Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 75

Læknablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 75
LÆKNABLAÐIÐ 283 minútu af hreinu súrefni. Eftir 1 klst. var pH 7.03, PCO-2 82 mmHg, staðlað bikarbonat 14.5 mEq/1, POj 35.5 mmHg og SaO^ 42%. I loft- vegum barnsins var 45—50 cm H^O þrýsting- ur. Reynt var með PEEP 5—15 cm H^O. Þrátt fyrir þetta fengust mjög léleg loftskipti og barnið varð mjög súrt. Súrefnisþrýstingur í blóðsýnum var aðeins 26—44 mmHg, meðan barnið lifði. Hálfri klst. fyrir andlát var pH 6.75, PCOL> 79 mmHg og POu 11 mmHg. NiöurstaSa krufningar: Holdbjúgur (ana- sarca), heilablæðing af völdum súrcfnisskorts + blöðruæxli í hægra brjóstholi (lagði undir s':g mest allt hægra brjósthol). FYLGIKVILLAR Vegna hinna mjúku og viðkvæmu vefja nýfæddra, einkum fyrirburða, er þeim tals- vert hætt við skaða í barka, ef þau eru lengi með barkaslöngu eða gerður er barkaskurður. Hvor aðferðin um sig hefur kosti og galla, en í seinni tíð hefur meira verið notast við langtíma barkaslöngu (meira en viku) með góðum árangri.2 Af tilfellum okkar var aðeins gerður barka- skurður á tveimur hinum fyrstu. Fékk annað þeirra loft í mæti og undir húð (mediastinal og subkutanemphysema), sem þó ekki þarfnaðist aðgerðar. A.ö.l. voru engir fylgikvillar í sambandi við barka- skurði eða barkaslöngur. Mörg barnanna höfðu háan innöndunar- þrýsting og fengu 6 þeirra loftbrjóst (pneu- mothorax), þar af eitt báðum megin. Þrjú börn þörfnuðust engrar meðferðar vegna þessa, en lagður var inn brjóstholskeri á þremur. Tvö barnanna fengu verulega aukningu á gallrauða í blóði og fengu meðferð í ljós- lampa. Barn nr. 15, sem var mikill fyrir- burður, vóg aðeins 1180 g. hafði við krufn- ingu galllitarefni í heila. Þrjú börn fengu heilahimnubólgu og þar af eitt blóðeitrun af völdum listeria-bakteria. Þeim batnaði við meðferð. UMRÆÐA Sjúkrahúsið í Vánersborg hefur eina blandaða gjörgæzludeild fyrir allar deildir sjúkrahússins. Til næsta sjúkrahúss, sem hefur sérhæfða gjörgæzlu fyrir börn, er 90 km leið. Þess vegna er flutningur þangað tæpast mögulegur með fárveik börn. Höf- undar eru þó sammála um, að sé þess kost- ur skuli IRDS-börn og aðrir nýburar, sem þurfa öndunarvélar við, meðhöndluð á sér- hæfðum barnadeildum, sem hafa yfir að ráða sérþjálfuðu starfsliði. (Þess skal get- ið, að slík deild hóf starfrækslu á Land- spítalanum í byrjun árs 1976). Af börnunum sem dóu, voru 6, sem ekki höfðu IRDS-sjúkdóm, en voru sett í önd- unaivél vegna lélegs almenns ástands og ófullnægjandi loftskipta. Öndunarvélameð- ferð þessara barna var ekki erfiðleikum bundin, en; það sýndi sig að þau höfðu svo alvarlega sjúkdóma eða alvarlega með- fædda galla, að þeir leiddu til dauða. Það getur verið erfið ákvörðun með slík börn, hvo.t réttlætanlegt sé að leggja þau í öndunarvél, en oft hefur gefizt mjög naumur tími til rannsóknar og þá vart um annað að ræða. Rannsóknir á lecitin/sphingomyelin hlutfalli í legvatni hafa á seinni árum stuðlað mjög að vitneskju manna um þroskastig lungna í fósturlífi. Þannig eru menn betur viðbúnir en áður fæðingu IRDS-barna og geta gert ráðstafanir í samræmi við það. í Vánersborg var farið að gera L/S mælingar í byrjun árs 1974 hjá þeim konum, sem hætta var talin á að fæddu þessi börn. Var það yfirleitt í 29.— 36. viku meðgöngutíma, sem mælingin var gerð. Þegar L/S hlutfallið var lágt (^j 2.5) voru gefnir sterar, en verulega minni líkur eru fyrir sjúkdómnum eftir slíka meðferð,2 og gæti það verið skýring á því, að hlut- fallslega fleiri börn með IRDS-sjúkdóm fæddust á fyrri hluta rannsóknartímabils- ins. Rannsóknin leiddi í ljós, að af þeim börnum, sem höfðu IRDS-sjúkdóm varð að- eins eitt heilaskaðað. Fram kom að horf- urnar voru miklu betri hjá þeim sem ein- göngu höfðu IRDS-sjúkdóm, ent hinum sem höfðu alvarlega meðfædda galla eða aðra sjúkdóma. Er það í samræmi við rann- sóknir annarra.1 ■' Þar sem einkenni um IRDS-sjúkdóm koma yfirleitt smám saman gefst oftast tími til að koma fyrir CPAP. Þá er hægt að komast hjá öndunarvél hjá stórum hluta barnanna og minni hætta á varanlegum lungnaskemmdum eins og lýst hefur verið á allra síðustu árum.+ 18 Líklegt er að ein- hver barnanna hefðu komizt af án öndun- arvélar við slíka meðferð eða verulega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.