Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 111 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL I É Læknaiebg íslands- og l||| Lxknafclag Rcykjavikur 64. ÁRG. — JÚLÍ 1978 UM MEÐFERÐ BERKLAVEIKRA Að þessu sinni ritar Hrafnkell Helgason, yfirlæknir á Vífilsstaðaspítalanum, mjög at- hyglisverða grein hér í blaðið um meðferð berklaveikra. Er þar skýrt frá öllum berkla- sjúklingum, sem dvöldust á spítalanum með virka berklaveiki, eftir aldri og kynjum, teg- undum sjúkdómsins og árangri lyfjameðferð- ar, á fimm ára tímabilinu 1972—1976. Fram að þessum tímamótum hafði lyfja- meðferð berklasjúklinga á spítalanum venju- legast verið fólgin í gjöf þriggja lyfja sam- tímis, Streptomycins, Paraaminosalicylsýru (PAS) og Isoniazids. Talsvert var þar þá um sjúklinga, er stöðugt höfðu sýrufasta stafi í hráka og voru því stöðugt með smitandi berklaveiki. Sýklarnir voru orðnir ónæmir fyrir lyfjunum. I slíkum tilfellum var því nauðsynlegt að breyta til um meðferð og grípa til nýrra mikilvirkra berklalyfja. Petta hafði þegar áður verið gert og reyndust lyf eins og Ethambutol og Rifampicin mjög vel. Árið 1972 var því meðferðinni breytt þannig, að sjúkl ingarnir fengu ákveðna dagiega skammta af Streptomycin, Isoniazid og Ethambutol eða Rifampicin í stað PAS. En síðastnefnda lyfið olli oft mjög óþægilegum aukaverkunum og auk þess var nauðsynlegt að gefa það í mjög stórum skömmtum. Öll voru þessi lyf gefin í mjög langan tíma, svo sem venja er til. Með þessari breyttu lyfjagjöf tókst á skömmum tíma að gera alla smitandi sjúk- linga neikvæða við beina hrákarannsókn og við ræktun, og hélst það ástand varanlega. Sjúklingar með berkla í öðrum líffærum náðu og fullum bata án aðgerða. Er hér náð mjög mikilsverðum árangri, og er meðferðin vafa- laust miklu öruggari en áður var. í greininni er gangur þessa máls rakin nán- ar. Nær meðferðin alls til rúmlega eitt hundr- að sjúklinga á þessu 5 ára tímabili. 68 þeirra höfðu lungnaberkla, en hinir berklaveiki í öðrum líffærum. Mikillar nákvæmni var gætt við lyfjagjöf- ina og séð um að sjúklingarnir tækju lyfin reglulega. Auk tíðra sýklarannsókna var vak- að yfir fylgikvillum. Lyfjaskammtar voru miðaðir við þyngd sjúklinga og tímalengd lyfjagjafar, eftir tegund lyfja og hvernig sjúk- lingarnir þoldu þau. Ávallt var leitast við að velja sjúklingum lyf, sem vitað var að sýklar þeirra höfðu eigi myndað ónæmi gegn. Vegna áðurnefndra ókosta var með öllu hætt að gefa PAS en Ethambutol yfirleitt gefið í stað þess lyfs. Rifampicin var þó gefið í 34 tilfellum, þar sem sjúklingar annað hvort þoldu illa lyfin (Ethambutol), eða líkur voru taldar til ónæmismyndunar. Fylgst var vel með ónæmismyndun sýklanna gegn lyfjunum og leitast við að sem flest þeirra hefðu sem fyllsta verkun. Alls fengu 61 sjúklingur með- ferð í 2 ár, 17 meðferð í 18 mánuði og 8 með- ferð í 14—18 mánuði. Til að byrja með voru smitandi berklasjúk- lingar, sem komu til meðferðar, einangraðir í stofnuninni. Fótavist fengu þó allir að hafa, sem það gátu. Rúmlega og hvíldarmeðferð er eigi lengur notuð í spítalanum. Ef væg ein- kenni fylgikvilla lyfjameðferðarinnar komu í Ijós, svo sem svimi, heyrnar- eða sjóntrufl- anir, var breytt um lyf, svo engir sjúkling- anna fengu alvarlega fylgikvilla. Meðal legu- tími þeirra í spítalanum var árið 1972 93 dagar, en árið 1976 var hann kominn niður : 41 dag. Engir sjúklinganna hafa veikst á ný. Augljóst er að mjög hefur verið leitast við að ná sem bestum árangri í meðferð sjúk- linganna á spítalanum á hinu tilgreinda tíma- bili, enda hefur óvenju vel tekist. Mun það mjög sjaldgæft ef til er, að stofnanir sem taka á móti öllum sjúklingum, sem koma eða vísað er til þeirra, án þess að nokkrum sé synjað dvalar, geti lagt fram skýrslu um slíkan árangur. Er Ijóst að lyfjameðferðin hefur verið valin af mikilli vandvirkni og henni fylgt fast eftir af öllu starfsliði stofn- unarinnar. Yfirlæknirinn bendir réttilega á, að berkla-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.