Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 01.08.1977, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 163 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslands- og |l|r| Læknafclag* Reykjavikur 63. ARG. — JULI-AGUST 1977 í þessu blaði ritar Árni Björnsson nokkrar hugleiðingar um læknisfræðilega siðfræði. Er leiðarinn skrifaður að beiðni ritstjórnar í tilefni af læknaþingi 1977, sem fjalla mun um siðamál lækna. NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM LÆKNIS- FRÆÐILEGA SIÐFRÆÐI We seldom attribute common sense except to those who agree with us. (Duc de La Hochefoucauld 1613-1680) í sambandi við fyrirhugað læknaþing og ár- legt námskeið fyrir starfandi lækna, hefur stjórn Læknafélags íslands, í samráði við fræðslunefnd læknafélaganna, ákveðið að kveðja hingað tvo þekkta lækna frá Norður- löndum, til að halda fyrirlestra um læknis- fræðilega siðfræði og taka þátt í málþingi um það efni. Erlendis hafa á undanförnum áratugum far- ið fram miklar umræður um þetta efni. Þær hófust upp úr Numberg-réttarhöldunum, þeg- ar í Ijós kom, að læknar höfðu notað fanga sem tilraunadýr. Síðar varð Ijóst, að þær breytingar, sem orðið hafa á þjóðfélagsháttum, hlutu að leiða af sér endurskoðun á siðareglum, sem orðið höfðu til við allt aðrar aðstæður. Málið varð þeim mun flóknara, vegna þess að þjóðfé- lagsbreytingarnar eru fyrst og fremst afleið- ing tækniframfara síðustu áratuga. Margar ráðstefnur hafa verið haldnar um læknisfræðilega siðfræði og margar sam- þykktir gerðar. Einu samþykktirnar, sem segja má að hafi hlotið almenna viðurkenn- ingu, eru Genfarheit WMA og Lundúnasam- þykktin um siðareglur lækna, sem að mestu eru byggðar á gamla Hippokratesar-eiðnum. Hinir erlendu gestir munu ræða þessar sam- þykktir í fyrirlestrum sínum og á fyrirhug- uðu málþingi og verður því ekki fjölyrt frekar um þær hér. Tilgangurinn með hugleiðingum þeim, sem hér fara á eftir, er fyrst og fremst sá að vekja menn til umhugsunar og fá lækna til að kanna okkar eigin stöðu. íslenskir læknar hafa, með nokkrum und- antekningum þó, verið næsta tómlátir gagn- vart umræðu um læknisfræðilega siðfræði. íslenskir læknastúdentar hafa til þessa ekki fengið neina skipulega fræðslu um læknis- fræðilega siðfræði, nema ef vera skyldi það, að við námslok er þeim boðið upp á hana- stél af stjórnum læknafélaganna og afhentur Codex ethicus Læknafélags íslands um leið. Fessi Codex er nú í endurskoðun og verður til umræðu á læknaþingi. Þó íslenskir læknar virðist harla tómlátir um sinn Codex, eru þeir áreiðanlega ekki ver siðaðir en aðrir læknar og skýringin mun fremur sú, að þeir hafa litla tilhneigingu til umræðna um afstæða hluti, hvort sem það svo er vegna þess að læknisfræðinámið hér vængstýfir andann, eða það er vegna þess, að vængstýfðir andar leiti öðrum frem- ur í læknanám. Áður var minnst á að breyttir þjóðfélags- hættir, sem að verulegu leyti mætti rekja til tæknibyltingar síðustu áratuga, væru ein meginástæðan til að læknum fyndist þeir þurfa að endurskoða fornar siðareglur. Þarna kemur margt til. Tækni í samgöng- um og fjölmiðlun hefir fært mannkynið sam- an. Við getum á tiltölulega stuttum tíma heimsótt meðbræður okkar, sem fjarri búa og á enn styttri tíma getum við fengið að vita, hvað er að gerast hjá þeim og um leið vitum við að við erum orðin samábyrg. Eins og annari tækni, hefur drápstækninni fleygt fram. Ekki eru aðeins til birgðir af kjarnavopnum, sem eytt gætu öllu lífi á jörðinni, heldur hafa verið framleidd morð- tól, sem ekki aðeins drepa, heldur einnig hræða og kvelja og möguleikar eru á efna- og sýklahernaði, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Tækniframfarirnar hafa einnig náð til læknavísindanna. Með nýjum lyfjum hefir verið hægt að sigrast að mestu á vel flest- um bakteríusjúkdómanna. Batahorfur krabba- meinssjúklinga hafa lagast verulega vegna betri greininga- og aðgerðatækni og á síð- ustu árum vegna lyfja- og geislameðferðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.