Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 67

Læknablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 67
LÆKNABLAÐIÐ 277 framkvæmtl þessarra hugmynda hefði verið brot á samningum, formlegum eða óformleg- um, sem sóknaraðili kynni að hafa gert við yfirvöld sjúkrahússins um stöðu sína. Enn er þess að geta, að samstarf varnaraðila virðist i samræmi við yfirlýsingu L.I. um læknamið- stöðvar. Skv. lögum um sjúkrahús ber yfir- læknir ábyrgð á læknisþjónustu á sjúkrahúsi. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, cð hann feli öðrum læknum að annast hluta sjúkling- anna, eins og tíðkast á flestum sjúkrahúsum (sbr. Landspítalann t.d.). Málaleitun varnar- aðila virðist í því fólgin, að sóknaraðili beiti þessari heimild. Umrædd samþykkt fram- kvæmdaráðs 22.9. '67 felur þvi ekki í sér breyt- ingu á stöðu yfirlæknis. Á sama fundi lætur bæjarstjóri bóka eftir- farandi: „Ef ckki næst samkomulag milli nú- verandi lækna á Húsavík og Daníels Daníels- sonar um starfsskiptingu og starfskjör og ef líkur eru til, að þeir hverfi héðan úr starfi við það, að hann taki við störfum yfirlæknis spítal- ans, tel ég, að sjúkrahússtjórn beri að segja honum upp störfum" (dskj. nr. 39). Eins og þessi bókun ber með sér, er hér um að ræða persónulegt álit bæjarstjóra, og verður ekki séð, að varnaraðilum hafi borið skylda til að hnekkja þvi. Varnaraðilar verða því ekki sakfelldir um þetta kæruatriði. 2. kœruatriOi: Það kemur ekki annað fram en, að Ingimar S. Hjálmarsson hafi verið i góðri trú um, að það væri aðstoðarlæknisbú- staður, sem hann tók á leigu og gerði leigu- samning um til 1.10. ’68. Ekki verður séð, að Ingimar hafi fengið form- lega uppsögn á húsnæðinu fyrr en í sept. 1938. Hann rýmir húsið fáum dögum síðar, eða strax og honum ætluð ibúð var fullgerð. Með þvi að rýma læknisbústaðinn áður en leigu- samningurinn var útrunninn og áður en lög- legur uppsagnarfrestur var á enda, hefur hann sýnt verulega tilhliðrunarsemi og verður ekki sakaður um skort á háttvisi við stéttarbróður. Ingimar S. Hjálmarsson sat fund bæjarráðs og stjórnar sjúkrahússins 11.7. ’68. Ekkert ligg- ur fyrir um stöðu hans á fundinum, þ.e. hvort hann hefur haft tillögurétt eða málfrelsi. Bók- að er í fundargerð: „Ákveðið, að sjúkrahús- stjórn setji sig i samband við Daníel Daníelsson, lækni, og óski þess eindregið, að hann komi tii Húsavíkur til viðræðu ekki síðar en 10. ágúst n.k. um skipun þessara mála. Engin breyting verði á húsnæðismálum Ingi- mars Hjálmarssonar, læknis, meðan úrslit fást ekki í aðalatriðum á skipun læknamálanna.” Þarna kemur fram vilji fundarmanna að leiða til lykta skipun læknamálanna fyrir 10. ágúst 1968^ þ.e. áður en Daníels var endanlega von á Húsavúk og finna þá jafnframt lausn á búsetuvandanum. Undirritun Ingimars á fundargerðinni telst því ekki bera vott um skort á háttvisi við stéttarbróður, reyndar óvíst, að hann hafi fengið að fjalla um málið á fundinum, og und- irskriftin táknar ekki annað en að Ingimar v'otti það, að rétt sé frá málsmeðferð skýrt. Ósannað er, að deilan um húsnæðismálin sem s’ik hafi skert atvinnuöryggi sóknaraðila. .7. kœruatriöi: Samhijóða. J/. kæruatriOi: Samhljóða. 5. kceruatriöi: Það er viðurkennt af hálfu Ingimars S. Hjálmarssonar, að hann hafi á Rotaryfundinum komizt þannig að orði: „að hann væri ef til vill ekki rétti maðurinn til að lialda útfararræðuna yfir tilraun þeirra Gísla til læknamiðstöðvar á Húsavik". Hér kann að vera sveigt að sóknaraðila, og kemur fram skortur á háttvísi í garð stéttarbróður, og varð- ar þaö við 1. mgr. 13. gr. Codex Ethicus. G. kœruatriOi: Upp úr fundi stjórnar L.l. með deiluaðilum 26.8. ’68 er formlega stofnuð aðstoðarlæknisstaða við sjúkrahúsið á Húsavík og gerður samningur við v'arnaraðila 13.11. ’68, þar sem þeir eru ráðnir sameiginlega í þá stöðu samkvæmt samningi milli L.R. og stjórnar- nefndar ríkisspítala frá 30. júní 1967. Samtím- is er gerður samningur við sóknaraðila í stöðu yfirlæknis. I þessum samningum er tekið til um skiptingu v'akta milli læknanna, en að öðru leyti er verkaskipting ekki tilgreind. 1 des. 1968 segja varnaraðilar upp starfi við sjúkrahúsið og í héraði frá 15.2. ’69 að telja. Um orsökina til uppsagnarinnar segir svo í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 19.12. ’68 og sem undirrituð er m.a. af varnaraðilum: „Ástæðan mun vera ósamkomulag milli þeirra Daníels og raunar allt starf þeirra í héraðinu" (dskj. nr. 44). Sendinefnd frá L.I. kom til Húsavikur 12.1. til að reyna að greiða úr vandanum. Árangur fararinnar var grind fyrir læknasamstarf við sjúkrahús Húsavíkur dags. 21.1. 1969. Sam- kvæmt dómsskjali nr. 18 höfðu formlegar v'iðræður ekki farið fram milli læknanna um grind þessa, er uppsagnarfrestur varnaraðila rann út 15.2. ’69. Tilraunir stóðu enn af hálfu sjúkrahússtjórnar að leysa vandann og verða varnaraðilar því ekki ásakaðir fy-rir að halda áfram störfum um sinn. Ellefta apríl 1969 gefur dóms- og kirkju- málaráðherra út reglugerð um störf lækna við sjúkrahúsið á Húsavík. Sóknaraðili telur sig reiðubúinn að hlíta reglugerðinni, að svo miklu leyti sem hún brjóti ekki í bága við gildandi sjúkrahúslög. Ákvæði annarar máls- greinar 4. gr. Codex Ethicus mæla ljóslega fyrir um það, að lækni beri að hlýða lögum og úrskurðum, jafnvel þótt samvizka læknisins kynni að bjóða honum annað. Reglugerðin hin umdeilda var löglega sett að formi til og hlýtur því að gilda a.m.k. meðan hún var eigi dæmd ógild af þar til bærum dómstól. Fyrirvari læknisins hefur því enga þýðingu og er í sjálfu sér ástæðulaus. Hafi sóknaraðili talið reglu- gerðina brjóta i bága við landslög, bar honum að kæra hana til réttra dómsstóla, annað hvort persónulega eða með fulltingi stéttarfélags síns eða að öðrum kosti segja upp starfi sínu. Ekki verður fullyrt, að starfskjör þau, er sókn- araðili v'ar ráðinn til, hafi verið skert með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.