Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 74
170
LÆKNABLAÐIÐ
3. Hann sér um að nauðsynlegt samband
sé haft við sjúkling og fjölskyldu hans.
4. Hann er ráðgjafi og trúnaðarmaður
sjúklings.
Sérfræðingur í heimilislæknisíræði þarf
að hafa staðgóða þekkingu á „somatiskri
og „psychosomatiskri“ læknisfræði, en
jafnframt þarf hann að vera sérstaklega
vel að sér í eftirtöldum atriðum.1 Þessi eru
helst:
1. Sjúkdómavarnir og heilsuvernd (t.d.
ungbarna- og mæðraeftirlit, ónæmisað-
gerðir, hópskoðanir, heilsurækt).
2. Faraldsfræði (t.d. sjúkdómatíðni í heim-
ilislækningum, tölfræði og veikinda-
spár).
3. Vistfræði (t.d. atvinna, mengun).
4. Félagsfræði (t.d. fjölskylduform, þjón-
ustustofnanir, venjur, félög).
5. Ráðgjöf á mismunandi atburða- og ald-
ursstigum.
6. Heilbrigðisfræði (t.d. heilbrigðiseftirlit,
mataræði).
7. Aðferðir (t.d. lausn á ýmis konar vanda-
málum).
8. Rekstrar- og stjórnunarfræði heilbrigð-
isþjónustu (t.d. bókhald, skýrslugerð,
kostnaðarliðir).
9. Annað (s.s. sálfræði og viss lögfræði-
atriði).
MARKMIÐ KENNSLU í HEIMILIS-
LÆKNINGUM VIÐ LÆKNADEILD
Með kennslu í heimilislækningum þarf
að leitast við að veita læknanemum við-
unandi þekkingu í undirstöðuatriðum heim-
ilislækninga, en að sjálfsögðu er ekki ætl-
unin að gera stúdenta að sérfræðingum i
greininni, enda fer sérnámið fram eftir
að hinu almenna læknanámi lýkur. Mark-
mið kennslu í heimilislækningum við
læknadeild er:
1. Að þjálfa stúdenta í sjúkdómsgreiningu,
þar sem líkamleg, sálarleg og félagsleg
sjónarmið eru jöfnum höndum höfð í
huga.
2. Að kenna stúdentum um sjúkdóma, sem
sjaldan ber fyrir augu á sjúkrahúsum,
en eru mjög algengir.
3. Að kynna hópvinnu, sem beitt er utan
spítala.
4. Að kynna stúdentum heilsugæslu og
sýna þeim fram á nauðsyn náms til end-
urnýjunar á fræðslu þeirra.
SKIPULAG KENNSLU í HEIMILIS-
LÆKNISFRÆÐI ERLENDIS
í greinargerð nefndar þeirrar er fjallaði
um skipulag kennslu í heimilislækningum
við læknadeild árið 1973, kemur fram það
álit, að kennsla í heimilislækningum ætti
að dreifast á 4 síðustu kennsluár í lækna-
deild, en í reglugerð deildarinnar er aðeins
gert ráð fyrir að hún fari fram á sjötta
námsári. Við erlenda læknaskóla er kennsl-
unni í þessari grein hagað á ýmsan hátt,
eins og sjá má á eftirfarandi dæmum.
Edinborg
í Edinborg er prófessorinn í heimilis-
lækningum jafnframt prófessor í „Commu-
nity Medicine". Edinborgarháskóli var með
allra fyrstu læ'knaskólum í Bretlandi, sem
tóku upp kennslu i heimilislækningum.
1. „Community Medicine“:
Á fyrsta ári gefst stúdentum kostur á
að sækja námskeið í sálarfræði og fé-
lagsfræði. Á fjórða ári eru fyrirlestrar
um eðli sjúkdóma. Á fimmta ári er
„seminarvinna" og vinna að sérstökum
verkefnum, til þess að athuga dreifingu
sjúkdóma og- þá þætti, sem virðast hafa
áhrif á tíðni þeirra.
2. Heimilislækningar:
Á fjórða ári taka stúdentar þátt í nám-
skeiði um eðli sjúkdóma. Á fimmta ári
skiptast stúdentar í smáhópa. Hefur
hver sinn kennara eitt misseri og fara
þeir með honum í vitjanir og á stofu,
en vikulega eru haldin stutt „seminör“.
Stúdentar á endaspretti í námi fá 8
vikna tíma til að vinna að því, sem þeir
kjósa sér. Þeir sem velja heimilislækn-
ingar eru hjá heimilislækni í borg eða
sveit, einn hjá hverjum í 2 vikur.
Stúdentum eru því ætlaðar 10 vikur til
þess að kynnast nánar heimilislækningum.
Námskeiðum lýkur með prófi, þar skiptist
nokkuð jafnt milh hópvinnu, vinnu á
lækningastofum og vitjana.
Southampton.
í Southampton er nýstofnaður lækna-