Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 26

Læknablaðið - 01.08.1977, Page 26
140 LÆKNABLAÐIÐ 76 af 78 sjúklingum. Var hann að meðal- tali 2,9 dagar. Krampa er getið hjá 14 sjúklingum, annað hvort fyrir óráðið eða meðan á því stóð. AÐRAR PSYCHOSES ALCOHOLICAE Auk þessara 78 sjúklinga með delirium tremens, sem innlagðir hafa verið í fyrsta sinn á Kleppsspítalann á árunum 1960 til 1974 hafa verið lagðir inn 43 sjúklingar, sem hjá hafa verið greindar aðrar psy- choses alcoholicae. Af þeim hafa 10 fengið greininguna hallucinosis alcoholica, þar af 2 konur. Af þessum sjúklingum hafa 5 ver- ið innlagðir aftur með sömu greininguna, en 3 hafa komið inn aftur vegna drykkju- sýki, en án ofskynjana. í hópnum alii psychoses alcoholicae er dementia alco- holica, Korsakow's syndrom og hugsanlega eitthvað aí hallucinosis alcoholica. Þá hafa 9 sjúklingar verið innlagðir í fyrsta sinn á þessu árabili vegna delirium tremens inci- piens. Þar af hafa 4 verið innlagðir síðar með sömu greiningu og 3 vegna drykkju- sýki. Á athugunartímabilinu hafa hins vegar samtals 27 sjúklingar verið innlagðir til meðferðar vegna delirium tremens inci- piens. Af þessum sjúklingum hafa 7 komið inn síðar vegna delirium tremens, en 11 hafa verið innlagðir fyrr á athugunartíma- bilinu vegna delirium tremens. DÁNARTÖLUR OG DÁNARORSAKIR Á árabilinu 1950 til 1974 komu 80 karlar með delirium tremens á Kleppsspítalann. Afdrif þessa hóps hafa verið könnuð sér- staklega og kom í ljós, að 25 voru látnir í lok athugunartímabilsins, 1.12 1974. Einn sjúklingur lést á spítalanum í sam- bandi við fyrstu komu vegna delirium tremens, annar lést í síðari innlögn vegna delirium tremens. Þriðji sjúklingurinn lést á öðrum spítala vegna infarctus myocardii TAFLA6 Sjúklingar innlagðir á Kleppsspítala vegna psychoses alcoholica og delirium tremens incipiense á árunum 1960-1974 Delirium tremens 78 Hallucinosis alcoholica 10 Alii psychoses alcoholicae 33 Delirium tremens incipiens 9 og delirium tremens upp úr því, en óráðið var afstaðið er hann lést. Er hér úrdráttur úr sjúkraskrám þessara þriggja sjúklinga til skýringar: 71 árs ikarl, innlagður í fyrsta sinn á Kleppsspítalann 1956. Fertugur að aldri hafði hann fengið lömunarveiki og eftir það borið á þungly-ndi og síðan vaxandi áfengisneyslu. Við komu á spítalann var líkamlegt ástand fremur lélegt. Hann hafði ofskynjanir og var af og til alveg ruglaður, hvorki áttaður í tíma né rúmi. Óráðið var breytilegt, en mun hafa var- að næstu 3 til 4 daga. Hann nærðist sæmilega, en líkamlegt ástand breyttist lítið til hins betra og síðasta sólarhring- inn fékk hann hita og einkenni um lungnabólgu. Hann lést snögglega á 8. degi dvalar sinnar á spítalanum. Krufn- ing leiddi m.a, í ljós occlusio arteria coronaria cordis. Hypertrophia et fibrosis cordis. Pneumonia hypostatica bilateral- is. 47 ára karl, innlagður í annað sinn með delirium tremens 1972. Hann var þegar við komu með ofskynjanir, likamlegt á- stand lélegt, sérstaklega með tilliti til næringar. Innan örfárra tíma fór að bera meira á rugli, blóðþrýstingur lækkaði samfara hraðari púls, og hækkandi hita. Hann fékk tvisvar minni háttar krampa- köst með stuttu millibili. Ráðstafanir voru gerðar til að flytja sjúklinginn á lyflækningadeild, en áður en af flutningi yrði lést hann snögglega. Krufning leiddi meðal annars í Ijós: Dilatatio et hyper- trophia cordis. Stasis et oedema pulm. Bronchitis purulenta, Steatosis hepatis m.gr. 55 ára karl, innlagður í fyrsta sinn á Kleppsspítalann vegna delirium tremens 1964. Þessi sjúklingur hafði sögu um allt upp í mánaðardrykkjutúra með Vz til 2ja mánaða hléum. Hann kom á Kleppsspítalann af öðrum spítala, þar sem hann hafði verið innlagður vegna infarctus myocardii. Á 3. degi byrjandi einkenni um delirium tremens og því fluttur á Kleppsspítalann, þar sem með- ferð var veitt vegna óráðsins með skjót- um og góðum árangri. Hann var sæmi- lega hress líkamlega og skýr eftir 4 daga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.