voru fluttir þang-
að af þeim orsökum.
Undanfarið hefur töluvert verið skrifað
um iatrogen pneumothorax og eftir því að
dæma hefur þetta vandamál færzt í vöxt
síðustu árin.2 0 7 M Steier o.fl.2 birtu 1973
yfirlit yfir orsakir pneumothorax í St.
Vincent’s Hospital and Medical Center,
New York, fyrir árin 1965—71. Þar kom í
ljós, að flest tilfellin voru iatrogen og
hafði þá fjölgað sjöfalt síðustu þrjú ár
tímabilsins. Orsakirnar skiptust nokkuð í
þrjá flokka: öndunarhjálp með öndunarvél,
hjartahnoð og þræðingar á vena subclavia,
en þarna var einungis um að ræða tilfelli,
sem átt höfðu sér stað innan sjúkrahússins.
Emphysema subcutanea kom fram hjá öll-
um (61) sjúklingum þeirra Steiers, sem
höfðu fengið öndunarhjálp með yfirþrýst-
inigi, og telja þeir það einkenni þýðingar-
mestu vísbendingu í sjúkdómsgreining-
unni. Önnur þýðingarmikil vísbending var
tachycardia í 95% tilfella og hypertensio
hjá 77%.
Einn sjúklingur hér af þeim þremur, sem
fengu pneumothorax eftir svæfingu, var
með emphysema subcutanea.
Ytra hjartahnoð var orsök hjá tveimur
sjúklingum <hér, báðum nokkuð við aldur.
Eftir slika meðferð og ekki sízt ihjá eldra
fólki er ástæða til að teknar séu lungna-
myndir með tilliti til pneumothorax.
Árið 1970 birtu J. Ludwig o.fl.3 athyglis-
verðar niðurstöður um röntgenmyndir af
brjóstholi 413 manna, sem voru teknar eft-
ir andlát þeirra. í sex tilfellum kom í ljós
pneumothorax, sem efcki hafði verið
greindur áður, en tveir þessara sjúklinga
höfðu fengið ytra hjartahnoð, og þrír höfðu
fengið öndunarhjálp með yfirþrýstingi. Af
þessum sex sjúklingum áttu fjórir að hafa
haft yfirþrýstingsloftbrjóst (tensionpneu-
mothorax), sem gæti hafa verið meðorsök
í dauða þeirra.
Hjá sjúklingum þeim, sem hér eru
kynntir, var ekki hægt að ákveða eftir á,
að neinn hafi haft yfirþrýsting, nema e.t.v.
ein kona, sem fékk pneumothorax eftir
taugadeyfingu.
Lungnaástunga til sýnistöku fyrir vefja-
rannsókn er mjög sjaldan gerð hérlendis