Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 34
256 LÆKNABLAÐIÐ krabbameini 5 mánuðum til 2 árum eftir uppskurð. Fjórir eru enn á lifi og ekki vit- að til að meinsemdin hafi tekið sig upp, en hjá þeim öllum er skemmra en 2 ár lið- ið frá aðgerð. Einn krabbameinssjúklingur til viðbótar, 61 árs gömul kona, kom til aðgerðar. Hún hafði afar slæma verki milli herðablaða, sem lögðu vfir til hægri, en litla kyngingarörðugleika. Hún hafði flöguþekjukrabba í miðju vélindanu og hafði fengið fulla geislameðferð en versnaði stöðugt. Við uppskurð í gegnum hægra brjóst- hol fundust mikil meinvörp, einkum í þremur liðbolum með þrýstingi á taugar. Voru mein- vörp skafin burt úr liðboium, en þar sem iítið var þá eftir af þeim, var steypt í bolina með aeryisteypu. Verkir löguðust í fyrstu en komu fljótt aflur og hún lést 4% mánuði eftir upp- skurð úr útbreiddum meinvörpum. í 4 stærstu uppgjörum, sem birt hafa verið ío 615 o var dánartíðni eftir vélindauppskurð við krabbameini (resection) 6%, 11,7%, 17% og 25%. Algengasta dánarorsök var tengslaleki (leak of anastomosis). Af öllum sjúklingum með krabbamein í vélinda lifa aðeins 9% í 5 ár eða lengur.u Þrjálíu og átta ára gömul kona hafði næst- um algera lokun á vélindanu frá barkakró og niður að maga vegna vítissótabruna (corrosive stricture, tafla 2). Hinn sjúki hluti vélindans var tekinn og maginn, sem var eðlilegur, tengd ur vélindanu nær efst í brjóstholinu. Þessi sjúklingur útskrifaðist án áfalla. Tvær konur, 22 og 59 ára, gengust undir Hellers aðgerð (esophagomyotomy) með góð- um árangri. Hjá 4 sjúklingum á aldrinum 17 til 67 ára var gert við þindarslit (diaphrag- matic hernia) i gegnum brjóstholsskurð. Einn sjúkiingurinn, 67 ára gömul kona, fékk lungna- rek (embolus) á 14. degi eftir uppskurð, en jafnaði sig. önnur áföll urðu ekki. Þrjátiu og eins árs gömul kona hafði poka (diverticulum) á vélindanu um handarbreidd fyrir ofan þind, sem virtist hafa orsakast af slysi. Fjórtán mánuðum fyrir uppskurð ók hún bíl, sem lenti í árekstri, og skall brjóstkassi sjúklingsins á stýrinu. Hún hlaut rifbrot, vökva- og loftbrjóst (hydropneumothorax), lungnamar beggja vegna og heilahristing. Auk þess var í byrjun grunur um aukinn þrýsting í gollurshúsi (tamponade). Hún jafnaði sig vel og útskrifaðist í góðu ástandi 13 dögum eftir slysið. Eftir það fór að bera á kyngingar- örðugleikum og þyngslaverkjum í brjósti og loftskruðningum. Þar sem einkenni löguðust ekki og röntgenmynd sýndi vélindapoka, var hún tekin til aðgerðar. Við uppskurð fannst að vöðvalög vélindans höfðu sprungið á um það bil 6 sm. löngu svæði og bungaði slímhúðin þar út í gegnum og myndaði poka, sem var fjar- lægður, og slimhúð og v'öðvalög saumuð saman og batnaði sjúklingnum vdð það. Tilfelli sem þessu hefi ég hvergi séð lýst i læknaritum. Að lokum er að geta 28 ára gamals karl- manns, sem hafði fengið gat á vélindað af völdum kótelettubeins um 10 sm. fyrir ofan maga og hafði beinið verið fjarlægt í gegnum vælindasjá (esophagoscope). Ekki var í byrjun grunur um vélindasprungu (perforation). Sjúklingurinn kom til uppskurðar 48 stundum eftir slysið og var Þá orðinn fárvæikur, með 40 stiga hita, vökva í brjóstholi beggja vegna og iferðir í lungum. Gatinu var lokað, en leki tók sig upp aftur, og var sjúklingurinn skorinn upp á ný og enn reynt r.ð sauma fyrir gatið 8 dögum síðar. Það dugði þó ekki til, og á næstu mánuðum tókst ekki að uppræta ígerðir og vannæringu, en sjúklingurinn lést 5% mánuði eftir slysið. Dánartíðni vdð meiðsli sem þessi er mjög há,n 17 einkum ef liðið er meira en 12—24 stundir þegar sjúklingurinn kemur til aðgerð- ar, og er hér átt við sprungu í brjóstholshluta vélindans. Savvyers|:i fann, að ef liðið var minna en 24 stundir vrar dánartíðni 18% en hækkaði upp í 56% ef komið var fram yfir 24 stundir. Urschelis et. al. hafa nýlega lýst 6 sjúklingum þar sem, auk þess að sauma fyrir gatið, var bundið fyrir vélindað neðst til að hindra bakflæði frá maga, en síðan var vélind- að opnað út á hálsinn (esophagostomy in continuity, loop esophagostomy) til að fyrir- byggja munnvatnsrennsli niður í það. Þessu var siðan komið i lag aftur seinna eftir að gatið var lokað og vel gróið. 1 ljósi þeirrar reynslu, sem fékkst af ofangreindum sjúklingi, og vegna hins góða árangurs Urschels tel ég aðferð hans vel grundvallaða, þó að hún virð- ist róttæk við fyrstu kynni. Hún á einkum við þegar sjúklingarnir koma seint til uppskurðar. Samantekt: Hjá 21 sjúklingi, sem geng- ust undir aðgerð á vélinda, urðu þvi 2 dauðsföll, sem rekja má til aðgerðarinnar (surgical mortality). Auk þess dó 1 sjúk- lingur úr vélindasprungu. Hjá 4 sjúkling- um til viðbótar urðu meiri háttar áföll (postoperative complications), sem þeir komust þó yfir. Miðmæti 1 miðmæti voru gerðar 3 aðgerðir, allar gegnum bringuskurð (median sternotomy) og allar án áfalla (tafla 3). Tekið var æxli úr framanv'erðu miðmadi hjá 39 ára gömlum manni. Það var vel afmarkað, með þéttum og sums staðar kölkuðum vegg, en inni í þvi holrúm, sem fullt var af feiti- graut, og því var talið að um fitusull (dermoid cyst) væri að ræða, þótt ekki fengist það stað- fest með smásjárskoðun (mynd 2). Tekinn v'ar hluti af stóru illkynja æxli úr framanverðu miðmæti hjá 33 ára gamalli konu. Reyndist þar vera um Hodkinsæxli að ræða og fékk sjúklingurinn síðan geislameð- ferð. Hóstarkirtillinn (thymus) var fjarlægður hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.