Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 66
166
LÆKNABLAÐIÐ
Vefjasýni úr nýra, sjá sjúkrasögu.
mjög slæmt, var ákveðið að reyna sterameð-
ferð. Fékk sjúklingur 20 mg prednisons þrisvar
á sólarCiring. Þegar þessi meðferð var hafin
var hiti yfir 39°, en féll niður i 37° á hálfum
sólarhring.
Tvisvar var reynt að hætta þessari lyfjagjöf,
en þá hækkaði hiti strax og iiðan sjúklings
versnaði.
Þegar sterar höfðu verið gefnir í rúma viku
var ákveðið að hefja ,,cytotoxiska“ meðferð.
Fékk hún 20 mg. Endoxan tvisvar á dag. Liðan
sjúklings fór nú dagbatnandi og var hún laus
við nefstiflu, höfuðverk og mæði.
Eins og áður var getið koma fram sjúklegar
breytingar í nýrum hjá ca. 80% sjúklinga með
Wegener’s granulomatosis. Þessar nýrna-
skemmdir geta ieitt til dauða á stuttum tíma.
Til þess að renna fleiri stoðum undir sjúk-
dómsgreininguna, var ákveðið að taka vefja-
sýni úr nýra. Nokkur töf varð á sýnistökunni
vegna þess að blóðrannsókn sýndi verulega
fækkun á blóðflögum. „Cytotoxiskri" meðferð
var þvi hætt um sinn, en fjöldi blóðflaga varð
eðlilegur eftir % mánuð og var þá tekið sýni
úr hægra nýra. I sýninu sáust lítils háttar
breytingar í æðum, sem eru aðallega þykknun
í æðaveggjum, en bólgubreytingar í æðum eða
skemmdir í nýrnahnyklum sáust ekki.
Þegar sjúklingur útskrifaðist rúmum tveim
mánuðum eftir komu var líðan hennar góð.
Röntgenmyndir af lungum og nefholum voru
hreinar, blóð- og þvagrannsóknir eðlilegar.
Haldið er áfram með sterameðferð 5 mg.
tvisvar á dag og Endoxan 1 tafia tvisvar á
dag. Stefnt er að því að hætta sterameðferð ef
fært þykir, en sennilega vcrður hún að iialda
áfram að taka cytotoxisk lyf í langan tíma,
e.t.v. ævilangt.
HEIMILDIR
1. Lindqvist B„ Söderbergh H., Wentzel T.
(1976): Lákartidningen, vol. ’73 nr. 6, bls.
404.
2. Wolff s. (1974): Annals of Internal Medicine
81:513-525 NIH Conference.
3. Tumulty Ph.A., Harrisons (’71): Principles
of Internal Medicine, bls. 394.
4. Price’s Textbook of the Practice of Medi-
cine ’73, bls. 433.