Læknablaðið - 01.12.1977, Síða 61
LÆKNABLAÐIÐ
273
on hann lét af héraðslæknisembættinu 5.7.
1966.
Áður en sóknaraðili færi frá Húsavík og
héraðið yrði læknislaust fóru fulltrúar frá
sjúkrahússtjórn og bæjarstjórn til Reykjavíkur
til þess að kanna möguleika á því að fá iækni
í héraðið.
Árangurinn varð sá, að varnaraðilar gáfu
kost á sér til starfans, en þó aðeins til eins árs
tíma, þar sem þeir gætu ekki hugsað sér að
starfa nema eftir nýjum hugmyndum um
læknamiðstöð, en óvíst væri, hvort sóknaraðili
gæti fellt sig við þá tilhögun, þegar hann
kæmi til starfa aftur. Enda höfðu varnar-
aðilar rætt við sóknaraðila, áður en þeir réðu
sig til starfans, og þá þegar komið í ljós skoð-
anamunur á milli þeirra um verkaskiptingu
lækna í sjúkrahúsi.
Sóknaraðili fer utan til framhaldsnáms um
haustið 1966 og hefur þá leyfi sjúkrahússtjórn-
ar til allt að tveggja ára fjarveru. Gísli G.
Auðunsson er settur héraðslæknir í Húsavík-
urhéraði 11. okt. 1966 frá 15. s.m., og um svip-
að leyti kemur Ingimar S. Hjálmarsson einnig
til starfa í héraðinu. Samvinna þeirra er mjög
náin, þannig að þó Gísli sé héraðslæknir gagn-
vart heilbrigðisyfirvöldum, þá vinna þeir sam-
an jafnt að embættis-, sjúkrahúss- sem lækn-
isstörfum og allar tekjur renna í sameiginlegan
sjcð, sem þeir skipta að jöfnu milli sín.
Þegar tekur að líða á samningstíma varnar-
aðila, virðist fara að gæta vaxandi kvíða með-
al þeirra, er réðu þá til starfa á Húsavík um.
að ekki muni takast æskilegt samstarf milli
varnaraðilanna og sóknaraðila þegar á reyni.
Þetta kemur berast fram á fundi framkvæmda-
ráðs sjúkrahússins 22.9. ’67, þar sem bæjar-
stjóri lætur bóka þá tillögu sína, að sóknar-
aðila verði sagt upp yfirlæknisstörfum ef ekki
náist samkomulag milli hans og núverandi
lækna á Húsavik. Á þessum sama fundi skýrir
bæjarstjóri frá því, ,.hvað hann hefði greitt í
sjúkrahúslæknisbústaðnum og að Ingimar
myndi flytja í húsið á næstunni“ (dskj. nr. 39).
Þann 26.11. ’67 skrifa varnaraðilar sóknar-
aðila bréf (dskj nr. 9), þar sem þeir lýsa sam-
starfi sínu og spyrja um álit hans á þeirri
starfstilhögun. I eftirfarandi bréfaviðskiptum
þessara aðila (dskj. nr. 10, 11 og 12) kemur fram
djúpstæður skoðanamunur á samstarfshætti
lækna og skipulagi heilbrigðisþjónustu í Húsa-
víkurhéraði, sem varnaraðilar í bréfi dags. 4.6.
’68 tjá sóknaraðila, að þeir hafi lagt fyrir
stjórn L.I. til úrlausnar (dskj. nr. 13 og 19).
Þann 27.8 ’68 mæta deiluaðilar á fundi með
stjórn L.I., sem lauk án þess að samkomulag
næðist, en ákveðið var, að deiluaöilar skyldu
hittast einir daginn eftir. Á þeim fundi varð
að samkomulagi, að þeir skyldu rcyna til hlit-
ar að koma á samstarfi, og slökuðu báðir aðil-
ar nokkuð til.
