Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 22
118 LÆKNABLAÐIÐ gildum, aðeins ef sérstakt tilefni gafst til. Þvag skyldi sent í ræktun frá öllum berklasjúklingum, en það misfórst hjá 11. Eldus et al15 hafa lýst þvagrannsóknum til þess að geta fylgst með Myambutolgjöf. Þessi rannsókn var hvorki notuð á sjúkra- húsinu né eftir útskrift. Árið 1972 var sið- ur að halda sjúklingum á sjúkrahúsi þar til neikvæðar ræktanir höfðu borist. Það ár var meðal legudagafjöldi 93 dagar. Sam- kvæmt upplýsingum Johnston og Wild- rick24 þá var meðal legudagafjöldi í Banda- ríkjunum 87 dagar það ár. Undanfarin ár hefur þessari reglu ekki verið fylgt og út- skrift farið eftir ástandi hvers einstaks sjúklings. Árið 1976 var meðal legudaga- fjöldi 41 dagur. Árangur meðferðar Tveir sjúklingar dóu af völdum berkla- veiki. Báðir höfðu aðeins verið á lyfjameð- ferð í 1 sólarhring fyrir dauða og eru ekki teknir með sem dæmi um misheppnaða meðferð. Þeir voru greindir of seint til þess að meðferð kæmi þeim að gagni. Karlmaður, 72 ára, ellihrumur og ruglaður. Lagður á sjúkrahúsið vegna gruns um æxli í h. Iunga. Lungnamynd sýndi gamlar berklabreyt- ingar i v. lunga og íferð í h. lunga. Sjúklingur hafði háan hita og fékk sýklalyf. Viku eftir komu fundust sýrufastir stafir í hráka og siðar ræktuðust berklasýklar frá hráka. Kona, 30 ára, lá á sjúkrahúsi vegna depressio mentis og síðan lögð á handlæknisdeild vegna hita og gruns um æxli í kviðarholi. Hún var ófrísk og gengin með 18—19 vikur. Við komu var sjúklingur með háan hita og blóð- eitrun. Röntgenmynd sýndi íferð í báðum lung- um. Daginn eftir komu fundust sýrufastir staf- ir í sýni, er fékkst við berkjuspeglun. Síðar ræktuðust berklasýklar frá þessu sýni svo og frá þvagi. Krufningar voru ekki framkvæmdar þar sem Rannsóknastofa háskólans taldi sig ekki hafa aðstöðu til að kryfja sjúklinga er létust úr berklaveiki. Áður en meðferð var lokið dóu 7 sjúk- lingar. Tveir af slysförum, einn úr krabba- meini í lunga, einn af ruptura aneurysmae aortae og þrír af völdum morbus cordis arterioscleroticus. Hjá öllum þessum sjúk- lingum voru ræktanir orðnar neikvæðar og berklaveiki ekki talin hafa átt neinn þátt í dauða þeirra. Enn þá eiga 11 sjúklingar frá árinu 1976 ólokið meðferð, en þeir hafa allir verið undir eftirliti minnst 14 mánuði og eru allir neikvæðir í ræktunum. Alls hafa 13 sjúklingar utan Reykjavíkursvæð- isins að nokkru verið undir eftirliti héraðs- lækna og heilsugæslustöðva. Tekist hefur að afla upplýsinga um árangur meðferðar hjá 12 þessara sjúklinga, en einn sjúkling- ur með beinaberkla dvelur erlendis, en hann hafði verið á lyfjameðferð í 14 mán- uði áður en hann hvarf héðan. Allir hinir sjúklingarnir hafa verið til eftirlits á göngudeild. Samvinna var höfð við þvag- færasérfræðinga og beinasérfræðinga um meðferð beinaberkla og berkla í þvag- og kynfærum. Ekki var talin ástæða til aðgerða hjá neinum þessara sjúklinga. Að- eins einn sjúklingur með lungnaberkla var sendur í aðgerð vegna fistula bronchopleu- ralis. Hjá einum sjúklingi með tbc. caver- nosa dxt. hafði verið gerð resectio segmen- talis lob. sup. pulm. dxt. og thoracoplastic dxt. fyrir komu á sjúkrahúsið. Enginn sjúklingur var sendur til aðgerða vegna þess að berklaholur í lungum lokuðust ekki, enda hafa Corpe og Blalock" sýnt fram á, að slíkar aðgerðir eru ástæðulausar. Meðferð í 2 ár fékk 61 sjúklingur, 17 sjúk- lingar fengu meðferð i 18 mánuði og 8 sjúklingar fengu meðferð í 14—18 mánuði og enginn þeirra hafði lungnaberkla. Eng- in endursýking (recidiv) hefur sést hjá neinum þessara sjúklinga að lokinni með- ferð og þeir hafa allir verið útskrifaðir af göngudeild og er ekki ætlunin að fylgjast með þeim nánar og þeir taldir heilbrigðir. Aukaverkanir lyfja Helstu aukaverkanir INH eru hepatitis, neuritis og ofnæmi. Hjá 12 sjúklingum sást hækkun á lifrarenzymum en enginn þeirra fékk hækkun á bilirubin eða alk. fosfatasa. Lifrarenzym urðu aftur eðlileg, þrátt fyrir áframhaldandi INH-meðferð. Einn sjúk- lingur fékk gulu eftir 13 mánaða INH-með- ferð, en hann tók önnur lyf. Lifrarsýni sýndi breytingar er líklegt þótti að stöfuðu af lyfjagjöf. Honum batnaði að fullu. Johnston og Wildrick24 láta þess getið, að fyrir árið 1969 hafi lítið verið minnst á lifrarskemmdir af völdum INH. Árið 1972 skýrði Garibaldi18 et al. frá 19 tilfellum af hepatitis hjá 2321 einstaklingi, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.