Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 73

Læknablaðið - 01.08.1977, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 169 ig telur nefndin að kennsla í heimilislækn- in-gum skuli hefjast á þriðja kennsluári og að síðan skuli ár hvert vera nokkur kennsla í heimilislækningum, á þann veg, að á þriðja og fjórða ári sé kennslan munn- leg í formi fyrirlestra og í umræðuhópum, en á fimmta og sjötta ári sé verkleg klínísk kennsla, að nokkru leyti á heimilislækn- ingastöð í Reykjavík, e.n einnig á heilsu- gæslustöð utan Reykjavíkur. í greinargerð- inni kemur einnig fram að Hásköli íslands skuli setja á stofn eða gerast aðili að heim- ilislækningastöð í Reykjavík og að þar skuli vera starfsaðstaða fyrir hæfilega marga heimilislækna til að anna kennsl- unni og eigi þá að miða við það, að aldrei séu fleiri læknanemar á stöðinni en lækn- ar. í júní 1976 útskrifuðust fyrstu lækna- kandidatarnir eftir hinni nýju reglugerð læknadeildar. Þá hafði kennsla í heimilis- lækninigum enn ekki hafist og enginn kenn- ari verið skipaður í greininni. Lektor var síðan skipaður í greininni 01.08. 1976, en ennþá er óráðið hvenær kennsla í heimilis- lækningum mun hefjast. KENNSLA í HEIMILISLÆKNINGUM VIÐ LÆKNASKÓLA ERLENDIS Á meðan á þeim undirbúningi, er hér hefur verið rakinn, hefur staðið, hafa heimilislækningar orðið að kennslugrein við æ fleiri læknaskóla þeirra landa, er við höfum mest menningarsamskipti við, bæði austan hafs og vestan. í Bretlandi var „College of General Practitioners“ gerður að „Royal College of General Practitioners“ og tekið upp MRCG-próf, sem viðurkenning á „Post Graduate“-þjálfun 1966. Það ár voru heim- ilislækningar á kennsluskrá í fjórum læknaskólum í Bretlandi, en árið 1973 voru heimilislæfcningar kenndar við næstum alla læknaskóla þar. í Danmörku er nám í heimilislækningum valgrein og taka almennir læknar (heim- ilislæknar) þátt í kennslu stúdenta við viss sjúkrahús og klínískir lektorar í greininni eru fastráðnir til starfa í Árósum og Kaup- mannahöfn. í Noregi er kennsla í heimilislækningum fastur liður við alla læknaskóla og fast- ráðnir prófessorar í greininni, sem er skyldugrein. I Finnlandi er verkleg kennsla í heilsu- gæslu við heilsugæslustöðvar liður í grunn- menntun læknanema í Kuopio og Tammer- fors, en kennsla í heimilislækningum fer einnig fram við aðra háskóla. í Svíþjóð er mikill áhugi fyrir heimilis- lækningum og þar eru byggðar einna full- komnastar heilsugæslustöðvar á Norður- löndum. Þar fer þó efcki fram nein fræði- leg kennsla í heimilislækningum. I Bandaríkjum Norður-Ameríku voru heimilislækningar opinberlega viður- kenndar sem sérgrein með stofnun „The American Board of Family Practice“ 1969. Það ár fór fram viðurkennt skipulegt sér- nám í þessari grein á 30 stöðum í Banda- ríkjunum, en árið 1974 voru staðirnir orðn- ir 219.6 Heimilislækningar voru kenndar við læknaskóla árið 1973, en 1975 hafði tala þeirra vaxið upp í 96 af 112 lækna- skólum er upplýsingar lágu fyrir um.2 HEIMILISLÆKNINGAR SEM SÉRGREIN Árið 1969 birti „The Royal College of General Practitioners“ skilgreiningu á orð- inu heimilislæknir, þar sem segir m.a. að heimilislæknir sé sá, sem veitir einstak- lingum eða fjölskyldu persónulega lækn- isþjónustu og tenigir hana við stöðugt heil- brigðiseftirlit og að hann taki fyrstur lækn- isákvörðun í hverjum vanda, sem sjúkling- ur hans ber upp og leitar álits annarra sér- fræðinga, er hann telur viðeigandi. í Norður-Ameríku hefur heimilislækn- ingum verið lýst á svipaðan hátt sem sé að þar sé um að ræða5: 1. Bein tengsl læknis og sjúklings. 2. Samvinna milli læknis og sjúklings yfir langt tímabil jafnvel þó að ekki sé um veikindi að ræða. 3. Samhæfing allrar heilsugæslu og lækn- inga. Hlutverk heimilislæknisins: 1. Hann metur fyrstur ástand sjúklings og veitir meðferð sem á færi hans er. 2. Hann sér um samstarf heilsugæsluhóps- ins, lækna, hjúkrunarfræðinga, félags- ráðgjafa, sálfræðinga o.s.frv.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.