Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1977, Page 69

Læknablaðið - 01.12.1977, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 279 Auðunn Sveinbjörnsson, Þorkell Guðbrandsson, Þórarinn Ólafsson MEÐFERÐ NÝBURA 1ÖNDUNAR VÉL Á SJOKRAHÚSINU í VÁNERSBORG 1972 — 1974 SAMANTEKT Skýrt er frá meðferð á 21 nýfæddu barni í öndunarvél á árunum 1972—1974 á gjörgæzludeild sjúkrahússins í Vánersborg í Svíþjóð. Um var að ræða 9 börn, sem eingöngu höfðu IRDS-sjúkdóm (idiopathic respira- tory distress syndrome). Af þeim lifðu 6 eða 66,6%. Hin börnin höfðu alvarlega meðfædda galla eða aðra alvarlega sjúk- dóma. Af þeim höfðu 4 einnig IRDS-sjúk- dóm. Af öllum börnunum lifðu 10 eða 48%. INNGANGUR A seinni árum hafa mjög miklar fram- farir orðið á sviði meðferðar nýbura með öndunarbilun. Þegar í móðurkviði geta menn gert sér hugmyndir um þroska lungnanna með sýnishornum frá leg- vatni14 111 og eru þannig viðbúnir fæðingu barns með óþroskuð lungu. Einnig hafa menn i vaxandi mæli gert sér grein fyrir mikilvægi almennrar meðferðar nýfæddra barna, t.d. að leiðrétta truflanir í sýrubasa- jafnvægi*11 og halda líkamshita stöðug- um.l:l Aðaláherzla hefur verið lögð á að auka loftskipti þessara barna og hefur það skipt sköpum í afdrifum þeirra. Það má gera með þvi að auka þrýsting í loftvegum barnsins gegn eigin önduim,9 10 svokallaður stöðugur, jákvæður þrýstingur í loftveg- um, CPAP (continuous positive airway pressure), eða að börnin eru lögð í öndun- arvél. Þar er um að ræða annað hvort svo- kallaða neikvæða öndun, þar sem barnið er aðstoðað við öndun með því að bol þess er komið fyrir í undihþrýstinigi, sem eykur loftskipti í lungum, NPAV (negativ pres- sure assisted ventilation),-- 2:1 eða jákvæða þrýstingsöndun, þegar andað er fyrir sjúk- lingi'nn með jákvæðum þrýstingi í loftveg- um, IPPV (intermittent positive pressure ventilation),1 7 1G 20 -4 Þá er stundum í lok útöndunar hafður jákvæður þrýstingur, PEEP (positive endexpiratory pressure).1-" Þau börn, sem getið verður um, voru með- höndluð með jákvæðum þrýstingi í öndun- arvél, með eða án PEEP. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin fjallar um 21 barn, sem fæddist á sjúkrahúsinu í Vánersborg í Vestur-Svíþjóð á árunum 1972—1974. Sjúkrahús þetta er aðalsjúkrahús í Norð- ur-Álvsborgarléni og er íbúafjöldi 160 þúsund. Nær allar fæðandi konur á svæð- inu leituðu til þessa sjúkrahúss. Öll börnin, sem lögð voru í öndunarvél, voru í mjög lélegu ástandi ýmist með Mynd 1. — Öndunarvél sú, sem notuð va.r, SERVO VENTILATOR 900.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.