Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1977, Síða 62

Læknablaðið - 01.12.1977, Síða 62
274 LÆKNABLAÐIÐ 1. kæruatriöi. Sóknaraðili, sem var form- lega ráðinn yfirlæknir við sjúkrahúsið sam- kvæmt sjúkrahúslögunum, telur að varnarað- ilum hafi verið þetta vel kunnugt, sem og að hann hyggðist starfa samkvæmt þeim lögum. Þrátt fyrir þetta ráða varnaraðilar, sem gera sér allt aðrar hugmyndir um starfsskiptingu meðal lækna á sjúkrahúsum en sóknaraðili, sig til starfa á Húsavik og virðast hafa gert þess- ar hugmyndir um starfsskiptingu að skilyrði fyrir veru sinni þar. Varnaraðilar lýsa einnig þessum skoðana- mun bæði skriflega og við munnlegan mál- flutning og segja, að einmitt af þeim sökum hafi þeir aðeins ráðið sig til eins árs, meðan óséð væri, hvort þeim semdi við sóknaraðila. Sóknaraðili telur ennfremur, að tillaga sú, er bæjarstjóri Húsavíkur bcr fram á fundi fram- kvæmdaráðs sjúkrahússins í sept. 1967 þess eðlis, að sóknaraðila verði sagt upp starfi sjúkrahúslæknis, ef samkomulag náist ekki milli læknanna, sýni, að upplýsingar um ósam- komulag geti naumast verið frá öðrum komið en varnaraðilum. Og „engar upplýsingar liggja fyrir um það, að þeir læknarnir hafi á nokk- urn hátt mótmælt eða lýst sig andvíga þessari uppsagnartillögu" (dskj. nr. 4). Með þessum aðferðum telur sóknaraðili, að v'arnaraðilar hafi verið í vitorði um ráðstaf- anir, sem fyrirsjáanlega leiddu til skerðingar á atvinnuöryggi hans og hafi gerzt brotlegir við 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus, sem og við 19 gr. laga L.l. VarnaraÖilar krefjast sýknu, þar sem þeim hafi verið með öllu ókunnugt um uppsagnar- tillögu bæjarstjóra og leggja í því sambandi fram yfirlýsingu frá honum (dskj. nr. 39). 2. kœruatriöi: Sóknaraðili telur, að varnar- aðili, Ingimar S. Hjálmarsson, hafi gerzt brot- legur við 1. og 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus og 19. gr. laga L.í. með því að halda fyrir sér yfirlæknisbústaðnum eftir að hann kom aftur til starfa á Húsavík. VarnaraÖili Ingimar S. Hjálmarsson telur sig ekki hafa vitað betur en að bústaðurinn hafi frá upphafi verið ætlaður sér, og því til stað- festingar leggur hann fram afrit af fundar- gerð sjúkrahússtjórnar 22.11. ’66 (dskj. nr. 37). Þar kemur fram, að fest eru kaup á aðstoðar- læknisbústað, og að þau rýri á engan hátt fyrri samþykktir varðandi aðstoð við Daníel Dani- elsson vegna húsbyggingar hans. 3. kœruatriöi: Sóknaraðili álítur varnarað- ila Gisla G. Auðunsson hafa gerzt brotlegan við 1., 2. og 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus og 19. gr laga L.l. með því að flytja langa skrá um syndir sóknaraðila á fundi með leikmönnum. Þessu til staðfestingar tilfærir hann nokkur ummæli, er hann hripaði niður á fundinum. Varnaraöili taldi við munnlegan málflutn- ing hin tilfærðu ummæli úr lagi færð og ýkt, en flest hreinlega ósönn og lagði fram máli sínu til stuðning yfirlýsingu tveggja fundar- manna (dskj. nr. 40) og fundargerð umrædds fundar (dskj. nr. 41). 1,. kœruatriöi: Með því að eiga vdðtal við blaðamenn frá Islendingi-lsafold (dskj. nr. 32) og Morgunblaðinu (dskj. nr. 31) telur sóknar- aðili, að varnaraðili Gísli G. Auðunsson hafi gerzt brotlegur við 19 gr. Codex Ethicus, og hann og varnaraðili Ingimar S. Hjálmarsson brotið gegn 1., 2. og 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus sem og 19. gr. laga L.l. VarnaraÖili Gísli G. Auðunsson kveður blaða- viðtölin lituð af skoðunum blaöamannanna og vill enga ábyrgð taka á þeim. 5. kœruatriöi: Sóknaraðili telur, að varnar- aðili Ingimar S. Hjálmarsson hafði brotið gegn 1., 2. og 3. mgr. 13. gr. og 19. gr. Codex Ethicus og 19. gr. laga L.l. með því að flytja erindi i Rotaryklúbbi Húsavíkur, sem að meginmáli fjallaði um hina svonefndu „læknadeilu" á Húsavik. Til stuðnings þessu áliti leggur sókn- arað'li fram vottfest endurrit af fundargerð téðs fundar (dskj. nr. 33). VarnaraÖili kvað fundarbókanir oft óná- kvæmar og krafðist sýknunar. 6. kœruatriöi: Sóknaraðili segir varnarað- ila engum mótmælum hafa hreyft við sjúkra- hússtjórn, þegar hún sagði honum upp starfi yfirlæknis, heldur tekið upp náið samstarf við hana. Ennfremur telur hann, að öll rök hnígi að því, að varnaraðilar hafi í félagi við á- kveðna aðila á Húsavík, unnið kappsamlega að því, að honum yrði bolað burt úr starfi, sem og beitt áhrifum sínum til þess að stjórnin hafnaði sáttatilboði hans. Með þessum aðgerðum telur sóknaraðili, að varnaraðilar hafi gerzt brotlegir við 1. og 3. mgr. 13. gr. Codex Ethicus og 19 gr. laga L.I. Varnaraöilar vísuðu þessum ásökunum á bug sem óraunhæfum getsökum. Álit dómsins 1. kwruatriöi: Það liggur ljóst fyrir af framburði beggja aðila, að þegar haustið 1966 var þeim kunnugt um, að mikils skoðanamun- ar gætti milli þeirra um skiptingu læknisverka í sjúkrahúsi, en ætla má, að þeir þá hvor um sig hafi gert sér vonir um, að unnt yrði að jafna ágreininginn. Ennfremur var framkv'æmdaráði sjúkra- hússins kunnugt um ágreininginn áður en bréfaviðskipti aðila hófust því á fundi þess 22.9. ’67 er eftirfarandi bókað: „Framkvæmda- ráð leggur áherzlu á, að samstarf lækna á Húsavík haldist i (núv'erandi formi) og v'æntir þess, að samkomulag náist um það sem fyrst milli Daníels og þeirra lækna, sem fyrir eru“ (dskj. nr. 39). Hér er talað um samkomulag, en raunverulega er búið að taka afstöðu með varnaraðilum og þess vænzt af sóknaraðila, að hann gangi inn í þegar fastmótað samstarf þeirra, og raunverulega er það hið sama sem varnaraðilar bjóða sóknaraðila upp á síðar i bréfi dags. 26.11. ’67. 1 því segja þeir eftir að hafa lýst samstarfi sínu „við leggjum þunga áherzlu á, að samkomulag um samstarf verður að nást, og bezt er, að það fari ekki á milli mála, að hvorugur okkar mun starfa hér áfram nema i nánu samstarfi” (dskj. nr. 9). Jafn ö-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.