Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 48
130 LÆKNABLAÐIÐ FUNDARGERÐ formannaráðstefnu Læknafélags fslands Domus Medica 18. marz 1978 Mættir voru: Tómas Á. Jónasson, Guðmund- ur Pétursson, Guðmundur Sigurðsson, Auðólfur Gunnarsson, Páll Þórðarson, Guðrún Agnars- dóttir, Sigursteinn Guðmundsson, Brynleifur Steingrímsson, örn Bjarnason, Hafsteinn Skúlason, Örn Smári Arnaldsson, Stefán Karls- son, Ólafur Oddsson og Þórarinn Gíslason. Læknafélag Vesturlands átti ekki fulltrúa á fundinum. Formaður setti fundinn og bauð menn vel- komna. Fundarefni: 1. Tekið var fyrir fyrsta mál, sem var samningagerð á vegum læknafélaganna. Guðmundur Sigurðsson, formaður Kjararáðs, skýrði frá því, að gengið hefði verið frá sér- kjarasamningum fyrir fastráðna lækna i febrú- ar, en 11. nóv. sl. hefði verið gengið frá kjara- sátt fyrir lausráðna sjúkrahúslækna og hefði verið talið heppilegra að fallast á sáttina en að hlíta úskurði Kjaradóms. Auk þess hefðu verið undirritaðir samningar fyrir sérfræðinga utan sjúkrahúsa. Samningar þessir byggðust upp á annan hátt, en áður hafði verið. Þannig hafi verið tekið upp einingakerfi, m.a. til ein- földunar. Krafa sérfræðinga um, að tilvisana- kerfið yrði fellt niður, hafi hins vegar ekki náð fram að ganga, enda hefði það mætt mót- spyrnu heimilislækna. Guðmundur taldi, að þau kjör, sem fengizt hefðu fyrir lausráðna lækna og fastráðna, hefðu verið viðunandi. Hvað varðar samninga B.H.M., benti hann á, að fengizt hafi eins flokks hækkun fyrir þá, sem starfað hafi í meira en 15 ár. Auk þessa hafi í sérkjara- samningum fengizt fram eins flokks hækkun fyrir þá, sem starfað höfðu ákveðinn tíma á sama stað, en þessi hækkun flyttist hins vegar ekki með mönnum milli staða. Auk þess hefði komizt inn i samningana námsleyfi fyrir hér- aðslækna, sem taki mið af námsleyfum, sem sjúkrahúslæknar hafi fengið inn í sína samn- inga áður. Guðmundur skýrði frá því, að ennþá væru ófrágengnir samningar fyrir þá lækna, sem starfa utan Reykjavíkur skv. númerakerfi, m.a. á þéttbýlisstöðunum á Suðvesturlandi utan Reykjavíkur og á Akureyri og Akranesi. Fyrir liggi hins vegar uppkast að samningum, en ennþá sé deilt um viss atriði. Hann skýrði frá þvi, að uppkast hafi verið gert að nýrri gjaldskrá fyrir héraðslækna, og var því dreift á fundinum, auk þess sem það hefur verið sent út til félagsmanna til athug- unar. Uppkast þetta hefur hins vegar ekki ennþá verið rætt við viðsemjendur, og væri m.a. beðið eftir undirtektum viðkomandi lækna, og óskaði Guðmundur eftir því við for- menn svæðafélaganna, að uppkastið yrði rætt í félögunum. Gjaldskráin miðar að einföldun, og taldi Guðmundur, að hún hefði ýmis atriði, sem sennilega yrði auðveldara að semja um en miklar taxtahækkanir, þar sem nú væri mikil andstaða gegn frekari kauphækkunum hjá stjórnvöldum. 1 uppkastinu er gert ráð fyrir föstu grunngjaldi og síðan viðbótargjaldi, eftir því um hvers konar samskipti við sjúklinga er að ræða. Horfið er frá mismunandi viðtalsgjaldi dreifbýlis og þéttbýlis og mætzt á miðri leið milli þess gjalds, sem rikt hefur á þéttbýlis- og dreifbýlissvæðum, skv. fyrra samningi. Nokkrar umræður urðu um uppkastið. Hafsteinn Skúlason benti á, að rétt sé, að fram komi í samningnum, að lækni skuli séð fyrir flutningi, þannig að ekki sé nauðsynlegt fyrir lækna, jafnvel þótt þeir dvelji i héraði, að kaupa sér torfærubíla. Brynleifur Steingrímsson deildi á þá stefnu Kjararáðs að draga um of í flokka eftir sér- fræðigreinum, t.d. að einskorða samningana um of við sérfræðiviðurkenningu í heimilis- iækningum og útiloka aðra lækna með sér- fræðiviðurkenningu á öðrum sviðum. í sambandi við þetta var rætt nokkuð frekar sérfræðiviðurkenning í heimilislækningum og aldurshækkanir og launakjör þeirra, sem starf- að hafa sem heimilislæknar, þótt þeir hafi ekki sérfræðiviðurkenningu. Brynleifur tók undir orð Hafsteins varðandi bílkostnað og taldi það vera orðinn mjög mik- inn útgjaldalið fyrir héraðslækna að reka stóra bifreið. Taldi hann eðlilegt, að dreifbýlislæknar fengju annað hvort bílastyrk, þ.e. grunngjald bifreiðarekstursins greitt eða þá frían bil, sem hann taldi vera orðið algengt hjá öðrum embættismönnum úti á landi. Guðmundur Sigurðsson benti þá á, að e.t.v. væri eðlilegast, að heilsugæzlustöðvarnar ættu sína eigin bíla til að nota fyrir lækna og til sjúkraflutninga. Brynleifur taldi kjör lækna hafa rýrnað á undanförnum árum miðað við aðrar stéttir og taldi, að ein ástæða hræðslu lækna við að gera kröfur væri umræða i fjölmiðlum um hátt kaup lækna. Hann gagnrýndi enn nokkra aðra liði i samningsuppkastinu, m.a. að erfitt mundi reyn- ast að skipta viðtölum eftir lengd og innihaldi. Hann taldi einnig, að yfirvinnuálag ætti að vera 100% á helgidögum og ræddi nokkuð um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.