Sóknaraðili ritar þ. 17.9. ’68 sjúkrahússtjórn
bréf þess efnis, að hún stofni aðstoðarlæknis-
stöðu við sjúkrahúsið, sem er gert, og með
samningi dags. 13. nóv. 1968 eru varnaraðilar
ráðnir til að gegna þeirri stöðu í sameiningu
(dskj. nr. 21). Sama dag er gerður hliðstæður
samningur við sóknaraðila í stöðu yfirlæknis
sjúkrahússins (dskj. nr. 22).
1 desember 196P( segja varnaraðilar upp
iæknisstörfum á Húsavík, bæði héraðs- og að-
stoðarlæknisstörfum frá 15.2. '69 að telja (dskj.
nr. 41) og 7. og 8. jan. 1969 birtast blaðafregn-
ir um „deilur milli læknanna á Húsavík” í
formi viðtals við Gísla G. Auðunsson, og í
kjölfar þeirra fylgja mikil blaðaskrif um mál-
ið.
Að beiðni framkvæmdaráðs sjúkrahússins
semur nú sóknaraðili starfsreglur fyrir aðstoð-
arlækna við sjúkrahús Húsavíkur (dskj. nr. 27,
fylgiskj. 10), en varnaraðilar töldu þær óað-
gengilegar, og þokaðist ekkert í samkomulags-
átt.
Dagana 12. og 13. jan. 1969 dvaldist nefnd á
vegum L.I. á Húsavik til þess að kynna sér
málavöxtu í iæknadeilunni og reyna að brúa
bilið milli deiluaðila. Niðurstaða nefndarinnar
var „grind fyrir læknasamstarf við sjúkrahús
Húsavíkur d. 21. jan. 1969“ (dskj. nr. 27), sem
að formi til er ábending um læknasamstarf.
Upp úr þessari „grind” verður til „reglugerð
um störf lækna við sjúkrahúsið á Húsavík”,
staðfest af Dóms- og kirkjumálaráðherra 11.
apríl 1969 (dskj. nr. 27, fylgiskj. 10). Hún er
samin af nefnd tilnefndri af stjórn sjúkrahúss-
ins ásamt einum manni tilnefndum af stjórn
L.l. (dskj. nr. 27, fylgiskj. 10B). Stjórn sjúkra-
hússins sendir sóknaraðila afrit af reglugerð-
inni 13.3. ’69, en hann sendir henni 15.3. ’69
mótmæli gegn nokkrum atriðum hennar, en
þau voru ekki tekin til greina.
Með bréfi dags. 7.5. '69 tjáir sóknaraðili sig
þó reiðubúinn til að hlita umræddri reglugerð,
að svo miklu leyti sem hún ekki brýtur í bága
við gildandi sjúkrahúslög. En með bréfi dags.
12.5. '69 felur sjúkrahússtjórn sóknaraðila að
láta reglugerðina koma til framkvæmda, án
undantekninga, eigi siðar en 25.5. ’69. Sóknar-
aðili æskir' þá fundar með stjórn L.l. og lög-
fræðingi félagsins um það, hvort umrædd
reglugerð sé í samræmi við sjúkrahúslögin. Sá
fundur fer fram 19.5. ’69 (dskj. nr. 27).
Á fundi sjúkrahússtjórnar 24.6. ’69 er sam-
þykkt að segja sóknaraðila upp starfi með
þriggja mánaða fyrirvara frá 1. júlí n.k. að
telja. Ástæður fyrir uppsögninni eru m.a. „þér
hafið eigi hlýðnast fyrirmælum stjórnarinnar
og ekki virt vilja hennar í sambandi við skipu-
lag á starfi lækna o.fl."
Eftir uppsögnina komu fram áskoranir frá
almenningi á sjúkrahússtjórnina um að taka
hana aftur og einnig tilmæli frá stjórn L.l. til
sjúkrahússtjórnar um að endurskoða afstöðu
sína til uppsagnarinnar (dskj. nr. 27, fylgiskj.
IOG) . Þeim tilmælum hafnaði sjúkrahússtjórn-
in með bréfi dags. 1.9. ’69 (dskj. nr. 27, fylgiskj.
IOH) .
Málsástæður og rök aðila
Kæruatriði sóknaraðila eru í 6 liðum, sem
nú skulu raktir ásamt vörn varnaraðila gegn
þeim.