Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 24

Læknablaðið - 01.12.1977, Side 24
250 LÆKNABLAÐIÐ er að ræða (A-match) en ef misræmi er í einum eða fleirum þeirra. Sterkar líkur eru og á því að HLA-D samræmi, þ.e. lítil hvatning til frumuvaxtar við MLC, gefi betri endingu ígræddra nýrna. Við nýrnaígræðslur er ýmist um að ræða nýru frá nýlátnu fólki (cadaver kidneys) eða úr lifandi gjöfum (living donor kidneys) og þá fyrst og fremst náskyldum. Hið fyrrnefnda er miklu algengara. Þannig höfðu í árslok 1976 verið framkvæmdar 11620 ígræðslur úr nýlátmum en 1708 frá lifandi gjöfum á skýrslugerðarsvæði EDTA (European Dialysis and Transplant As- sociation). NÝRU ÚR NÝLÁTNUM Igræðsla nýrna úr nýlátnum strandar helst á margbreytni þeirri, sem er í HLA-A og B mynstri einstakliniga. Fundnir eru a.m.k. 20 mismunandi HLA-A og jafnmarg- ir HLA-B mótefnavakar. Mynsturmögu- leikar fjögurra HLA-A og B vaka skipta tugum þúsunda. Ef nýra fellur til úr ný- látnum getur reynst erfitt að finna nýrna- þega með sama 'HLA-mynstur. Þetta er reynt að leysa með því að steypa saman i hóp öllum vænitanlegum nýrnaþegum á stórum svæðum. Reiknað hefur verið út, að í hópi 1000 manna, séu 50% líkur á að finna þega með fullt samræmi (A match) við hvert nýra, er til fellur. Scandiatrans- plant er norræn stofnun, sem sér um í- græðslu nýrna eftir slíku kerfi. Þar eru á biðlista 500—600 manns. Meirihluti í- græddra nýrna hefur því verra samræmi en A-match. Við Islendingar höfum haft samstarf við Scandiatransplant síðan 1972 og hafa 8 íslenskir sjúklingar hlotið nýru úr nýlátnu fólki á vegum þeirra stofnunar. Af þeim fengu aðeins þrír ,,A-match“. LIFANDI NÝRNAGJAFAR Nýraígræðsla úr lifandi gjafa er mun sjaldgæfari en úr líki og valda því ýmsar ástæður. í völdum tilfellum er þó slík ígræðsla raunbesta lausnin. Sérhver ein- staklingur erfir helming HLA-mótefna- vaka sinna frá hvoru foreldri. Algert sam- ræmi í HLA-mynstri er því sjaldgæft milli foreldra og afkvæma, en getur ekki orðið verra en 50% misræmi. Milli systkina gild- ir sú meginerfðaregla að 25% hafa sama mynstur, 50% helming mynsturs sameig- inlegan og 25% eru ám nokkurs samræmis. Sú er reynslan, að nýrum, sem flutt eru milli systkina með fullt samræmi í HLA-A og B, farnast öllum öðrum betur. (Milli eineggja tvíbura er samræmi fullkomið). Um 90% slíkra systkinanýrna eru enn starfandi eftir 2 ár. Nýrum með 50% sam- ræmi farnast mun verr, en þó eru ca. 70% þeirra starfandi eftir 2 ár, sem er álí'ka og nýru úr nýlátnum með besta samræmi (A- match). IILA FLOKKUN ISLENSKRA NÝRNA- ÞEGA Þeir sjúklingar íslenskir, sem verið hafa á biðlista Scandiatransplants hafa verið HLA-flokkaðir á vefjaflokkunarstofu Rík- isspítalans i Kaupmannahöfn. Er flokkun- in gerð á blóðsýnum, sem taka verður á- kveðna daga og þurfa að berast til Hafnar innan ákveðins tíma. Hefur samstarf okkar við þá stofnun einkennst af lipurð og vel- vilja Dananna. Þegar nýr sjúklingur bætist í hóp blóð- síunarsjúklinga sækja ættingjar oft fast að fá að gefa í hann nýra. Sjálfsagt er að huga að þeim möguleika, einkum ef um heil- brigð systkini er að ræða og hugur fylgir greinilega máli. Slíkt krefst gjarnan HLA- greiningar foreldra og misstórs systkina- hóps. Rannsókn þessi er oft tvítekin til frekara öryggis. Sending sýna fyrir slika greinir.gu til Kaupmannahafnar kostar verulegt fé, fyrirhöfn og aukaálag á stofn- un, sem mjög er störfum hlaðin, þótt aldrei hafi skort velviljann. Það var því veruleg- ur búhnykkur að því, er vefjaflokkun hófst hérlendis. Hin upp'haflegu og mikilvægustu not vefjagreiningar eru við líffæraflutninga. í seinni tið hefur opnast allvítt svið nota- gildis slíkra flokkana og ber þar hæst rann- sókn á fylgni vissra HLA-mótefnavaka við ýmsa sjúkdóma. Hér mun þó ekki fjölyrt um þau not. Fyrsta vefjaflokkun hérlendis var gerð 26. mars 1976 í Blóðbankanum við Barónsstíg. Að baki lá þriggja ára undir- búningsvinna. Þegar þetta er ritað, einu og hálfu ári síðar hafa verið flokkaðir nær 600 einstaklingar. Hér skulu nú stuttlega gerð skil fyrstu

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.